Hvernig forsætisráðherra vilt þú? Björn Ólafur Hallgrímsson skrifar 25. apríl 2013 06:00 Við göngum nú senn að kjörborðinu og veljum okkur þingmenn næsta kjörtímabils. Þótt hér sé ekki virkt persónukjör, en menn kjósi þess í stað stjórnmálaflokka með gagnslitlum möguleikum til sjálfstæðrar röðunar innan framboðslistanna, mun val okkar væntanlega leiða til þess að hér verði mynduð samsteypustjórn, líklega tveggja eða þriggja flokka. Val okkar í kjörklefanum mun óbeint ráða mestu um hvernig samsteypustjórn kemst á og hver verði forsætisráðherra. Álengdar sjáum við nokkra forystumenn stjórnmálanna gera sig líklega til að máta sig við stól forsætisráðherra. Það er nauðsynlegur undirbúningur hvers kjósanda, að gera sér grein fyrir hvaða kostum sá frambjóðandi þarf að vera búinn, sem yrði líklegur forsætisráðherra, en ekki síður hvaða ókosti hann má ekki hafa. Á þinn forsætisráðherra t.d. að vera ræðuskörungur, vammlaus, vel menntaður, með stjórnmálareynslu, þekktur af heiðarleik, drengskap, víðsýni, staðfestu og fleiri góðum kostum? Má flokkur þíns forsætisráðherra hafa borið meginábyrgð á fjármálahruninu 2008? Er æskilegt að þinn forsætisráðherra hafi ríka reynslu af alls kyns mislukkuðu fjármálavafstri, sem leitt hafi af sér gríðarlegt tap sem bitnað hafi fyrst og síðast á þjóðinni? Má flokkur þíns forsætisráðherra vera þekktur að því að gæta hagsmuna sinna flokksbræðra fremur en þjóðarinnar allrar? Má þinn forsætisráðherra hafa fengið verulegar afskriftir eftir fjármálahrunið 2008? Má hann vera meðal þeirra, sem auðgast af spillingarverkum stjórnmálanna á fyrri árum? Má hann hafa viðhaft óábyrgan fagurgala um aðferðir til lausnar á efnahagsvanda heimila og ríkissjóðs? Má hann með svonefndri „ótrúlegri heppni“ hafa bjargað fjármunum sínum og sinna á ögurstundu í aðdraganda hrunsins og þá á kostnað annarra? Hvað segja svör þín við þessum og fleiri ámóta spurningum þér að gera í kjörklefanum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Við göngum nú senn að kjörborðinu og veljum okkur þingmenn næsta kjörtímabils. Þótt hér sé ekki virkt persónukjör, en menn kjósi þess í stað stjórnmálaflokka með gagnslitlum möguleikum til sjálfstæðrar röðunar innan framboðslistanna, mun val okkar væntanlega leiða til þess að hér verði mynduð samsteypustjórn, líklega tveggja eða þriggja flokka. Val okkar í kjörklefanum mun óbeint ráða mestu um hvernig samsteypustjórn kemst á og hver verði forsætisráðherra. Álengdar sjáum við nokkra forystumenn stjórnmálanna gera sig líklega til að máta sig við stól forsætisráðherra. Það er nauðsynlegur undirbúningur hvers kjósanda, að gera sér grein fyrir hvaða kostum sá frambjóðandi þarf að vera búinn, sem yrði líklegur forsætisráðherra, en ekki síður hvaða ókosti hann má ekki hafa. Á þinn forsætisráðherra t.d. að vera ræðuskörungur, vammlaus, vel menntaður, með stjórnmálareynslu, þekktur af heiðarleik, drengskap, víðsýni, staðfestu og fleiri góðum kostum? Má flokkur þíns forsætisráðherra hafa borið meginábyrgð á fjármálahruninu 2008? Er æskilegt að þinn forsætisráðherra hafi ríka reynslu af alls kyns mislukkuðu fjármálavafstri, sem leitt hafi af sér gríðarlegt tap sem bitnað hafi fyrst og síðast á þjóðinni? Má flokkur þíns forsætisráðherra vera þekktur að því að gæta hagsmuna sinna flokksbræðra fremur en þjóðarinnar allrar? Má þinn forsætisráðherra hafa fengið verulegar afskriftir eftir fjármálahrunið 2008? Má hann vera meðal þeirra, sem auðgast af spillingarverkum stjórnmálanna á fyrri árum? Má hann hafa viðhaft óábyrgan fagurgala um aðferðir til lausnar á efnahagsvanda heimila og ríkissjóðs? Má hann með svonefndri „ótrúlegri heppni“ hafa bjargað fjármunum sínum og sinna á ögurstundu í aðdraganda hrunsins og þá á kostnað annarra? Hvað segja svör þín við þessum og fleiri ámóta spurningum þér að gera í kjörklefanum?
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar