Allir vilja vinna Valgerður Magnúsdóttir skrifar 26. apríl 2013 06:00 Frá því að núverandi ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum við afar erfiðar aðstæður hefur mikill árangur náðst þótt enn sé verk að vinna. Gríðarlegum halla á ríkissjóði hefur verið breytt í jöfnuð. Atvinnulífið hefur tekið við sér, hagvöxtur aukist og atvinnuleysi minnkað úr 8,1% í febrúar 2009 í 4,7% í febrúar 2013. Þakka má margs konar aðgerðum, svo sem námskeiðum fyrir ungt fólk í atvinnuleit, styrkveitingum og átakinu „Allir vinna“, sem hefur verið framlengt til 1. janúar 2014. Nýliðinn landsfundur Samfylkingarinnar gerði samþykkt um eitt samfélag fyrir alla, jöfn tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu og aðstoð í samræmi við þarfir. Til þess þarf að samræma lög um velferðarþjónustu þannig að skóla-, félags- og heilbrigðisþjónusta myndi eina heild og þjóni öllum jafnt. Öllum þarf að tryggja mannsæmandi lífsviðurværi. Samhjálp á að efla sérhvern einstakling til að nýta hæfileika sína, sér og öðrum til hagsbóta, en ekki vera ölmusa. Möguleikar á endurhæfingu eru nú fleiri og betri. Áfram þarf að halda á þeirri braut því virkni eykur lífsgæði og allir vilja vinna. Mikilvægt er að allir eigi kost á góðri endurhæfingu en nú anna tilboð ekki eftirspurn og tengjast ekki umsóknum um lífeyri með skilvirkum hætti. Tryggingabætur og jafnvel atvinnuleysisbætur eru hærri en lægstu laun, þannig að hvati til starfs verður takmarkaður. Það á hins vegar að borga sig fyrir alla að vinna. Með því ná einstaklingar, fjölskyldur og þjóðin öll árangri. Í annarri efnisgrein í stefnuyfirlýsingu Samfylkingarinnar segir: „Það er grundvallarsjónarmið Samfylkingarinnar að sérhverjum einstaklingi verði tryggð skilyrði til að rækta hæfileika sína og nýta í þágu eigin velferðar, samfélags síns og komandi kynslóða.“ Þegar þessi sjónarmið eru höfð að leiðarljósi vinna allir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Frá því að núverandi ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum við afar erfiðar aðstæður hefur mikill árangur náðst þótt enn sé verk að vinna. Gríðarlegum halla á ríkissjóði hefur verið breytt í jöfnuð. Atvinnulífið hefur tekið við sér, hagvöxtur aukist og atvinnuleysi minnkað úr 8,1% í febrúar 2009 í 4,7% í febrúar 2013. Þakka má margs konar aðgerðum, svo sem námskeiðum fyrir ungt fólk í atvinnuleit, styrkveitingum og átakinu „Allir vinna“, sem hefur verið framlengt til 1. janúar 2014. Nýliðinn landsfundur Samfylkingarinnar gerði samþykkt um eitt samfélag fyrir alla, jöfn tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu og aðstoð í samræmi við þarfir. Til þess þarf að samræma lög um velferðarþjónustu þannig að skóla-, félags- og heilbrigðisþjónusta myndi eina heild og þjóni öllum jafnt. Öllum þarf að tryggja mannsæmandi lífsviðurværi. Samhjálp á að efla sérhvern einstakling til að nýta hæfileika sína, sér og öðrum til hagsbóta, en ekki vera ölmusa. Möguleikar á endurhæfingu eru nú fleiri og betri. Áfram þarf að halda á þeirri braut því virkni eykur lífsgæði og allir vilja vinna. Mikilvægt er að allir eigi kost á góðri endurhæfingu en nú anna tilboð ekki eftirspurn og tengjast ekki umsóknum um lífeyri með skilvirkum hætti. Tryggingabætur og jafnvel atvinnuleysisbætur eru hærri en lægstu laun, þannig að hvati til starfs verður takmarkaður. Það á hins vegar að borga sig fyrir alla að vinna. Með því ná einstaklingar, fjölskyldur og þjóðin öll árangri. Í annarri efnisgrein í stefnuyfirlýsingu Samfylkingarinnar segir: „Það er grundvallarsjónarmið Samfylkingarinnar að sérhverjum einstaklingi verði tryggð skilyrði til að rækta hæfileika sína og nýta í þágu eigin velferðar, samfélags síns og komandi kynslóða.“ Þegar þessi sjónarmið eru höfð að leiðarljósi vinna allir.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar