Traustur efnahagur og spennandi störf Einar Bergmundur skrifar 25. apríl 2013 06:00 Lyft hefur verið grettistaki við stjórn efnahagsmála og ríkisfjármála á þessu kjörtímabili við fordæmalaust erfiðar aðstæður. Rekstur ríkissjóðs er nú kominn í jafnvægi, en ljóst er að þar þarf að gæta aðhalds næstu ár til að ríkið geti greitt niður skuldir. Þá tekur að draga úr vaxtagreiðslum og meiru verður hægt að verja í velferð og uppbyggingu. Samhliða þarf að örva hagkerfið, líkt og lagt hefur verið upp með í fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar, og ýta þannig undir hagvöxt sem byggir á fjölbreyttum atvinnurekstri. Fjárfesting í rannsóknum og nýsköpun mun skapa fjölbreytt störf og nýjan auð. Sama má segja um fjárfestingu í skapandi greinum.Verkefni á sviði kynjaðrar hagstjórnar hafa veitt mikilvægar upplýsingar um samfélagsleg áhrif fjárlaga og er brýnt að halda áfram innleiðingu hennar. Verkefnin framundan í efnahagsmálum eru ærin. Meðal annars þarf að losa um aflandskrónur samkvæmt þeirri áætlun sem samþykkt hefur verið og gerir ráð fyrir útgönguskatti á þá fjármuni. Lykilorðin verða aðhaldssemi og örvun án þess að gengið sé á ósjálfbæran hátt á auðlindir landsins. Að loknum erfiðum niðurskurði og breytingum á skattkerfinu, jafnt til tekjuöflunar og aukins jafnaðar í senn, hefur stöðugleiki náðst. Velferðarstjórnin kom á þrepaskiptu skattkerfi þannig að hinir tekjuhæstu beri hlutfallslega meiri byrðar en þeir sem minnst hafa á milli handanna eins og tíðkast annars staðar á Norðurlöndum. Vinstri græn munu verja þrepaskipta skattkerfið með kjafti og klóm, hvort heldur í stjórn eða stjórnarandstöðu. Vinstrihreyfingin – grænt framboð vill auka lýðræði innan fyrirtækja og stofnana þannig að starfsfólk kjósi fulltrúa í stjórnir og umboð stjórnenda verði endurnýjað reglulega. Gera þarf breytingar á lögum um samvinnufélög til að tryggja rekstrarform fyrirtækja sem byggð eru upp á lýðræðislegan hátt. Við Vinstri græn viljum sjá fjölbreytt atvinnulíf með öflugu og ánægðu starfsfólki. Á Íslandi eru góðar aðstæður – og full ástæða – til að halda áfram að efla hér og þróa farsælt og gott velferðarsamfélag, samfélag fjölbreytni, menningar og fyllstu mannréttinda. Framtíðin er björt, bæði fyrir okkur og arftaka okkar. Við Vinsti græn stefnum á sjálfbært Ísland! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Lyft hefur verið grettistaki við stjórn efnahagsmála og ríkisfjármála á þessu kjörtímabili við fordæmalaust erfiðar aðstæður. Rekstur ríkissjóðs er nú kominn í jafnvægi, en ljóst er að þar þarf að gæta aðhalds næstu ár til að ríkið geti greitt niður skuldir. Þá tekur að draga úr vaxtagreiðslum og meiru verður hægt að verja í velferð og uppbyggingu. Samhliða þarf að örva hagkerfið, líkt og lagt hefur verið upp með í fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar, og ýta þannig undir hagvöxt sem byggir á fjölbreyttum atvinnurekstri. Fjárfesting í rannsóknum og nýsköpun mun skapa fjölbreytt störf og nýjan auð. Sama má segja um fjárfestingu í skapandi greinum.Verkefni á sviði kynjaðrar hagstjórnar hafa veitt mikilvægar upplýsingar um samfélagsleg áhrif fjárlaga og er brýnt að halda áfram innleiðingu hennar. Verkefnin framundan í efnahagsmálum eru ærin. Meðal annars þarf að losa um aflandskrónur samkvæmt þeirri áætlun sem samþykkt hefur verið og gerir ráð fyrir útgönguskatti á þá fjármuni. Lykilorðin verða aðhaldssemi og örvun án þess að gengið sé á ósjálfbæran hátt á auðlindir landsins. Að loknum erfiðum niðurskurði og breytingum á skattkerfinu, jafnt til tekjuöflunar og aukins jafnaðar í senn, hefur stöðugleiki náðst. Velferðarstjórnin kom á þrepaskiptu skattkerfi þannig að hinir tekjuhæstu beri hlutfallslega meiri byrðar en þeir sem minnst hafa á milli handanna eins og tíðkast annars staðar á Norðurlöndum. Vinstri græn munu verja þrepaskipta skattkerfið með kjafti og klóm, hvort heldur í stjórn eða stjórnarandstöðu. Vinstrihreyfingin – grænt framboð vill auka lýðræði innan fyrirtækja og stofnana þannig að starfsfólk kjósi fulltrúa í stjórnir og umboð stjórnenda verði endurnýjað reglulega. Gera þarf breytingar á lögum um samvinnufélög til að tryggja rekstrarform fyrirtækja sem byggð eru upp á lýðræðislegan hátt. Við Vinstri græn viljum sjá fjölbreytt atvinnulíf með öflugu og ánægðu starfsfólki. Á Íslandi eru góðar aðstæður – og full ástæða – til að halda áfram að efla hér og þróa farsælt og gott velferðarsamfélag, samfélag fjölbreytni, menningar og fyllstu mannréttinda. Framtíðin er björt, bæði fyrir okkur og arftaka okkar. Við Vinsti græn stefnum á sjálfbært Ísland!
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun