Góðan daginn, Reykvíkingar Jón Gnarr borgarstjóri og borgarfulltrúar Besta flokksins skrifar 8. júní 2013 06:00 Við borgarfulltrúar Besta flokksins höfum eftirfarandi fram að færa í umræðunni sem nú fer fram um skipulagsmál í miðborginni. Landsímareiturinn í hjarta Reykjavíkur er eitt mikilvægasta svæði borgarinnar og liggur að þremur frábærum torgum, Ingólfstorgi, Víkurgarði og Austurvelli. Þegar núverandi borgarstjórnarmeirihluti tók við árið 2010 hafði lengi verið óvissa um framtíðarskipulag svæðisins. Því var samþykkt að efna til alþjóðlegrar samkeppni um reitinn. Helstu niðurstöður þeirrar vinnu eru eftirfarandi: Gömul hús á svæðinu fá að standa. Gamli Kvennaskólinn mun áfram prýða Austurvöll en það hús er framhlið skemmtistaðarins sem nefndur er NASA. NASA-salurinn verður endurbyggður frá grunni og færður til fyrri glæsileika. Uppbygging á bílastæðinu við Kirkjustræti verður sambærileg gömlu húsunum sunnan við götuna og styrkir því götumyndina. Byggt verður á auðum lóðum við Vallarstræti og verða þau hús lík gömlu húsunum sem fá að standa. Engar breytingar verða á Ingólfstorgi eða Austurvelli og gamli kirkjugarðurinn í Víkurgarði verður verndaður. Byggingamagn nýbygginga minnkar um rúmlega þúsund fermetra. Kvistir sem koma á þak gamla Landsímahússins verða svipaðir kvistum á Hótel Borg og munu ekki hafa nein áhrif á skuggavarp á Austurvelli. Nýbygging við Kirkjustræti skapar betri umgjörð um Austurvöll og Víkurgarð og mun ekki auka skuggavarp á útivistarsvæðum. Samhliða uppbyggingu verður umferð í Kvosinni endurskipulögð með hliðsjón af aukinni ferðaþjónustu. Vert er að hafa í huga að hótelrekstur skapar minni umferð en skrifstofur sem eru í húsunum núna.…og svo er það NASA Líkt og margir borgarbúar eigum við góðar minningar um tónleika á NASA. Sum okkar hafa meira að segja spilað þar og haft af því fjárhagslegan ávinning. Til þess að setja umræðuna í samhengi við sögu NASA er ekki úr vegi að rifja upp hvernig rekstur staðarins gekk. Starfsemin var á köflum stopul og fór fram fyrst og fremst um helgar, á kvöldin og að næturlagi. Yfir daginn var lokað og því fylgdi starfseminni hvorki birta né líf. Undir lokin kom þáverandi rekstraraðili að máli við núverandi borgaryfirvöld og óskaði eftir stuðningi þeirra. Þá var endanlega komið í ljós að starfsemin var ekki arðbær. Það er hugsanlegt að sveitarfélag geti séð sér hag í því að koma að rekstri slíks húss. Í tilfelli Reykjavíkurborgar er staðan sú að borgin tekur nú þegar þátt í rekstri fjölmargra staða sem auðga mannlíf og gera fjölda listamanna kleift að halda tónleika og listviðburði. Má þar nefna tónlistar- og ráðstefnuhöllina Hörpu, Listasafn Reykjavíkur, Borgarleikhúsið, Laugardalshöll, Egilshöll, Iðnó, Sjónlistamiðstöðina við Korpúlfsstaði og Tjarnarbíó. Í tilfelli NASA getum við ekki fallist á að rétt sé að verja stórfé í að koma að rekstri staðarins og kaupa fasteignir (sem reyndar eru ekki til sölu) til að ráðast í gríðarlega kostnaðarsamar endurbætur í veikri von um að einhver geti rekið þar tónleikastað. Það er núverandi borgarstjórnarmeirihluta og okkur í Besta flokknum sérstakt metnaðarmál að bjóða íbúum Reykjavíkur og gestum hennar upp á öflugt menningarlíf. En það er okkur ekki síður metnaðarmál að skila borginni og sjóðum hennar í betra horfi en þegar við tókum við. Að þessu sögðu er rétt að ítreka eina ferðina enn að til stendur að endurbyggja NASA í upprunalegri mynd skv. fyrirliggjandi tillögu. Þar verður hægt að halda tónleika, móttökur og viðburði. Hins vegar er ólíklegt að hægt verði að halda þar dansleiki fram undir morgun.…og svo er það hótelið Hugmyndir um hóteluppbyggingu á Landsímareitnum hafa verið gagnrýndar. Við erum ekki sammála þeirri gagnrýni. Ferðaþjónusta er orðin mikilvægur atvinnuvegur í borginni. Dæmi um vel heppnuð hótel, sem hafa skapað talsvert líf í miðborginni, eru Marina og Kex. Enginn ætlar sér að kæfa miðborgina með hótelum en þar er sannarlega skortur á gistirými fyrir ferðamenn. Ein birtingarmynd þess er að leiguverð hækkar vegna þess að íbúðir eru leigðar út í stórum stíl til ferðamanna.…og niðurstaðan er Að vandlega athuguðu máli eru ekki forsendur til þess að verja NASA í núverandi mynd. Vonandi er nú öllum orðið ljóst að fyrirhuguð er glæsileg uppbygging á reitnum. Samkomusalurinn verður endurgerður. Þar verður áfram tónleikahald. Við bætist hótel með veitingastöðum og verslunum á neðstu hæð. Uppbyggingin mun því bæta mannlífið við Landsímareitinn og í miðborginni allri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Við borgarfulltrúar Besta flokksins höfum eftirfarandi fram að færa í umræðunni sem nú fer fram um skipulagsmál í miðborginni. Landsímareiturinn í hjarta Reykjavíkur er eitt mikilvægasta svæði borgarinnar og liggur að þremur frábærum torgum, Ingólfstorgi, Víkurgarði og Austurvelli. Þegar núverandi borgarstjórnarmeirihluti tók við árið 2010 hafði lengi verið óvissa um framtíðarskipulag svæðisins. Því var samþykkt að efna til alþjóðlegrar samkeppni um reitinn. Helstu niðurstöður þeirrar vinnu eru eftirfarandi: Gömul hús á svæðinu fá að standa. Gamli Kvennaskólinn mun áfram prýða Austurvöll en það hús er framhlið skemmtistaðarins sem nefndur er NASA. NASA-salurinn verður endurbyggður frá grunni og færður til fyrri glæsileika. Uppbygging á bílastæðinu við Kirkjustræti verður sambærileg gömlu húsunum sunnan við götuna og styrkir því götumyndina. Byggt verður á auðum lóðum við Vallarstræti og verða þau hús lík gömlu húsunum sem fá að standa. Engar breytingar verða á Ingólfstorgi eða Austurvelli og gamli kirkjugarðurinn í Víkurgarði verður verndaður. Byggingamagn nýbygginga minnkar um rúmlega þúsund fermetra. Kvistir sem koma á þak gamla Landsímahússins verða svipaðir kvistum á Hótel Borg og munu ekki hafa nein áhrif á skuggavarp á Austurvelli. Nýbygging við Kirkjustræti skapar betri umgjörð um Austurvöll og Víkurgarð og mun ekki auka skuggavarp á útivistarsvæðum. Samhliða uppbyggingu verður umferð í Kvosinni endurskipulögð með hliðsjón af aukinni ferðaþjónustu. Vert er að hafa í huga að hótelrekstur skapar minni umferð en skrifstofur sem eru í húsunum núna.…og svo er það NASA Líkt og margir borgarbúar eigum við góðar minningar um tónleika á NASA. Sum okkar hafa meira að segja spilað þar og haft af því fjárhagslegan ávinning. Til þess að setja umræðuna í samhengi við sögu NASA er ekki úr vegi að rifja upp hvernig rekstur staðarins gekk. Starfsemin var á köflum stopul og fór fram fyrst og fremst um helgar, á kvöldin og að næturlagi. Yfir daginn var lokað og því fylgdi starfseminni hvorki birta né líf. Undir lokin kom þáverandi rekstraraðili að máli við núverandi borgaryfirvöld og óskaði eftir stuðningi þeirra. Þá var endanlega komið í ljós að starfsemin var ekki arðbær. Það er hugsanlegt að sveitarfélag geti séð sér hag í því að koma að rekstri slíks húss. Í tilfelli Reykjavíkurborgar er staðan sú að borgin tekur nú þegar þátt í rekstri fjölmargra staða sem auðga mannlíf og gera fjölda listamanna kleift að halda tónleika og listviðburði. Má þar nefna tónlistar- og ráðstefnuhöllina Hörpu, Listasafn Reykjavíkur, Borgarleikhúsið, Laugardalshöll, Egilshöll, Iðnó, Sjónlistamiðstöðina við Korpúlfsstaði og Tjarnarbíó. Í tilfelli NASA getum við ekki fallist á að rétt sé að verja stórfé í að koma að rekstri staðarins og kaupa fasteignir (sem reyndar eru ekki til sölu) til að ráðast í gríðarlega kostnaðarsamar endurbætur í veikri von um að einhver geti rekið þar tónleikastað. Það er núverandi borgarstjórnarmeirihluta og okkur í Besta flokknum sérstakt metnaðarmál að bjóða íbúum Reykjavíkur og gestum hennar upp á öflugt menningarlíf. En það er okkur ekki síður metnaðarmál að skila borginni og sjóðum hennar í betra horfi en þegar við tókum við. Að þessu sögðu er rétt að ítreka eina ferðina enn að til stendur að endurbyggja NASA í upprunalegri mynd skv. fyrirliggjandi tillögu. Þar verður hægt að halda tónleika, móttökur og viðburði. Hins vegar er ólíklegt að hægt verði að halda þar dansleiki fram undir morgun.…og svo er það hótelið Hugmyndir um hóteluppbyggingu á Landsímareitnum hafa verið gagnrýndar. Við erum ekki sammála þeirri gagnrýni. Ferðaþjónusta er orðin mikilvægur atvinnuvegur í borginni. Dæmi um vel heppnuð hótel, sem hafa skapað talsvert líf í miðborginni, eru Marina og Kex. Enginn ætlar sér að kæfa miðborgina með hótelum en þar er sannarlega skortur á gistirými fyrir ferðamenn. Ein birtingarmynd þess er að leiguverð hækkar vegna þess að íbúðir eru leigðar út í stórum stíl til ferðamanna.…og niðurstaðan er Að vandlega athuguðu máli eru ekki forsendur til þess að verja NASA í núverandi mynd. Vonandi er nú öllum orðið ljóst að fyrirhuguð er glæsileg uppbygging á reitnum. Samkomusalurinn verður endurgerður. Þar verður áfram tónleikahald. Við bætist hótel með veitingastöðum og verslunum á neðstu hæð. Uppbyggingin mun því bæta mannlífið við Landsímareitinn og í miðborginni allri.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun