Sjálfstæðið Þorsteinn Eggertsson skrifar 26. apríl 2013 06:00 Evrópusambandið er ekki ríki, heldur samtök sjálfstæðra þjóða. EFTA og Sameinuðu þjóðirnar eru, sömuleiðis, samtök sjálfstæðra þjóða. Bandaríkin eru, hins vegar, ríki eða ríkjasamband. Íslendingar töpuðu sjálfstæði sínu í hendur Norðmanna árið 1262 og árið 1428 létu Norðmenn Dani fá Ísland í skiptum fyrir eigið sjálfstæði. Ísland varð síðan sjálfstætt, að nafninu til, árið 1918 og varð sjálfstætt lýðveldi, að nafninu til, árið 1944. Þá var landið að vísu hernumið og erlendur her yfirgaf það ekki fyrr en árið 2006. Þá komst á einhvers konar sjálfstæði; útrásarvíkingatíminn – sem líktist Sturlungaöld að ýmsu leyti. Það tímabil ríkti fram á haustið 2008 þegar efnahagshrunið skall á. Ísland er eitt af aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna og getur því samþykkt eða synjað ýmsum sáttmálum sem þaðan koma, á sama hátt og önnur sjálfstæð ríki. Það sama á við um Evrópusambandið – upp að vissu marki. Íslendingar eru aðilar að svokölluðum EES-samningi (eins og aðildarríki ESB eru), en hefur þó engin áhrif á þann samning. Til þess þyrfti það að vera í ESB. Hins vegar heyrist rödd Íslands oft hjá Sameinuðu þjóðunum, enda eru Íslendingar aðilar að þeim samtökum. Margir halda að Íslendingar missi sjálfstæði sitt ef Ísland gengur í ESB. Það er svona álíka rökrétt og ef Sandgerðingar og Garðmenn misstu sjálfsögð íbúaréttindi við að gerast aðilar að sameinuðu sveitarfélagi sem eftirleiðis héti Suðurnes. Sum af ríkjunum innan Evrópusambandsins hafa farið fullfrjálslega með frelsi sitt, s.s. Grikkland og Spánn. Auðvitað er það, fyrst og fremst, þeirra vandamál, en önnur ríki ESB hafa þá reynt að koma þessum óráðsíuríkjum til hjálpar. Þau þyrftu t.d. ekki að rétta Rússum hjálparhönd ef illa færi að ára fyrir þeim fjárhagslega, einfaldlega vegna þess að Rússland er ekki eitt af aðildarríkjum ESB. Og hvort Íslendingar þyrftu að taka upp evru ef þeir gengju í ESB? Það er þeim algerlega í sjálfsvald sett. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Evrópusambandið er ekki ríki, heldur samtök sjálfstæðra þjóða. EFTA og Sameinuðu þjóðirnar eru, sömuleiðis, samtök sjálfstæðra þjóða. Bandaríkin eru, hins vegar, ríki eða ríkjasamband. Íslendingar töpuðu sjálfstæði sínu í hendur Norðmanna árið 1262 og árið 1428 létu Norðmenn Dani fá Ísland í skiptum fyrir eigið sjálfstæði. Ísland varð síðan sjálfstætt, að nafninu til, árið 1918 og varð sjálfstætt lýðveldi, að nafninu til, árið 1944. Þá var landið að vísu hernumið og erlendur her yfirgaf það ekki fyrr en árið 2006. Þá komst á einhvers konar sjálfstæði; útrásarvíkingatíminn – sem líktist Sturlungaöld að ýmsu leyti. Það tímabil ríkti fram á haustið 2008 þegar efnahagshrunið skall á. Ísland er eitt af aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna og getur því samþykkt eða synjað ýmsum sáttmálum sem þaðan koma, á sama hátt og önnur sjálfstæð ríki. Það sama á við um Evrópusambandið – upp að vissu marki. Íslendingar eru aðilar að svokölluðum EES-samningi (eins og aðildarríki ESB eru), en hefur þó engin áhrif á þann samning. Til þess þyrfti það að vera í ESB. Hins vegar heyrist rödd Íslands oft hjá Sameinuðu þjóðunum, enda eru Íslendingar aðilar að þeim samtökum. Margir halda að Íslendingar missi sjálfstæði sitt ef Ísland gengur í ESB. Það er svona álíka rökrétt og ef Sandgerðingar og Garðmenn misstu sjálfsögð íbúaréttindi við að gerast aðilar að sameinuðu sveitarfélagi sem eftirleiðis héti Suðurnes. Sum af ríkjunum innan Evrópusambandsins hafa farið fullfrjálslega með frelsi sitt, s.s. Grikkland og Spánn. Auðvitað er það, fyrst og fremst, þeirra vandamál, en önnur ríki ESB hafa þá reynt að koma þessum óráðsíuríkjum til hjálpar. Þau þyrftu t.d. ekki að rétta Rússum hjálparhönd ef illa færi að ára fyrir þeim fjárhagslega, einfaldlega vegna þess að Rússland er ekki eitt af aðildarríkjum ESB. Og hvort Íslendingar þyrftu að taka upp evru ef þeir gengju í ESB? Það er þeim algerlega í sjálfsvald sett.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun