Undið ofan af klúðri fortíðar Ólafur Þ. Stephensen skrifar 1. júní 2013 07:00 Drög að nýju aðalskipulagi Reykjavíkur, sem nú eru á leið í kynningu, marka að mörgu leyti tímamót í skipulagsmálum borgarinnar. Fréttir Fréttablaðsins af skipulagsdrögunum undanfarna daga benda til að pólitísk samstaða hafi myndazt í borgarstjórninni um að vinda ofan af margvíslegum skipulagsmistökum undanfarinna áratuga. Í fyrsta lagi á að hætta að senda borgarbúa í nærsveitirnar og leggja þess í stað áherzlu á þéttingu byggðarinnar. Þéttari borg á að verða betur til þess fallin að ganga og hjóla í eða taka strætó til að komast ferða sinna, í stað þess að einkabíllinn sé konungur borgarskipulagsins. Hverfin ættu þá sömuleiðis að bera betur eigin verzlun og þjónustu svo þar verði betra að búa. Í öðru lagi er mörkuð sú stefna að ekki rísi hús hærri en fimm hæðir í gömlu miðborginni, innan Hringbrautar, og að annars staðar í borginni taki ákvarðanir um háhýsi mið af „sögu borgarinnar og hefðum, yfirbragði núverandi byggðar og sjónásum til lykilkennileita, náttúrulegra og manngerðra“. Þetta er líka heillaskref. Ef þessi stefna hefði verið í gildi á meðan mest gaman var hjá stórhuga verktökum fyrir hrun værum við líklega laus við bæði Höfðatorgsóskapnaðinn og turn Grand Hótels í dag. Í þriðja lagi mun gamla miðborgin njóta sérstakrar hverfisverndar. Það þýðir að ekki á bara að vernda einstök hús, heldur mun svæðið allt, einkenni þess, götumyndir og svipmót, njóta verndar. Ný hús þurfa að falla að gömlu byggðinni. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, sagði í samtali við Fréttablaðið í fyrradag að í hverfisverndinni fælist fortakslaust að „raska ekki því sögulega gatnaskipulagi sem þarna er, því hvernig byggingarreitirnir eru, hvernig opnu rýmin eru og lóðaskipan“. Þetta ætti að setja bremsur á þá sem vilja kaupa upp heilu húsaraðirnar til að byggja verzlunarmiðstöðvar eða einhverja aðra skelfingu sem ekki á heima í þessu smágerða, gamla hverfi. Í fjórða lagi er merkilegt að allir flokkar kynni nýja skipulagið sameiginlega og í góðri sátt. Það er víst í fyrsta sinn sem það gerist, en skipulagsvinnan hefur líka farið fram í tíð margvíslegra meirihluta. Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bendir á það í Fréttablaðinu í gær að farsælast sé að reyna að fá alla að borðinu og vinna saman í sátt þegar koma eigi stórum málum í gegn. Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsráðs borgarinnar, skrifaði grein hér í blaðið í gær og rifjaði upp að hann hefði reynt að fá Sigmund Davíð Gunnlaugsson, núverandi forsætisráðherra, til að beita sér fyrir því að breyta lögum, þannig að hin „hlutlæga bótaregla“ yrði afnumin. Það þýðir að verktakar fá ekki skaðabætur þótt borgaryfirvöld breyti gömlu deiliskipulagi og minnki byggingarmagn á lóðum. Þegar Hjálmar skoraði á Sigmund var hann stjórnarandstöðuþingmaður og hefði kannski verið nær að skora á þáverandi stjórnarmeirihluta að breyta lögum. En nú er Sigmundur forsætisráðherra, húsvernd komin í stjórnarsáttmálann og má auk þess ætla að núverandi stjórnarandstaða sé sammála því að gera slíkar lagabreytingar. Nú er því einstakt tækifæri til að bæta fyrir gömul klúður í skipulagsmálum Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Drög að nýju aðalskipulagi Reykjavíkur, sem nú eru á leið í kynningu, marka að mörgu leyti tímamót í skipulagsmálum borgarinnar. Fréttir Fréttablaðsins af skipulagsdrögunum undanfarna daga benda til að pólitísk samstaða hafi myndazt í borgarstjórninni um að vinda ofan af margvíslegum skipulagsmistökum undanfarinna áratuga. Í fyrsta lagi á að hætta að senda borgarbúa í nærsveitirnar og leggja þess í stað áherzlu á þéttingu byggðarinnar. Þéttari borg á að verða betur til þess fallin að ganga og hjóla í eða taka strætó til að komast ferða sinna, í stað þess að einkabíllinn sé konungur borgarskipulagsins. Hverfin ættu þá sömuleiðis að bera betur eigin verzlun og þjónustu svo þar verði betra að búa. Í öðru lagi er mörkuð sú stefna að ekki rísi hús hærri en fimm hæðir í gömlu miðborginni, innan Hringbrautar, og að annars staðar í borginni taki ákvarðanir um háhýsi mið af „sögu borgarinnar og hefðum, yfirbragði núverandi byggðar og sjónásum til lykilkennileita, náttúrulegra og manngerðra“. Þetta er líka heillaskref. Ef þessi stefna hefði verið í gildi á meðan mest gaman var hjá stórhuga verktökum fyrir hrun værum við líklega laus við bæði Höfðatorgsóskapnaðinn og turn Grand Hótels í dag. Í þriðja lagi mun gamla miðborgin njóta sérstakrar hverfisverndar. Það þýðir að ekki á bara að vernda einstök hús, heldur mun svæðið allt, einkenni þess, götumyndir og svipmót, njóta verndar. Ný hús þurfa að falla að gömlu byggðinni. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, sagði í samtali við Fréttablaðið í fyrradag að í hverfisverndinni fælist fortakslaust að „raska ekki því sögulega gatnaskipulagi sem þarna er, því hvernig byggingarreitirnir eru, hvernig opnu rýmin eru og lóðaskipan“. Þetta ætti að setja bremsur á þá sem vilja kaupa upp heilu húsaraðirnar til að byggja verzlunarmiðstöðvar eða einhverja aðra skelfingu sem ekki á heima í þessu smágerða, gamla hverfi. Í fjórða lagi er merkilegt að allir flokkar kynni nýja skipulagið sameiginlega og í góðri sátt. Það er víst í fyrsta sinn sem það gerist, en skipulagsvinnan hefur líka farið fram í tíð margvíslegra meirihluta. Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bendir á það í Fréttablaðinu í gær að farsælast sé að reyna að fá alla að borðinu og vinna saman í sátt þegar koma eigi stórum málum í gegn. Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsráðs borgarinnar, skrifaði grein hér í blaðið í gær og rifjaði upp að hann hefði reynt að fá Sigmund Davíð Gunnlaugsson, núverandi forsætisráðherra, til að beita sér fyrir því að breyta lögum, þannig að hin „hlutlæga bótaregla“ yrði afnumin. Það þýðir að verktakar fá ekki skaðabætur þótt borgaryfirvöld breyti gömlu deiliskipulagi og minnki byggingarmagn á lóðum. Þegar Hjálmar skoraði á Sigmund var hann stjórnarandstöðuþingmaður og hefði kannski verið nær að skora á þáverandi stjórnarmeirihluta að breyta lögum. En nú er Sigmundur forsætisráðherra, húsvernd komin í stjórnarsáttmálann og má auk þess ætla að núverandi stjórnarandstaða sé sammála því að gera slíkar lagabreytingar. Nú er því einstakt tækifæri til að bæta fyrir gömul klúður í skipulagsmálum Reykjavíkur.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar