Er ein skoðun betri en gott starf? Guðbjörg Vilhjálmsdóttir skrifar 26. apríl 2013 06:00 Við Íslendingar getum verið stolt af okkar þjóðfélagi í dag. Það hefur tekist að snúa algjöru efnahagshruni þannig að leiðin fram undan er greið og öll getum við vænst betri stöðu í framtíðinni. Þeir sem e.t.v. brutu lög við sínar fjármála–hundakúnstir eru fyrir rétti, rituð hefur verið rannsóknarskýrsla um það sem fór úrskeiðis, atvinnuleysi er nú með því lægsta sem gerist (4,7%) en var 9,3% í upphafi kjörtímabilsins, útflutningsiðnaður dafnar, ferðaþjónustan sömuleiðis og nýsköpunargreinar. Fjárlagahalli og verðbólga hafa minnkað gríðarlega. Framfarir hafa orðið í jafnréttismálum á kjörtímabilinu, ráðuneytum fækkað, sköpuð stefna í umhverfismálum og þannig var haldið á Icesave-málinu að það tókst að sigla því í heila höfn. Framlag Sigmundar Davíðs þar var að hann hafði eina skoðun á því máli og skipti aldrei um skoðun. Hann framkvæmdi ekki neitt. Það var forseti vor sem skóp farveginn fyrir nei-ara og svo ríkisstjórnin sem vann skörulega að málflutningi fyrir EFTA-dómstóli. Fyrir sína einu skoðun uppsker Sigmundur Davíð nú mikið, því hann getur nú selt fólki þá ímynd að hann geti með staðfastri skoðun samið við útlenda eigendur bankanna um að þeir skilji hér eftir peninga sem verður hægt að ráðstafa til þess að lækka húsnæðisskuldir. Getur Sigmundur Davíð gert það? Við verðum að trúa því, eins og því að Jesús hafi breytt vatni í vín. En hver var það sem skapaði samningsstöðuna? Jú það var lagasetning nr. 17/2012 sem ríkisstjórnin stóð að. Framsóknarflokkurinn studdi þá lagasetningu ekki og Sjálfstæðisflokkurinn var á móti. Við vitum að Sigmundur Davíð getur haft staðfasta skoðun þegar kemur að peningum útlendinga. En hvað getur hann framkvæmt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar getum verið stolt af okkar þjóðfélagi í dag. Það hefur tekist að snúa algjöru efnahagshruni þannig að leiðin fram undan er greið og öll getum við vænst betri stöðu í framtíðinni. Þeir sem e.t.v. brutu lög við sínar fjármála–hundakúnstir eru fyrir rétti, rituð hefur verið rannsóknarskýrsla um það sem fór úrskeiðis, atvinnuleysi er nú með því lægsta sem gerist (4,7%) en var 9,3% í upphafi kjörtímabilsins, útflutningsiðnaður dafnar, ferðaþjónustan sömuleiðis og nýsköpunargreinar. Fjárlagahalli og verðbólga hafa minnkað gríðarlega. Framfarir hafa orðið í jafnréttismálum á kjörtímabilinu, ráðuneytum fækkað, sköpuð stefna í umhverfismálum og þannig var haldið á Icesave-málinu að það tókst að sigla því í heila höfn. Framlag Sigmundar Davíðs þar var að hann hafði eina skoðun á því máli og skipti aldrei um skoðun. Hann framkvæmdi ekki neitt. Það var forseti vor sem skóp farveginn fyrir nei-ara og svo ríkisstjórnin sem vann skörulega að málflutningi fyrir EFTA-dómstóli. Fyrir sína einu skoðun uppsker Sigmundur Davíð nú mikið, því hann getur nú selt fólki þá ímynd að hann geti með staðfastri skoðun samið við útlenda eigendur bankanna um að þeir skilji hér eftir peninga sem verður hægt að ráðstafa til þess að lækka húsnæðisskuldir. Getur Sigmundur Davíð gert það? Við verðum að trúa því, eins og því að Jesús hafi breytt vatni í vín. En hver var það sem skapaði samningsstöðuna? Jú það var lagasetning nr. 17/2012 sem ríkisstjórnin stóð að. Framsóknarflokkurinn studdi þá lagasetningu ekki og Sjálfstæðisflokkurinn var á móti. Við vitum að Sigmundur Davíð getur haft staðfasta skoðun þegar kemur að peningum útlendinga. En hvað getur hann framkvæmt?
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar