Er nýr Landspítali of stór biti? Ólafur Ólafsson og Lýður Árnason skrifar 26. apríl 2013 06:00 Flest viljum við standa vörð um heilbrigðiskerfið. Við viljum eiga kost á sérhæfðum meðferðarrúrræðum ásamt góðri grunnþjónustu fyrir alla. Aðkallandi er að efla heimahjúkrun og hlúa betur að eldri borgurum. Einnig er nauðsynlegt að stjórnvöld standi við gefin loforð varðandi lífeyri og almannatryggingar. Það nægir ekki að sauma vasa á líkklæðin. Hingað til höfum við skartað góðri heilbrigðisþjónustu. Erum á heimsmælikvarða í sumu eins og meðhöndlun kransæðasjúkdóma og krabbameina. Einnig er ungbarnadauði með því minnsta sem þekkist í heiminum. En nú eru blikur á lofti. Skuldir íslenzka ríkisins eru rúmlega 2000 milljarðar. Þannig geta flestir landsmenn vitnað um að verulega hafi kvarnast úr grunnþjónustunni, stofnanir lagðar niður, landflótti heilbrigðisstarfsmanna er orðið vandamál og öryggisnetið missir æ fleiri niður í dýrari meðferðarúrræði. Samfara öllu þessu eldist þjóðin hratt. Nýtt stöðumat er því nauðsynlegt. Að mati greinarhöfunda er kostnaður við nýjan Landspítala of hár. Þeir áttatíu milljarðar sem áætlaðir eru í þessa framkvæmd eru ekki til og hagkvæmnissparnaður upp á þrjá milljarða á ári nemur ekki einu sinni vöxtunum, hvað þá ef þessi kostnaðaráætlun verði eins og aðrar, stórlega vanmetin. Dæmi um slíkt er bygging Borgarspítalans og viðbygging Landspítala, í báðum tilvikum fór kostnaður langt úr böndum. Bendum einnig á þá staðreynd að óskynsamlegt er að byggja nýtt sjúkrahús sem samsvarar helmingi stærri þjóð á meðan fyrirliggjandi grunnþjónusta samsvarar helmingi minni þjóð. Sem sakir standa teljum við því rétt að endurmeta þessa risaframkvæmd og haga henni betur að efnum og ástæðum þjóðarbúsins. Núna verðum við að beina sjónum að sjálfu starfsfólkinu sem er að þrotum komið. Í því liggja mestu verðmætin. Byggingarævintýri í líkingu við Hörpuna á samúð okkar alla en ætti að vera víti til varnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Sjá meira
Flest viljum við standa vörð um heilbrigðiskerfið. Við viljum eiga kost á sérhæfðum meðferðarrúrræðum ásamt góðri grunnþjónustu fyrir alla. Aðkallandi er að efla heimahjúkrun og hlúa betur að eldri borgurum. Einnig er nauðsynlegt að stjórnvöld standi við gefin loforð varðandi lífeyri og almannatryggingar. Það nægir ekki að sauma vasa á líkklæðin. Hingað til höfum við skartað góðri heilbrigðisþjónustu. Erum á heimsmælikvarða í sumu eins og meðhöndlun kransæðasjúkdóma og krabbameina. Einnig er ungbarnadauði með því minnsta sem þekkist í heiminum. En nú eru blikur á lofti. Skuldir íslenzka ríkisins eru rúmlega 2000 milljarðar. Þannig geta flestir landsmenn vitnað um að verulega hafi kvarnast úr grunnþjónustunni, stofnanir lagðar niður, landflótti heilbrigðisstarfsmanna er orðið vandamál og öryggisnetið missir æ fleiri niður í dýrari meðferðarúrræði. Samfara öllu þessu eldist þjóðin hratt. Nýtt stöðumat er því nauðsynlegt. Að mati greinarhöfunda er kostnaður við nýjan Landspítala of hár. Þeir áttatíu milljarðar sem áætlaðir eru í þessa framkvæmd eru ekki til og hagkvæmnissparnaður upp á þrjá milljarða á ári nemur ekki einu sinni vöxtunum, hvað þá ef þessi kostnaðaráætlun verði eins og aðrar, stórlega vanmetin. Dæmi um slíkt er bygging Borgarspítalans og viðbygging Landspítala, í báðum tilvikum fór kostnaður langt úr böndum. Bendum einnig á þá staðreynd að óskynsamlegt er að byggja nýtt sjúkrahús sem samsvarar helmingi stærri þjóð á meðan fyrirliggjandi grunnþjónusta samsvarar helmingi minni þjóð. Sem sakir standa teljum við því rétt að endurmeta þessa risaframkvæmd og haga henni betur að efnum og ástæðum þjóðarbúsins. Núna verðum við að beina sjónum að sjálfu starfsfólkinu sem er að þrotum komið. Í því liggja mestu verðmætin. Byggingarævintýri í líkingu við Hörpuna á samúð okkar alla en ætti að vera víti til varnaðar.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar