Írinn borgar þrjár íbúðir en Íslendingurinn tvær Haraldur Ólafsson skrifar 26. apríl 2013 06:00 Fáar þjóðsögur eru lífseigari en sú að lánsfé sé óhemju dýrt á Íslandi, nema ef vera skyldi sú saga að með innlimun landsins í Evrópusambandið opnist flóðgáttir ódýrra peninga sem rigna muni yfir Íslendinga. Viðskiptablaðið hefur eftir ummæli Björgvins G. Sigurðssonar á Alþingi 13. mars sl. um að Íslendingar greiði sem nemur aukaíbúð umfram aðra í formi hárra vaxta. Í Fréttablaðinu 10. apríl segir Magnús Orri Schram að Íslendingar borgi miklu meira fyrir íbúðir en aðrir. Ekki ósvipað stef kveður Mörður Árnason í Fréttablaðinu 18. apríl og margir aðrir hafa haft svipuð orð, oft í sama mund og vistin í Evrópusambandinu er lofuð og prísuð. Raunvextir mæla verð á lánsfé, en það eru vextir að frádreginni verðbólgu. 7% vextir í 5% verðbólgu samsvara nærri 2% raunvöxtum. Fáir mundu telja slíkt leiguverð á peningum tilefni til sárra kvartana, þótt einhverjum gæti þótt 7% hátt hlutfall við fyrstu sýn. Miðað við verðbólgu 2012 og lán með föstum vöxtum til 5 ára í Arion banka eru raunvextir húsnæðisláns á Íslandi 2,3%. Í því evrulandi sem næst okkur er, Írlandi, eru raunvextir húsnæðislána í Írlandsbanka reiknaðir með sama hætti 3,6%. Að gefnum þessum forsendum óbreyttum og eins að tekið sé kúlulán fyrir öllu kaupverðinu má segja til samræmis við það orðfæri sem nú er vinsælt að eftir 30 ár borgi Íslendingurinn tæpar tvær íbúðir en Írinn tæpar þrjár íbúðir. Ekkert segir þó að þessi munur geti ekki breyst í hvora áttina sem er. Eins má vafalaust finna staði í Evrópu þar sem kjörin eru ýmist lakari eða betri fyrir lántaka en í Írlandsbanka. Íslendingar sem tekið hafa óverðtryggð lán hafa undanfarin ár borgað ívið minna fyrir húsnæðislán en ýmsir aðrir íbúar Evrópu, en það hefur ekki alltaf verið þannig. Raunvextir á Íslandi hafa oft verið1-2 prósentustigum hærri en í nágrannalöndunum. Það ætti ekki að koma á óvart. Vextir ráðast m.a. af aldri einstaklinga í samfélaginu og vilja til sparnaðar, en hvorugt vinnur með lágum vöxtum á Íslandi. Ekki er á hinn bóginn augljóst samhengi milli stærðar myntsvæða og raunvaxta, enda eru raunvextir ekki bara breytilegir í tíma heldur líka milli landa á sama myntsvæði og jafnvel milli hreppa í sama landi. Eins er peningur misdýr eftir því hver lánar. Það þekkja þeir sem flutt hafa viðskipti sín milli banka eða sjóða á Íslandi. Einhvern tímann gæti sú staða komið upp að verð á lánsfé verði hátt á Íslandi, svo hátt að menn vilji grípa í taumana. Þá eru hæg heimatökin, því til er kerfi vaxtabóta og fjármagnstekjuskatts sem stilla má með einu pennastriki. Nú þegar er það kerfi reyndar keyrt á fullu þrátt fyrir að raunvextir séu lágir. Nú er það svo að fyrrnefndir frambjóðendur sem tóku til máls um verð á lánsfé eru sómamenn, enda hafa þeir allir gefið kost á sér til að sinna fremur vanþakklátum þjónustustörfum fyrir þjóðina. Skiljanlega hafa þeir ekki haft tækifæri til að fara yfir skrýtnar vaxtatölur sem sveima um í umræðunni eins og draugar að nóttu. Þeim gefst vonandi góður tími til þess eftir kosningar. Aðrir ákafamenn um innlimun Íslands í Evrópusambandið ættu svo að leita að öðrum og betri rökum en að með aðild Íslands komi miklir og ódýrir leigupeningar. Sú leit gæti reynst erfið og þá er hægast að hætta henni og snúa sér að þarfari málum. Það yrði auðvitað best fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Haraldur Ólafsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Fáar þjóðsögur eru lífseigari en sú að lánsfé sé óhemju dýrt á Íslandi, nema ef vera skyldi sú saga að með innlimun landsins í Evrópusambandið opnist flóðgáttir ódýrra peninga sem rigna muni yfir Íslendinga. Viðskiptablaðið hefur eftir ummæli Björgvins G. Sigurðssonar á Alþingi 13. mars sl. um að Íslendingar greiði sem nemur aukaíbúð umfram aðra í formi hárra vaxta. Í Fréttablaðinu 10. apríl segir Magnús Orri Schram að Íslendingar borgi miklu meira fyrir íbúðir en aðrir. Ekki ósvipað stef kveður Mörður Árnason í Fréttablaðinu 18. apríl og margir aðrir hafa haft svipuð orð, oft í sama mund og vistin í Evrópusambandinu er lofuð og prísuð. Raunvextir mæla verð á lánsfé, en það eru vextir að frádreginni verðbólgu. 7% vextir í 5% verðbólgu samsvara nærri 2% raunvöxtum. Fáir mundu telja slíkt leiguverð á peningum tilefni til sárra kvartana, þótt einhverjum gæti þótt 7% hátt hlutfall við fyrstu sýn. Miðað við verðbólgu 2012 og lán með föstum vöxtum til 5 ára í Arion banka eru raunvextir húsnæðisláns á Íslandi 2,3%. Í því evrulandi sem næst okkur er, Írlandi, eru raunvextir húsnæðislána í Írlandsbanka reiknaðir með sama hætti 3,6%. Að gefnum þessum forsendum óbreyttum og eins að tekið sé kúlulán fyrir öllu kaupverðinu má segja til samræmis við það orðfæri sem nú er vinsælt að eftir 30 ár borgi Íslendingurinn tæpar tvær íbúðir en Írinn tæpar þrjár íbúðir. Ekkert segir þó að þessi munur geti ekki breyst í hvora áttina sem er. Eins má vafalaust finna staði í Evrópu þar sem kjörin eru ýmist lakari eða betri fyrir lántaka en í Írlandsbanka. Íslendingar sem tekið hafa óverðtryggð lán hafa undanfarin ár borgað ívið minna fyrir húsnæðislán en ýmsir aðrir íbúar Evrópu, en það hefur ekki alltaf verið þannig. Raunvextir á Íslandi hafa oft verið1-2 prósentustigum hærri en í nágrannalöndunum. Það ætti ekki að koma á óvart. Vextir ráðast m.a. af aldri einstaklinga í samfélaginu og vilja til sparnaðar, en hvorugt vinnur með lágum vöxtum á Íslandi. Ekki er á hinn bóginn augljóst samhengi milli stærðar myntsvæða og raunvaxta, enda eru raunvextir ekki bara breytilegir í tíma heldur líka milli landa á sama myntsvæði og jafnvel milli hreppa í sama landi. Eins er peningur misdýr eftir því hver lánar. Það þekkja þeir sem flutt hafa viðskipti sín milli banka eða sjóða á Íslandi. Einhvern tímann gæti sú staða komið upp að verð á lánsfé verði hátt á Íslandi, svo hátt að menn vilji grípa í taumana. Þá eru hæg heimatökin, því til er kerfi vaxtabóta og fjármagnstekjuskatts sem stilla má með einu pennastriki. Nú þegar er það kerfi reyndar keyrt á fullu þrátt fyrir að raunvextir séu lágir. Nú er það svo að fyrrnefndir frambjóðendur sem tóku til máls um verð á lánsfé eru sómamenn, enda hafa þeir allir gefið kost á sér til að sinna fremur vanþakklátum þjónustustörfum fyrir þjóðina. Skiljanlega hafa þeir ekki haft tækifæri til að fara yfir skrýtnar vaxtatölur sem sveima um í umræðunni eins og draugar að nóttu. Þeim gefst vonandi góður tími til þess eftir kosningar. Aðrir ákafamenn um innlimun Íslands í Evrópusambandið ættu svo að leita að öðrum og betri rökum en að með aðild Íslands komi miklir og ódýrir leigupeningar. Sú leit gæti reynst erfið og þá er hægast að hætta henni og snúa sér að þarfari málum. Það yrði auðvitað best fyrir alla.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar