Um hvað snúast stjórnmál? 27. apríl 2013 06:00 Stjórnmál snúast um þekkingu á því hvernig þjóðfélagið er skrúfað saman. Þjóðfélag snýst um fólk. Og fólk á sér líf. Þannig að stjórnmál snúast um það hvernig lífi við lifum. Lifir þú góðu lífi? Ef svarið er já – gott. Ef það er nei – hvers vegna ekki? Er það vegna sjálfs þín eða ytri aðstæðna? Ef það er vegna sjálfs þín – gangi þér vel að bæta úr. Ef það er vegna ytri aðstæðna – hvað er það í þeim sem er ekki nógu gott? Fjölskyldan? Vinirnir? Skólinn? Vinnan? Þjóðfélagið? Er skilningur stjórnvalda enginn? Skattarnir of háir? Afborganirnar? Reikningarnir? Eru engin störf við hæfi? Frelsið of lítið? Tækifærin of fá? Fjölskyldunni er erfitt að breyta. Og líka vinunum. En þjóðfélaginu er sannarlega hægt að breyta í gegnum stjórnmálin. Með því að kjósa afar hæft, klárt og heiðarlegt fólk sem er treystandi til að skapa þjóðfélag sem snýst um líf okkar borgaranna – en ekki bara líf ríkisins og stjórnvalda. Röng og spillt stjórnmálastefna drepur alla sjálfsbjargarviðleitni bæði fólks og fyrirtækja. Með skattpíningu lækka útborguð laun niður í ekki neitt. Og reikningarnir vaxa manni yfir höfuð. Alveg eins og afborganirnar og skattarnir. Slík stjórnvöld eyðileggja möguleika fólks og lítilla fyrirtækja til þess að búa til ný tækifæri og spennandi störf. Frelsið kafnar. Tækifærin hverfa. Því það er fólk sem býr til tækifærin – ef það hefur frelsi og svigrúm til þess frá stjórnvöldum og er ekki skattpínt til dauða. Um það snúast stjórnmál. Þau snúast um traust og tækifæri. Um það hverjum maður treystir fyrir lífi sínu og framtíð. Stjórnmálamenn eru þannig ekkert ósvipaðir skurðlæknum og ljósmæðrum. Eða myndir þú treysta hverjum sem er til að skera þig upp eða taka á móti barninu þínu? Hvaða stjórnmálaflokki treystirðu best fyrir barninu þínu? Lífi þínu? Frelsi ykkar og framtíðartækifærum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Skoðun Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Stjórnmál snúast um þekkingu á því hvernig þjóðfélagið er skrúfað saman. Þjóðfélag snýst um fólk. Og fólk á sér líf. Þannig að stjórnmál snúast um það hvernig lífi við lifum. Lifir þú góðu lífi? Ef svarið er já – gott. Ef það er nei – hvers vegna ekki? Er það vegna sjálfs þín eða ytri aðstæðna? Ef það er vegna sjálfs þín – gangi þér vel að bæta úr. Ef það er vegna ytri aðstæðna – hvað er það í þeim sem er ekki nógu gott? Fjölskyldan? Vinirnir? Skólinn? Vinnan? Þjóðfélagið? Er skilningur stjórnvalda enginn? Skattarnir of háir? Afborganirnar? Reikningarnir? Eru engin störf við hæfi? Frelsið of lítið? Tækifærin of fá? Fjölskyldunni er erfitt að breyta. Og líka vinunum. En þjóðfélaginu er sannarlega hægt að breyta í gegnum stjórnmálin. Með því að kjósa afar hæft, klárt og heiðarlegt fólk sem er treystandi til að skapa þjóðfélag sem snýst um líf okkar borgaranna – en ekki bara líf ríkisins og stjórnvalda. Röng og spillt stjórnmálastefna drepur alla sjálfsbjargarviðleitni bæði fólks og fyrirtækja. Með skattpíningu lækka útborguð laun niður í ekki neitt. Og reikningarnir vaxa manni yfir höfuð. Alveg eins og afborganirnar og skattarnir. Slík stjórnvöld eyðileggja möguleika fólks og lítilla fyrirtækja til þess að búa til ný tækifæri og spennandi störf. Frelsið kafnar. Tækifærin hverfa. Því það er fólk sem býr til tækifærin – ef það hefur frelsi og svigrúm til þess frá stjórnvöldum og er ekki skattpínt til dauða. Um það snúast stjórnmál. Þau snúast um traust og tækifæri. Um það hverjum maður treystir fyrir lífi sínu og framtíð. Stjórnmálamenn eru þannig ekkert ósvipaðir skurðlæknum og ljósmæðrum. Eða myndir þú treysta hverjum sem er til að skera þig upp eða taka á móti barninu þínu? Hvaða stjórnmálaflokki treystirðu best fyrir barninu þínu? Lífi þínu? Frelsi ykkar og framtíðartækifærum?
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar