Verðtrygginguna burt? Pétur Blöndal skrifar 26. apríl 2013 06:00 Fólk borgar af verðtryggðu láni og verðtryggðar eftirstöðvar hækka. Það lítur ekki vel út og er illskiljanlegt. Þegar fólk er svo búið að borga miklar og vaxandi greiðslur af láninu og alltaf hækka verðtryggðar eftirstöðvar þá brestur þolinmæðin og fólk segir burt með þessa verðtryggingu. Lánin sýnast hækka en í raun eru það krónurnar sem minnka. Verðtryggingu er ætlað að viðhalda verðgildi kröfu eða inneignar þannig að sá sem fékk lánað pakka af haframjöli 2008 skili líka fullum pakka af haframjöli í dag en ekki rúmlega hálfum pakka. Sjúkdómurinn er verðbólgan en ekki verðtryggingin. Auðvitað væri best að verðlag væri alltaf stöðugt, haframjölspakkinn kostaði alltaf það sama og ekki þyrfti að grípa til verðtryggingar. Nú kveður við sá tónn að afnema eigi verðtryggingu. Ekki er sagt hvernig. Þá koma þrír möguleikar til greina. 1. Banna verðtryggingu á ný lán. Þetta er nokkuð einfalt en við þurfum að gera okkur grein fyrir afleiðingunum. Fólk með lágar tekjur mun ekki geta keypt sér íbúð vegna þess að greiðslubyrðin verður of há með núverandi verðbólgu. Sá hópur fólks mun því ekki eignast íbúðina sína á 25 árum eða 40 árum eins og hinir, sem ráða við fyrstu greiðslurnar, sem lækka svo hratt vegna verðbólgunnar. 2. Banna verðtryggingu á þeim lánum sem nú eru í gildi. Þar er verið að grípa inn í gildandi samninga, sem ekki fær staðist nema með skaðabótum. En ef það næðist í gegn og fólk fengi óverðtryggða vexti í staðinn þá myndu margir ekki ráða við hækkun greiðslubyrðarinnar og lenda í miklum vandræðum. 3. Banna verðtryggingu aftur í tímann (annaðhvort aftur fyrir hrun eða alveg frá upphafi). Þar er verið að grípa inn í gildandi samninga og myndi kosta ríkissjóð verulega fjármuni. Það verður ekki gert nema með miklum skattahækkunum sem lendir verst á leigjendum sem ekki fá niðurfellingu lána til baka. Rétt er að geta þess að 60% nýrra íbúðalána eru óverðtryggð. Þess vegna leggjum við sjálfstæðismenn til að almenningur hafi val. Líka hjá Íbúðalánasjóði. Og svo þarf að lækna verðbólguna. Sjúkdóminn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Skoðun Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fólk borgar af verðtryggðu láni og verðtryggðar eftirstöðvar hækka. Það lítur ekki vel út og er illskiljanlegt. Þegar fólk er svo búið að borga miklar og vaxandi greiðslur af láninu og alltaf hækka verðtryggðar eftirstöðvar þá brestur þolinmæðin og fólk segir burt með þessa verðtryggingu. Lánin sýnast hækka en í raun eru það krónurnar sem minnka. Verðtryggingu er ætlað að viðhalda verðgildi kröfu eða inneignar þannig að sá sem fékk lánað pakka af haframjöli 2008 skili líka fullum pakka af haframjöli í dag en ekki rúmlega hálfum pakka. Sjúkdómurinn er verðbólgan en ekki verðtryggingin. Auðvitað væri best að verðlag væri alltaf stöðugt, haframjölspakkinn kostaði alltaf það sama og ekki þyrfti að grípa til verðtryggingar. Nú kveður við sá tónn að afnema eigi verðtryggingu. Ekki er sagt hvernig. Þá koma þrír möguleikar til greina. 1. Banna verðtryggingu á ný lán. Þetta er nokkuð einfalt en við þurfum að gera okkur grein fyrir afleiðingunum. Fólk með lágar tekjur mun ekki geta keypt sér íbúð vegna þess að greiðslubyrðin verður of há með núverandi verðbólgu. Sá hópur fólks mun því ekki eignast íbúðina sína á 25 árum eða 40 árum eins og hinir, sem ráða við fyrstu greiðslurnar, sem lækka svo hratt vegna verðbólgunnar. 2. Banna verðtryggingu á þeim lánum sem nú eru í gildi. Þar er verið að grípa inn í gildandi samninga, sem ekki fær staðist nema með skaðabótum. En ef það næðist í gegn og fólk fengi óverðtryggða vexti í staðinn þá myndu margir ekki ráða við hækkun greiðslubyrðarinnar og lenda í miklum vandræðum. 3. Banna verðtryggingu aftur í tímann (annaðhvort aftur fyrir hrun eða alveg frá upphafi). Þar er verið að grípa inn í gildandi samninga og myndi kosta ríkissjóð verulega fjármuni. Það verður ekki gert nema með miklum skattahækkunum sem lendir verst á leigjendum sem ekki fá niðurfellingu lána til baka. Rétt er að geta þess að 60% nýrra íbúðalána eru óverðtryggð. Þess vegna leggjum við sjálfstæðismenn til að almenningur hafi val. Líka hjá Íbúðalánasjóði. Og svo þarf að lækna verðbólguna. Sjúkdóminn.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar