Gleðilegt sumar! Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifar 26. apríl 2013 06:00 Sumarið er loksins komið. Þrátt fyrir að íslenska veðrið sé ekki alltaf í takt við tímasetningar dagatalsins, vitum við að nú verða dagarnir ekki aðeins lengri og bjartari, heldur verður krafturinn, vonin og bjartsýnin meiri. Þessi sumarbyrjun er líka sérlega ánægjuleg þar sem við fáum á sama tíma tækifæri til að gera breytingar til góðs á Íslandi, fjölga hér tækifærum og hefja uppbyggingu. Á morgun göngum við til kosninga sem snúast fyrst og fremst um það hvert við viljum stefna og hvernig við viljum haga málum næstu árin. Á morgun kjósum við um framtíðina. Við kjósum um ný tækifæri, ný vinnubrögð og nýja von. Ég hef átt þess kost að undanförnu að hitta margt fólk víða um land. Þau samtöl hafa sannfært mig um að viðfangsefni komandi kjörtímabils snúist einkum um þrennt. Í fyrsta lagi að lækka skatta með áherslu á að það gagnist sem best launþegum og auki ráðstöfunartekjur fjölskyldna. Í öðru lagi þarf að bregðast með raunhæfum og sanngjörnum hætti við skuldavanda heimilanna. Og í þriðja lagi þarf að sækja fram í atvinnulífinu og fjölga störfum með afnámi gjaldeyrishafta, einkaframtaki, og nýsköpun þannig að við getum tryggt traustan grunn fyrir þá velferðarþjónustu sem við viljum vernda. Þetta eru brýnustu viðfangsefnin. Þetta eru viðfangsefni sem snerta alla og það er skylda okkar sem störfum í stjórnmálum að hlusta, bretta upp ermar og vinna fyrir fólkið í landinu og með fólkinu í landinu. Þessi verkefni verða leyst sameiginlega af stjórnmálamönnum sem trúa á fólkið og af fólki sem trúir á framtíðina. Ísland er og á að vera land tækifæranna. Verkefni okkar er að sjá til þess að Ísland verði þannig land og það gerum við best með því að trúa á okkur sjálf, hvert annað og þá framtíð sem bíður okkar. Við eigum skilið að skipa okkur í hóp með þeim allra bestu og Íslendingar eiga skilið aukinn kaupmátt sem gefur fjölskyldum von um betri tíma. Sem þjóð þurfum við að sameinast um að gefa okkur slíkt tækifæri. Við stígum fyrsta skrefið á morgun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Sumarið er loksins komið. Þrátt fyrir að íslenska veðrið sé ekki alltaf í takt við tímasetningar dagatalsins, vitum við að nú verða dagarnir ekki aðeins lengri og bjartari, heldur verður krafturinn, vonin og bjartsýnin meiri. Þessi sumarbyrjun er líka sérlega ánægjuleg þar sem við fáum á sama tíma tækifæri til að gera breytingar til góðs á Íslandi, fjölga hér tækifærum og hefja uppbyggingu. Á morgun göngum við til kosninga sem snúast fyrst og fremst um það hvert við viljum stefna og hvernig við viljum haga málum næstu árin. Á morgun kjósum við um framtíðina. Við kjósum um ný tækifæri, ný vinnubrögð og nýja von. Ég hef átt þess kost að undanförnu að hitta margt fólk víða um land. Þau samtöl hafa sannfært mig um að viðfangsefni komandi kjörtímabils snúist einkum um þrennt. Í fyrsta lagi að lækka skatta með áherslu á að það gagnist sem best launþegum og auki ráðstöfunartekjur fjölskyldna. Í öðru lagi þarf að bregðast með raunhæfum og sanngjörnum hætti við skuldavanda heimilanna. Og í þriðja lagi þarf að sækja fram í atvinnulífinu og fjölga störfum með afnámi gjaldeyrishafta, einkaframtaki, og nýsköpun þannig að við getum tryggt traustan grunn fyrir þá velferðarþjónustu sem við viljum vernda. Þetta eru brýnustu viðfangsefnin. Þetta eru viðfangsefni sem snerta alla og það er skylda okkar sem störfum í stjórnmálum að hlusta, bretta upp ermar og vinna fyrir fólkið í landinu og með fólkinu í landinu. Þessi verkefni verða leyst sameiginlega af stjórnmálamönnum sem trúa á fólkið og af fólki sem trúir á framtíðina. Ísland er og á að vera land tækifæranna. Verkefni okkar er að sjá til þess að Ísland verði þannig land og það gerum við best með því að trúa á okkur sjálf, hvert annað og þá framtíð sem bíður okkar. Við eigum skilið að skipa okkur í hóp með þeim allra bestu og Íslendingar eiga skilið aukinn kaupmátt sem gefur fjölskyldum von um betri tíma. Sem þjóð þurfum við að sameinast um að gefa okkur slíkt tækifæri. Við stígum fyrsta skrefið á morgun.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar