Nýr og skýr valkostur Eldar Ástþórsson skrifar 25. apríl 2013 06:00 Fyrir rúmum tveim árum kom ég að stofnun nýs stjórnmálaflokks sem síðar fékk heitið Björt framtíð. Að flokknum stendur fólk sem kemur víða að og hefur að stórum hluta ekki komið nálægt flokkspólitík áður. Margir koma einnig úr ranni Besta flokksins í Reykjavík og sveitastjórnarmálum á landsbyggðinni. Markmiðið hefur frá upphafi verið að nálgast stjórnmálin með nýjum hætti. Í fyrstu, þegar fylgi framboðsins mældist við og undir 5%, fengum við gott ráðrúm til að kynna okkar stefnu og fólk. Í kjölfar þess að kjósendur sýndu stefnumálum okkar og nýrri nálgun frekari áhuga breyttist þó ýmislegt. Sumir aðrir frambjóðendur hafa undanfarið ekki ekki látið sér nægja að lýsa yfir frati á stefnu Bjartrar framtíðar, heldur slegið því fram á opinberum vettvangi að framboðið sé ekki annað „hækja“ annara framboðslista, „lítil“ úgáfa af flokkum sem fyrir eru. Yfirlýsingar sem þessar eru augljóslega gerðar í þeim tilgangi að veiða atkvæði til handa sjálfum sér. Í viðleitni annarra til að gera Bjarta framtíð að öðru stjórnmálaafli en það er í raun hafa stjórnmálaleiðtogar jafnvel gengið svo langt að tala um framboðið sem útibú í eigin flokki. Lýst því yfir að stefna okkar sé þunn og hafi að mestu komið fram áður. Margur heldur sig mig. Ég hvet íslenska kjósendur til að láta ekki ekki aðra pólitíkusa segja sér hvað Björt framtíð er og stendur fyrir. Taka frekar upplýsta ákvörðun og kynna sér framboðið, áherslurnar og fólkið sem þar býður fram krafta sína. Stefna okkar er skýr og afdráttarlaus. Við stundum ekki kosningaloforðspólitík. Við viljum klára samningana við Evrópusambandið og treystum þjóðinni til að ákveða framhaldið í bindandi þjóðaratkvæðisgreiðslu. Við erum óhrædd við að skoða nýja nálgun og breytingar á kerfinu. Við erum ekki í hagsmunagæslu fyrir ákveðna hópa heldur viljum vinna að bjartri framtíð fyrir allt Ísland. Við viljum auka aðgengi almennings að upplýsingum og setja alla opinbera þjónustu á einn stað á netinu. Auka gæði heilbrigðis- og menntakerfis, örva atvinnulífið og gera það fjölbreyttara. Við teljum nauðsynlegt skilgreina hver grunnþjónusta íbúa landsins sé sem lið í að sporna gegn fólksflótta úr byggðum landsins. Ef landsbyggðarþróun undanfarina ára heldur áfram fer illa, líf okkar Íslendinga verður fábreyttara. Björt framtíð er ekki ginnkeypt fyrir forsjárhyggju. Við viljum standa vörð um mannréttindi og að allar lagasetningar og stjórnvaldsaðgerðir taki mið af frelsi einstaklinga og samfélagshópa til sjálfstæðra, skapandi og ábyrgra athafna. Um nóg er að velja í kosningunum á laugardaginn. Bæði flokkar sem verið hafa verið við völd síðustu ár og áratugi, en einnig ný framboð. Við erum einn valkostur af mörgum. Sem nýtt framboð höfum ekki sama fjármagn og slagkraft og eldri framboðin til auglýsinga í sjónvarpi og dagblöðum. En ég vil hvetja þig kjósandi góður til að kynna þér Bjarta framtíð, stefnu okkar og fjölbreyttan hóp frambjóðenda. Breytum stjórnmálunum. Vinnum að friði. Tölum af virðingu og sanngirni um hvert annað Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Skoðun Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum tveim árum kom ég að stofnun nýs stjórnmálaflokks sem síðar fékk heitið Björt framtíð. Að flokknum stendur fólk sem kemur víða að og hefur að stórum hluta ekki komið nálægt flokkspólitík áður. Margir koma einnig úr ranni Besta flokksins í Reykjavík og sveitastjórnarmálum á landsbyggðinni. Markmiðið hefur frá upphafi verið að nálgast stjórnmálin með nýjum hætti. Í fyrstu, þegar fylgi framboðsins mældist við og undir 5%, fengum við gott ráðrúm til að kynna okkar stefnu og fólk. Í kjölfar þess að kjósendur sýndu stefnumálum okkar og nýrri nálgun frekari áhuga breyttist þó ýmislegt. Sumir aðrir frambjóðendur hafa undanfarið ekki ekki látið sér nægja að lýsa yfir frati á stefnu Bjartrar framtíðar, heldur slegið því fram á opinberum vettvangi að framboðið sé ekki annað „hækja“ annara framboðslista, „lítil“ úgáfa af flokkum sem fyrir eru. Yfirlýsingar sem þessar eru augljóslega gerðar í þeim tilgangi að veiða atkvæði til handa sjálfum sér. Í viðleitni annarra til að gera Bjarta framtíð að öðru stjórnmálaafli en það er í raun hafa stjórnmálaleiðtogar jafnvel gengið svo langt að tala um framboðið sem útibú í eigin flokki. Lýst því yfir að stefna okkar sé þunn og hafi að mestu komið fram áður. Margur heldur sig mig. Ég hvet íslenska kjósendur til að láta ekki ekki aðra pólitíkusa segja sér hvað Björt framtíð er og stendur fyrir. Taka frekar upplýsta ákvörðun og kynna sér framboðið, áherslurnar og fólkið sem þar býður fram krafta sína. Stefna okkar er skýr og afdráttarlaus. Við stundum ekki kosningaloforðspólitík. Við viljum klára samningana við Evrópusambandið og treystum þjóðinni til að ákveða framhaldið í bindandi þjóðaratkvæðisgreiðslu. Við erum óhrædd við að skoða nýja nálgun og breytingar á kerfinu. Við erum ekki í hagsmunagæslu fyrir ákveðna hópa heldur viljum vinna að bjartri framtíð fyrir allt Ísland. Við viljum auka aðgengi almennings að upplýsingum og setja alla opinbera þjónustu á einn stað á netinu. Auka gæði heilbrigðis- og menntakerfis, örva atvinnulífið og gera það fjölbreyttara. Við teljum nauðsynlegt skilgreina hver grunnþjónusta íbúa landsins sé sem lið í að sporna gegn fólksflótta úr byggðum landsins. Ef landsbyggðarþróun undanfarina ára heldur áfram fer illa, líf okkar Íslendinga verður fábreyttara. Björt framtíð er ekki ginnkeypt fyrir forsjárhyggju. Við viljum standa vörð um mannréttindi og að allar lagasetningar og stjórnvaldsaðgerðir taki mið af frelsi einstaklinga og samfélagshópa til sjálfstæðra, skapandi og ábyrgra athafna. Um nóg er að velja í kosningunum á laugardaginn. Bæði flokkar sem verið hafa verið við völd síðustu ár og áratugi, en einnig ný framboð. Við erum einn valkostur af mörgum. Sem nýtt framboð höfum ekki sama fjármagn og slagkraft og eldri framboðin til auglýsinga í sjónvarpi og dagblöðum. En ég vil hvetja þig kjósandi góður til að kynna þér Bjarta framtíð, stefnu okkar og fjölbreyttan hóp frambjóðenda. Breytum stjórnmálunum. Vinnum að friði. Tölum af virðingu og sanngirni um hvert annað
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar