Nú er komið að því að nota heilann og kjósa rétt Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 25. apríl 2013 06:00 Kæri kjósandi, nær og fjær. Ég skrifa þessa grein með einfaldan tilgang í huga, ég vil biðla til þín að mæta á kjörstað 27. apríl, nýta lýðræðislegan rétt þinn og kjósa. Ég ætla reyndar að biðja þig um að gera aðeins meira en bara að kjósa. Hér á landi er kosningakerfið svo skakkt að flokkar þurfa að fá 5% atkvæða svo þeir fái eitt atkvæði talið gilt. Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem birtist 24. apríl eða í kosningavikunni munu 10% atkvæða falla úr gildi sökum þessa. Það þýðir að 10% þjóðarinnar mun ekki eiga fulltrúa inni á Alþingi Íslendinga. Þetta hefur einnig þau áhrif að þeir flokkar sem hljóta kjör inn á þing þurfa hlutfallslega minna fylgi kjósenda á bak við sig til að mynda ríkisstjórn. Sem dæmi má taka að ef kosningar færu líkt og könnun Fréttablaðsins gefur til kynna myndu Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn geta myndað ríkisstjórn með 57% þingsæta þrátt fyrir að hafa aðeins stuðning 49,7% þjóðarinnar. Það liggur í augum uppi að það er galli í kerfinu og við verðum að viðurkenna það. Í Frakklandi er kosið í tveimur umferðum. Í fyrri umferðinni er mögulegt að styðja frambjóðendur sem eiga litla möguleika á að hljóta kosningu án þess að það hafi áhrif á niðurstöður kosninganna. Þær ákvarðast því oftar en ekki af seinni umferðinni, þar sem valið stendur á milli þeirra sem náðu kjöri. Frakkar eiga máltæki um hvernig þeir nýta sér þetta fyrirkomulag en „í fyrstu umferð á að kjósa með hjartanu en í þeirri seinni með heilanum“. Nú er komið að því að kjósa með heilanum. Það er falleg hugsun að kjósa með hjartanu og má segja að við höfum verið að gera það í skoðanakönnunum undanfarnar vikur. Niðurstöður liggja fyrir og núna er kominn tími til að velja á milli þeirra flokka sem munu ná inn á þing. Vilt þú eiga fulltrúa inni á Alþingi eða vilt þú kasta atkvæði þínu á glæ og styðja á sama tíma ríkisstjórn B&D? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Guðmundur Ari Sigurjónsson Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Kæri kjósandi, nær og fjær. Ég skrifa þessa grein með einfaldan tilgang í huga, ég vil biðla til þín að mæta á kjörstað 27. apríl, nýta lýðræðislegan rétt þinn og kjósa. Ég ætla reyndar að biðja þig um að gera aðeins meira en bara að kjósa. Hér á landi er kosningakerfið svo skakkt að flokkar þurfa að fá 5% atkvæða svo þeir fái eitt atkvæði talið gilt. Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem birtist 24. apríl eða í kosningavikunni munu 10% atkvæða falla úr gildi sökum þessa. Það þýðir að 10% þjóðarinnar mun ekki eiga fulltrúa inni á Alþingi Íslendinga. Þetta hefur einnig þau áhrif að þeir flokkar sem hljóta kjör inn á þing þurfa hlutfallslega minna fylgi kjósenda á bak við sig til að mynda ríkisstjórn. Sem dæmi má taka að ef kosningar færu líkt og könnun Fréttablaðsins gefur til kynna myndu Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn geta myndað ríkisstjórn með 57% þingsæta þrátt fyrir að hafa aðeins stuðning 49,7% þjóðarinnar. Það liggur í augum uppi að það er galli í kerfinu og við verðum að viðurkenna það. Í Frakklandi er kosið í tveimur umferðum. Í fyrri umferðinni er mögulegt að styðja frambjóðendur sem eiga litla möguleika á að hljóta kosningu án þess að það hafi áhrif á niðurstöður kosninganna. Þær ákvarðast því oftar en ekki af seinni umferðinni, þar sem valið stendur á milli þeirra sem náðu kjöri. Frakkar eiga máltæki um hvernig þeir nýta sér þetta fyrirkomulag en „í fyrstu umferð á að kjósa með hjartanu en í þeirri seinni með heilanum“. Nú er komið að því að kjósa með heilanum. Það er falleg hugsun að kjósa með hjartanu og má segja að við höfum verið að gera það í skoðanakönnunum undanfarnar vikur. Niðurstöður liggja fyrir og núna er kominn tími til að velja á milli þeirra flokka sem munu ná inn á þing. Vilt þú eiga fulltrúa inni á Alþingi eða vilt þú kasta atkvæði þínu á glæ og styðja á sama tíma ríkisstjórn B&D?
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun