Já, en Einar Kristinn Ingólfur H. Ingólfsson skrifar 26. apríl 2013 06:00 Í grein sem Einar K. Guðfinnson alþingismaður skrifar í Fréttablaðið 4. apríl gerir hann grein fyrir tillögu Sjálfstæðisflokksins um skattalegan afslátt fyrir þá sem vilja lækka íbúðalán sín með svokölluðum höfuðstólsgreiðslum. Þessi tillaga markar tímamót. Vart er hægt að hugsa sér einfaldari og áhrifaríkari aðgerð af hálfu ríkisins til skuldalækkunar yfirskuldsettra heimila en skattfríðindi til þeirra sem lækka skuldir sínar með greiðslum inn á höfuðstól lána, varanlega og til frambúðar. Ég segi því skírt og klárt já við þessari tillögu. En Einar Kristinn, af hverju að hengja á þessa ágætu tillögu hugmynd um að nota eina frjálsa lífeyrissparnaðinn til þess að greiða niður höfuðstól lána? Það er óþarft vegna þess að við erum sem þjóðfélag ekki lengur í bráðri neyð. Hafi það verið réttlætanlegt að leyfa fólki að taka út séreignarsparnað sinn til þess að fleyta sér yfir sker og halda uppi neyslu í kreppu til að örva hagvöxt, þá eru þær forsendur ekki lengur fyrir hendi. Og hugmyndin er skaðleg vegna þess að þetta er okkar dýrmætasti sparnaður. Honum er ætlað að tryggja okkur mannsæmandi eftirlaun. Og þessi sparnaður er ekki aðfararhæfur þótt allar aðrar eignir okkar geti lent undir hamrinum. Enginn sparnaður er jafn vel til þess fallinn að ná tilætluðum árangri og þessi séreignarsparnaður. Verði þeirri leið haldið opinni, að nota þessa séreign í eitthvað annað en lífeyrissparnað, er verið að dæma þá sem hana velja, og eru í flestum tilvikum hinir skuldsettustu, til fátæktar öll eftirlaunaárin. Almannatryggingar og lífeyrissjóðir munu aðeins sjá okkur fyrir grunnlífeyri eða að hámarki um helmingi af fyrri tekjum í framtíðinni. Frjálsa lífeyrissparnaðinum, séreignarsparnaðinum, er ætlað að brúa bilið þannig að eftirlaunin verði sem næst því sem launatekjurnar voru og við getum haldið lífsgæðum og reisn í ellinni. Í ljósi þess hve illa lífeyrissjóðirnir standa eftir hrunið verðum við að verja frjálsa lífeyrissparnaðinn með öllum tiltækum ráðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Í grein sem Einar K. Guðfinnson alþingismaður skrifar í Fréttablaðið 4. apríl gerir hann grein fyrir tillögu Sjálfstæðisflokksins um skattalegan afslátt fyrir þá sem vilja lækka íbúðalán sín með svokölluðum höfuðstólsgreiðslum. Þessi tillaga markar tímamót. Vart er hægt að hugsa sér einfaldari og áhrifaríkari aðgerð af hálfu ríkisins til skuldalækkunar yfirskuldsettra heimila en skattfríðindi til þeirra sem lækka skuldir sínar með greiðslum inn á höfuðstól lána, varanlega og til frambúðar. Ég segi því skírt og klárt já við þessari tillögu. En Einar Kristinn, af hverju að hengja á þessa ágætu tillögu hugmynd um að nota eina frjálsa lífeyrissparnaðinn til þess að greiða niður höfuðstól lána? Það er óþarft vegna þess að við erum sem þjóðfélag ekki lengur í bráðri neyð. Hafi það verið réttlætanlegt að leyfa fólki að taka út séreignarsparnað sinn til þess að fleyta sér yfir sker og halda uppi neyslu í kreppu til að örva hagvöxt, þá eru þær forsendur ekki lengur fyrir hendi. Og hugmyndin er skaðleg vegna þess að þetta er okkar dýrmætasti sparnaður. Honum er ætlað að tryggja okkur mannsæmandi eftirlaun. Og þessi sparnaður er ekki aðfararhæfur þótt allar aðrar eignir okkar geti lent undir hamrinum. Enginn sparnaður er jafn vel til þess fallinn að ná tilætluðum árangri og þessi séreignarsparnaður. Verði þeirri leið haldið opinni, að nota þessa séreign í eitthvað annað en lífeyrissparnað, er verið að dæma þá sem hana velja, og eru í flestum tilvikum hinir skuldsettustu, til fátæktar öll eftirlaunaárin. Almannatryggingar og lífeyrissjóðir munu aðeins sjá okkur fyrir grunnlífeyri eða að hámarki um helmingi af fyrri tekjum í framtíðinni. Frjálsa lífeyrissparnaðinum, séreignarsparnaðinum, er ætlað að brúa bilið þannig að eftirlaunin verði sem næst því sem launatekjurnar voru og við getum haldið lífsgæðum og reisn í ellinni. Í ljósi þess hve illa lífeyrissjóðirnir standa eftir hrunið verðum við að verja frjálsa lífeyrissparnaðinn með öllum tiltækum ráðum.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun