Endurvinnsla: Safnast þegar saman kemur Helga María Heiðarsdóttir skrifar 3. maí 2013 07:00 Við búum á einstakri plánetu sem okkur er kleift að lifa á vegna ýmissa þátta. Má þar til dæmis nefna að súrefnismagn er hæfilegt og hitastig innan þægilegra marka (þó að við kvörtum nú oft yfir því). Þessir þættir eru viðkvæmir fyrir breytingum og breytingar gætu leitt til þess að aðstæður verði okkur ekki jafn ákjósanlegar. Loftslagsbreytingar af völdum gróðurhúsalofttegunda eru staðreynd og nær daglega má sjá í fréttum umfjöllun um afleiðingar þeirra. Þrátt fyrir að aðstæður breytist hugsanlega til batnaðar á mörgum stöðum (margir kvarta til dæmis ekki yfir fleiri hlýjum sumardögum á Íslandi) þá eru loftslagsbreytingar hætta sem ógnar allri heimsbyggðinni. Þegar litið er á plánetuna okkar úr fjarlægð má hvorki sjá mörk né veggi sem halda breytingunum innan afmarkaðra svæða. Við verðum því að opna augun fyrir því að loftslagsbreytingar eiga sér nú stað og finna í sameiningu lausn. Manneskjan hefur áður komið af stað ferli sem skapað hefur hættu fyrir hana og umhverfi hennar. Nægir þar að minnast á gatið í ósonlaginu og á súrt regn, sem var mikið vandamál í nágrannalöndum okkar fyrir um 40 árum. Í sameiningu náðu þjóðir að koma í veg fyrir hörmungar sem mögulega hefðu getað fylgt. Flestar þjóðir (því miður ekki allar) vinna nú að einhverju leyti að því að breyta samfélagsháttum sínum til að draga úr áhrifum og afleiðingum loftslagsbreytinga, aðallega með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (t.d. koltvísýrings og metans) en betur má ef duga skal.Efasemdafólk Mikið er skrifað um ástæður og afleiðingar loftslagsbreytinga, en miklum tíma og orku er því miður eytt í að reyna að sannfæra efasemdafólk um að loftslagsbreytingar séu staðreynd. Þann tíma og orku mætti betur nýta í að ræða hvað við sem einstaklingar og þjóðir getum gert til að draga úr og jafnvel leysa vandamálið. Með því gætum við sett loftslagsbreytingar í umræðuflokk með gatinu í ósonlaginu og súrri rigningu. Íslendingar hitta oft naglann á höfuðið og má þar nefna orðtakið safnast þegar saman kemur. Að sjálfsögðu losa stór fyrirtæki meira af gróðurhúsalofttegundum en einstaklingar og þurfa þar af leiðandi mörg að draga mikið úr sinni losun. Fyrirtæki eru þó mynduð af einstaklingum og því þarf hugarfarsbreytingin að hefjast þar; ef allir leggja sitt af mörkum þá mun það hafa áhrif. Þú gætir t.d. notað bílinn minna og gengið meira (með því græðir þú hreyfingu og um leið lengir þú endingartíma bílsins). Að endurvinna er góður ávani og lítið mál að safna blöðum og plasti og skila í grenndargámana (má finna í öllum hverfum). Ef þú venur þig á þetta dregur þú úr orkunotkun (framleiðsla krefst yfirleitt meiri orku en endurvinnsla), efnisnotkun og flutningi; sem allt losar gróðurhúsalofttegundir. Jörðin aðlagar sig tiltölulega fljótt að nýjum aðstæðum og mun hugsanlega bjóða upp á svipað loftslag aftur eftir nokkrar aldir, en það er ekki víst að við getum búið á henni á meðan hún jafnar sig. Hjálpumst að við að leysa loftslagsvandamálið og viðhalda þeim loftslagsaðstæðum sem okkur er kleift að lifa við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Við búum á einstakri plánetu sem okkur er kleift að lifa á vegna ýmissa þátta. Má þar til dæmis nefna að súrefnismagn er hæfilegt og hitastig innan þægilegra marka (þó að við kvörtum nú oft yfir því). Þessir þættir eru viðkvæmir fyrir breytingum og breytingar gætu leitt til þess að aðstæður verði okkur ekki jafn ákjósanlegar. Loftslagsbreytingar af völdum gróðurhúsalofttegunda eru staðreynd og nær daglega má sjá í fréttum umfjöllun um afleiðingar þeirra. Þrátt fyrir að aðstæður breytist hugsanlega til batnaðar á mörgum stöðum (margir kvarta til dæmis ekki yfir fleiri hlýjum sumardögum á Íslandi) þá eru loftslagsbreytingar hætta sem ógnar allri heimsbyggðinni. Þegar litið er á plánetuna okkar úr fjarlægð má hvorki sjá mörk né veggi sem halda breytingunum innan afmarkaðra svæða. Við verðum því að opna augun fyrir því að loftslagsbreytingar eiga sér nú stað og finna í sameiningu lausn. Manneskjan hefur áður komið af stað ferli sem skapað hefur hættu fyrir hana og umhverfi hennar. Nægir þar að minnast á gatið í ósonlaginu og á súrt regn, sem var mikið vandamál í nágrannalöndum okkar fyrir um 40 árum. Í sameiningu náðu þjóðir að koma í veg fyrir hörmungar sem mögulega hefðu getað fylgt. Flestar þjóðir (því miður ekki allar) vinna nú að einhverju leyti að því að breyta samfélagsháttum sínum til að draga úr áhrifum og afleiðingum loftslagsbreytinga, aðallega með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (t.d. koltvísýrings og metans) en betur má ef duga skal.Efasemdafólk Mikið er skrifað um ástæður og afleiðingar loftslagsbreytinga, en miklum tíma og orku er því miður eytt í að reyna að sannfæra efasemdafólk um að loftslagsbreytingar séu staðreynd. Þann tíma og orku mætti betur nýta í að ræða hvað við sem einstaklingar og þjóðir getum gert til að draga úr og jafnvel leysa vandamálið. Með því gætum við sett loftslagsbreytingar í umræðuflokk með gatinu í ósonlaginu og súrri rigningu. Íslendingar hitta oft naglann á höfuðið og má þar nefna orðtakið safnast þegar saman kemur. Að sjálfsögðu losa stór fyrirtæki meira af gróðurhúsalofttegundum en einstaklingar og þurfa þar af leiðandi mörg að draga mikið úr sinni losun. Fyrirtæki eru þó mynduð af einstaklingum og því þarf hugarfarsbreytingin að hefjast þar; ef allir leggja sitt af mörkum þá mun það hafa áhrif. Þú gætir t.d. notað bílinn minna og gengið meira (með því græðir þú hreyfingu og um leið lengir þú endingartíma bílsins). Að endurvinna er góður ávani og lítið mál að safna blöðum og plasti og skila í grenndargámana (má finna í öllum hverfum). Ef þú venur þig á þetta dregur þú úr orkunotkun (framleiðsla krefst yfirleitt meiri orku en endurvinnsla), efnisnotkun og flutningi; sem allt losar gróðurhúsalofttegundir. Jörðin aðlagar sig tiltölulega fljótt að nýjum aðstæðum og mun hugsanlega bjóða upp á svipað loftslag aftur eftir nokkrar aldir, en það er ekki víst að við getum búið á henni á meðan hún jafnar sig. Hjálpumst að við að leysa loftslagsvandamálið og viðhalda þeim loftslagsaðstæðum sem okkur er kleift að lifa við.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun