Skattar og velferð – Hugsum til framtíðar Hulda Guðmunda Óskarsdóttir skrifar 25. apríl 2013 06:00 Nóbelshafarnir í hagfræði, Paul Krugman og Joseph Stiglitz, telja að óheftir fjármálamarkaðir hafði stuðlað að efnahagskreppunni sem heimurinn varð fyrir. Þeir benda á að niðurskurðar- og samdráttarstefna leiði til minni hagvaxtar, sem vísar til hlutfallslegra breytinga á landsframleiðslu frá einu ári til annars. Landsframleiðsla gerir grein fyrir ráðstöfun fjármuna sem verða til í efnahagskerfinu. Þegar búið er að draga frá afskriftir og skuldir er talað um verga landsframleiðslu. Undirstaða hagvaxtar eru fjárfestingar og nýsköpun sem eru grunnurinn að aukningu samkeppnishæfni. Virk samkeppni leiðir meðal annars til betri vara og þjónustu, ábyrgari rekstur og frekari nýsköpunar og framfara atvinnulífs. Fjölmargir tengja skattalækkanir við aukinn niðurskurð í opinberum rekstri. Á tíunda áratug síðustu aldar urðu Finnar fyrir djúpri efnahagskreppu. Verg landsframleiðsla þeirra dróst saman um 11%, gengið féll um 40%, fasteigaverð lækkaði um 50%, atvinnuleysið fór úr 3% í 18,4% og skuldabyrði almennings og fyrirtæka varð gífurleg. Tekjuskattur varð meðal hinna hæstu sem þekkjast í heiminum. Hið opinbera var fjársvelt og gripið var til þeirra ráða að veita fé til atvinnulífsins og skattar voru lækkaðir samtals um 20%. Aðgerðirnar áttu að örva efnahagsaðstæður og lögð var áhersla á útflutningsgreinar. Aðgerðir Finna voru álitnar glapræði. Reyndin var hinsvegar sú að aðgerðirnar stuðluðu að aukningu í verðmætasköpun, útflutningi (aukinn gjaldeyrisforði), fjárfestingum, nýsköpun og hagvöxtur jókst. Skattalækkanirnar örvuðu atvinnulífið og á örfáum árum varð Finnland meðal samkeppnishæfustu þjóða heims. Hagfræðingar á borð við Krugman og Stiglitz hafa bent á að með því að stækka kökuna verða skuldir mun viðráðanlegri, eins og Finnar komust að, og stefna frjálshyggjunnar sem einkennist af niðurskurðar- og samdráttarúrræðum er ekki líkleg til árangurs. Stjórnvöld þurfa að beita örvandi aðgerðum til að koma atvinnulífinu áfram. Slíkar aðferðir leiða til aukins hagvaxtar og þar með aukinnar velferðar. Aðgerðir núverandi ríkisstjórnar eru í anda frjálshyggjunnar. Töfralausnir eru ekki til. Það tekur nokkur ár að auka hagvöxt, ná stöðugleika og draga verulega úr almennum skuldavanda. Forgangsmál Sjálfstæðisflokksins er að horfa til framtíðar og ná þannig að stækka kökuna til langs tíma. Efla þarf atvinnulífið, lækka skatta og auka ráðstöfunartekjur og takast á við skuldavanda heimilanna. Með eflingu atvinnulífs aukast fjárfestingar og nýsköpun sem stuðar að hagvexti og stöðugleika. Lækkun skatta á fyrirtæki eykur meðal annars svigrúm til nýráðninga og hærri launaveitinga. Lækkun skatta á einstaklinga eykur ráðstöfunartekjur heimilanna og léttir rekstur þeirra. Samanlagt auka aðgerðirnar velferð og samkeppnishæfni Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nóbelshafarnir í hagfræði, Paul Krugman og Joseph Stiglitz, telja að óheftir fjármálamarkaðir hafði stuðlað að efnahagskreppunni sem heimurinn varð fyrir. Þeir benda á að niðurskurðar- og samdráttarstefna leiði til minni hagvaxtar, sem vísar til hlutfallslegra breytinga á landsframleiðslu frá einu ári til annars. Landsframleiðsla gerir grein fyrir ráðstöfun fjármuna sem verða til í efnahagskerfinu. Þegar búið er að draga frá afskriftir og skuldir er talað um verga landsframleiðslu. Undirstaða hagvaxtar eru fjárfestingar og nýsköpun sem eru grunnurinn að aukningu samkeppnishæfni. Virk samkeppni leiðir meðal annars til betri vara og þjónustu, ábyrgari rekstur og frekari nýsköpunar og framfara atvinnulífs. Fjölmargir tengja skattalækkanir við aukinn niðurskurð í opinberum rekstri. Á tíunda áratug síðustu aldar urðu Finnar fyrir djúpri efnahagskreppu. Verg landsframleiðsla þeirra dróst saman um 11%, gengið féll um 40%, fasteigaverð lækkaði um 50%, atvinnuleysið fór úr 3% í 18,4% og skuldabyrði almennings og fyrirtæka varð gífurleg. Tekjuskattur varð meðal hinna hæstu sem þekkjast í heiminum. Hið opinbera var fjársvelt og gripið var til þeirra ráða að veita fé til atvinnulífsins og skattar voru lækkaðir samtals um 20%. Aðgerðirnar áttu að örva efnahagsaðstæður og lögð var áhersla á útflutningsgreinar. Aðgerðir Finna voru álitnar glapræði. Reyndin var hinsvegar sú að aðgerðirnar stuðluðu að aukningu í verðmætasköpun, útflutningi (aukinn gjaldeyrisforði), fjárfestingum, nýsköpun og hagvöxtur jókst. Skattalækkanirnar örvuðu atvinnulífið og á örfáum árum varð Finnland meðal samkeppnishæfustu þjóða heims. Hagfræðingar á borð við Krugman og Stiglitz hafa bent á að með því að stækka kökuna verða skuldir mun viðráðanlegri, eins og Finnar komust að, og stefna frjálshyggjunnar sem einkennist af niðurskurðar- og samdráttarúrræðum er ekki líkleg til árangurs. Stjórnvöld þurfa að beita örvandi aðgerðum til að koma atvinnulífinu áfram. Slíkar aðferðir leiða til aukins hagvaxtar og þar með aukinnar velferðar. Aðgerðir núverandi ríkisstjórnar eru í anda frjálshyggjunnar. Töfralausnir eru ekki til. Það tekur nokkur ár að auka hagvöxt, ná stöðugleika og draga verulega úr almennum skuldavanda. Forgangsmál Sjálfstæðisflokksins er að horfa til framtíðar og ná þannig að stækka kökuna til langs tíma. Efla þarf atvinnulífið, lækka skatta og auka ráðstöfunartekjur og takast á við skuldavanda heimilanna. Með eflingu atvinnulífs aukast fjárfestingar og nýsköpun sem stuðar að hagvexti og stöðugleika. Lækkun skatta á fyrirtæki eykur meðal annars svigrúm til nýráðninga og hærri launaveitinga. Lækkun skatta á einstaklinga eykur ráðstöfunartekjur heimilanna og léttir rekstur þeirra. Samanlagt auka aðgerðirnar velferð og samkeppnishæfni Íslands.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar