Feluleikur lýðræðis Pétur Fjeldsted Einarsson skrifar 26. apríl 2013 06:00 Skrumskæling lýðræðis er leiðin til glötunar. Að telja fólki trú um að setja „X“ á blað á 4. ára fresti hafi mikið með lýðræði að gera, hlýtur að vera einhver mesta blekking sögunnar. Þessi blekkingarleikur elur af sér samþjöppun valds og einhæfni í lagasetningu. Kjörnir fulltrúar tengjast vafasömum skúmaskotum þröngra sérhagsmuna. Hrossakaup og baktjaldamakk er partur af pólitískri tugþraut. Dómarar vel valdir og skipaðir. Embættismannakerfið rótgróinn fléttulisti fjórflokksins. Vinavæðingin þéttriðin. Ráðningaferli seðlabankastjóra lélegur brandari til áratuga. Forseti Íslands er eini þjóðkjörni fulltrúinn í æðstu valdastöðu. Ráðamenn ræða helst við þjóðina í fjölmiðlum. Umfjöllun fjölmiðla bítur seint og illa. Þar er bæði um að kenna hagsmunatengslum í bland við þekkingar- og tímaskort. Einstaka starfsmenn fjölmiðla virðast hafa einlægan vilja til upplýsingagjafar og eiga hrós skilið fyrir viðleitni, en það ristir sjaldan djúpt og gerir lítið gagn. Umfjöllun fjölmiðla, í undanfara bankahrunsins árið 2008, segir allt sem segja þarf. Mér er til efs að einhver hafi spurt opinberlega „hver ber ábyrgð á Icesave ef illa fer?“ svo dæmi sé tekið. Einfaldar spurningar af þessu tagi hefðu mögulega getað sparað íslensku þjóðinni umtalsverða fjármuni og tíma.Fulltrúar þjóðarinnar? Kjörnir fulltrúar ættu að tryggja ríkisbúskapinn en tekst það mjög takmarkað, að mínu mati. Ástæðan er sennilega valdagræðgi, eiginhagsmunapot og skortur á fjármálalæsi. Eitt er þó verra en gjörsamlega gagnslaus snyrtipinni og jafnvel skaðvaldur í sölum Alþingis. Það er illa upplýstur kjósandi, sem kemur honum til valda. Miðað við núverandi lýðræðisfyrirkomulag má líkja þessu við barn, sem kaupir áfengi handa virkum alkóhólista. Ekki fögur mynd. Allt of fáir taka allt of stórar ákvarðanir fyrir hönd þjóðarinnar, sem þjóðin er illa upplýst um, skilur lítið í og skiptir sér lítið af. Lýðræði, flokksræði, ráðherraræði, foringjaræði, þingræði, peningaræði og önnur hugtök af svipuðum toga, hafa verið notuð til þess að skilgreina grundvöll hins þrískipta valds, sem við búum við. Grunnurinn er hinsvegar skaðræði, sem leynist í núverandi lýðræðisfyrirkomulagi. Birtingarmyndin er fulltrúalýðræði með þingbundinni stjórn. Hversu gagnlegt var það í aðdraganda bankahrunsins? Við verðum að breyta fyrirkomulaginu frá skaðræði til raunverulegs lýðræðis, í besta skilningi þess hugtaks. Ég skora á frambjóðendur, hvar í flokki sem þeir standa, að pólitískt láti þeir hvorki hóta sér né kaupa, heldur standi í lappirnar á grundvelli almannahagsmuna, ásamt því að fullnægja kröfu um fjármálalæsi.Úrbætur Fjármálaöryggi þjóðarinnar á að hámarka en ekki kollvarpa. Kjósendur verða að gera kröfur til frambjóðenda. Það er að hluta kjósendum að kenna, eða þakka, hvernig fer. Hugtökin hægri og vinstri virðast skipta fólk litlu máli, sem reynir frekar að átta sig á hvað snýr upp og hvað snýr niður. Á þessu þarf að skerpa. Stefnu ráðandi afla verða að fylgja skýr skilyrði. Í stjórnsýslunni þarf harðari varnagla. Hér verða að eiga sér stað áþreifanlegar úrbætur, t.d. á fjármálakerfi, hagstjórn, lýðræði, umfjöllun fjölmiðla um stjórnmál og fjármál, auk kennslu í fjármálalæsi á öllum skólastigum. Venjulegir kjósendur og skattgreiðendur geta ekki setið aðgerðalausir. Okkur ber siðferðileg skylda til þess að sinna öflugu aðhaldi og virku eftirliti, ásamt því að krefjast úrbóta og fylgja þeirri kröfu eftir. Orðin tóm eru aum en verkin tala best. Öll verðum við að leggja lóð okkar á vogarskálina, ekki vegna þess sem við fáum, heldur þrátt fyrir að færa fórnir. Í þeirri frómu ósk felst hagur þjóðarinnar, öryggi og styrkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Skrumskæling lýðræðis er leiðin til glötunar. Að telja fólki trú um að setja „X“ á blað á 4. ára fresti hafi mikið með lýðræði að gera, hlýtur að vera einhver mesta blekking sögunnar. Þessi blekkingarleikur elur af sér samþjöppun valds og einhæfni í lagasetningu. Kjörnir fulltrúar tengjast vafasömum skúmaskotum þröngra sérhagsmuna. Hrossakaup og baktjaldamakk er partur af pólitískri tugþraut. Dómarar vel valdir og skipaðir. Embættismannakerfið rótgróinn fléttulisti fjórflokksins. Vinavæðingin þéttriðin. Ráðningaferli seðlabankastjóra lélegur brandari til áratuga. Forseti Íslands er eini þjóðkjörni fulltrúinn í æðstu valdastöðu. Ráðamenn ræða helst við þjóðina í fjölmiðlum. Umfjöllun fjölmiðla bítur seint og illa. Þar er bæði um að kenna hagsmunatengslum í bland við þekkingar- og tímaskort. Einstaka starfsmenn fjölmiðla virðast hafa einlægan vilja til upplýsingagjafar og eiga hrós skilið fyrir viðleitni, en það ristir sjaldan djúpt og gerir lítið gagn. Umfjöllun fjölmiðla, í undanfara bankahrunsins árið 2008, segir allt sem segja þarf. Mér er til efs að einhver hafi spurt opinberlega „hver ber ábyrgð á Icesave ef illa fer?“ svo dæmi sé tekið. Einfaldar spurningar af þessu tagi hefðu mögulega getað sparað íslensku þjóðinni umtalsverða fjármuni og tíma.Fulltrúar þjóðarinnar? Kjörnir fulltrúar ættu að tryggja ríkisbúskapinn en tekst það mjög takmarkað, að mínu mati. Ástæðan er sennilega valdagræðgi, eiginhagsmunapot og skortur á fjármálalæsi. Eitt er þó verra en gjörsamlega gagnslaus snyrtipinni og jafnvel skaðvaldur í sölum Alþingis. Það er illa upplýstur kjósandi, sem kemur honum til valda. Miðað við núverandi lýðræðisfyrirkomulag má líkja þessu við barn, sem kaupir áfengi handa virkum alkóhólista. Ekki fögur mynd. Allt of fáir taka allt of stórar ákvarðanir fyrir hönd þjóðarinnar, sem þjóðin er illa upplýst um, skilur lítið í og skiptir sér lítið af. Lýðræði, flokksræði, ráðherraræði, foringjaræði, þingræði, peningaræði og önnur hugtök af svipuðum toga, hafa verið notuð til þess að skilgreina grundvöll hins þrískipta valds, sem við búum við. Grunnurinn er hinsvegar skaðræði, sem leynist í núverandi lýðræðisfyrirkomulagi. Birtingarmyndin er fulltrúalýðræði með þingbundinni stjórn. Hversu gagnlegt var það í aðdraganda bankahrunsins? Við verðum að breyta fyrirkomulaginu frá skaðræði til raunverulegs lýðræðis, í besta skilningi þess hugtaks. Ég skora á frambjóðendur, hvar í flokki sem þeir standa, að pólitískt láti þeir hvorki hóta sér né kaupa, heldur standi í lappirnar á grundvelli almannahagsmuna, ásamt því að fullnægja kröfu um fjármálalæsi.Úrbætur Fjármálaöryggi þjóðarinnar á að hámarka en ekki kollvarpa. Kjósendur verða að gera kröfur til frambjóðenda. Það er að hluta kjósendum að kenna, eða þakka, hvernig fer. Hugtökin hægri og vinstri virðast skipta fólk litlu máli, sem reynir frekar að átta sig á hvað snýr upp og hvað snýr niður. Á þessu þarf að skerpa. Stefnu ráðandi afla verða að fylgja skýr skilyrði. Í stjórnsýslunni þarf harðari varnagla. Hér verða að eiga sér stað áþreifanlegar úrbætur, t.d. á fjármálakerfi, hagstjórn, lýðræði, umfjöllun fjölmiðla um stjórnmál og fjármál, auk kennslu í fjármálalæsi á öllum skólastigum. Venjulegir kjósendur og skattgreiðendur geta ekki setið aðgerðalausir. Okkur ber siðferðileg skylda til þess að sinna öflugu aðhaldi og virku eftirliti, ásamt því að krefjast úrbóta og fylgja þeirri kröfu eftir. Orðin tóm eru aum en verkin tala best. Öll verðum við að leggja lóð okkar á vogarskálina, ekki vegna þess sem við fáum, heldur þrátt fyrir að færa fórnir. Í þeirri frómu ósk felst hagur þjóðarinnar, öryggi og styrkur.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar