Leggjum af Landsdóm strax Árni Páll Árnason skrifar 2. júlí 2013 09:45 Þing Evrópuráðsins hefur samþykkt ályktun um aðskilnað refsiábyrgðar og stjórnmálalegrar ábyrgðar stjórnmálamanna. Þá ályktun ber okkur að taka alvarlega, enda Evrópuráðið lykilstofnun í uppbyggingu lýðræðis og mannréttinda í Evrópu undanfarna áratugi. Ráðið leggur áherslu á að forðast skuli sérstakt fyrirkomulag málssókna vegna brota stjórnmálamanna í starfi og að almennar leikreglur eigi að gilda um stjórnmálamenn sem aðra borgara. Ekki beri að refsa mönnum fyrir pólitískar ákvarðanir eða pólitískt mat, heldur eigi stjórnmálamenn að svara fyrir þær í kosningum. Landsdómsmálið var okkur ekki til virðingarauka og gerði íslenskum stjórnmálum ekkert gott. Þessi niðurstaða á að skapa samstöðu á vettvangi stjórnmála á Íslandi um að leggja af Landsdóm. Samfylkingin hefur ávallt verið mótfallin því að sérúrræði gildi um refsiábyrgð stjórnmálamanna og nægir að minna á margítrekaðan tillöguflutning Jóhönnu Sigurðardóttur þess efnis á fyrri tíð. Slíkar tillögur fengust þá aldrei afgreiddar. Þótt flestir gætu verið sammála um að ákvæði um Landsdóm væru óskynsamleg, voru einhvern veginn önnur verkefni brýnni. Og til að leggja af Landsdóm þurfti að breyta stjórnarskrá og þær breytingar hafa alltaf verið afar flóknar í framkvæmd. Nú höfum við algerlega nýtt tækifæri til að taka til í stjórnskipun landsins og hreinsa af okkur óværu eins og ákvæðin um Landsdóm. Fyrir Alþingi liggur til staðfestingar nýtt frumvarp til stjórnskipunarlaga, sem ég er fyrsti flutningsmaður að, sem gerir okkur kleift að gera breytingar á stjórnarskrá án þingrofs og kosninga á yfirstandandi kjörtímabili. Allt sem þarf er að samþykkja það frumvarp og leggja síðan tillögu til stjórnarskrárbreytingar fyrir þjóðina. Það er því gríðarlegt lag fyrir stjórnarskrárumbætur núna. Það er engin þörf að ýta lengur á undan okkur sjálfsögðum breytingum á stjórnarskrá. Við höfum einstakt tækifæri til að laga það sem laga þarf og gefa þjóðinni í fyrsta sinn fullnaðarvald til stjórnarskrárbreytinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Landsdómur Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þing Evrópuráðsins hefur samþykkt ályktun um aðskilnað refsiábyrgðar og stjórnmálalegrar ábyrgðar stjórnmálamanna. Þá ályktun ber okkur að taka alvarlega, enda Evrópuráðið lykilstofnun í uppbyggingu lýðræðis og mannréttinda í Evrópu undanfarna áratugi. Ráðið leggur áherslu á að forðast skuli sérstakt fyrirkomulag málssókna vegna brota stjórnmálamanna í starfi og að almennar leikreglur eigi að gilda um stjórnmálamenn sem aðra borgara. Ekki beri að refsa mönnum fyrir pólitískar ákvarðanir eða pólitískt mat, heldur eigi stjórnmálamenn að svara fyrir þær í kosningum. Landsdómsmálið var okkur ekki til virðingarauka og gerði íslenskum stjórnmálum ekkert gott. Þessi niðurstaða á að skapa samstöðu á vettvangi stjórnmála á Íslandi um að leggja af Landsdóm. Samfylkingin hefur ávallt verið mótfallin því að sérúrræði gildi um refsiábyrgð stjórnmálamanna og nægir að minna á margítrekaðan tillöguflutning Jóhönnu Sigurðardóttur þess efnis á fyrri tíð. Slíkar tillögur fengust þá aldrei afgreiddar. Þótt flestir gætu verið sammála um að ákvæði um Landsdóm væru óskynsamleg, voru einhvern veginn önnur verkefni brýnni. Og til að leggja af Landsdóm þurfti að breyta stjórnarskrá og þær breytingar hafa alltaf verið afar flóknar í framkvæmd. Nú höfum við algerlega nýtt tækifæri til að taka til í stjórnskipun landsins og hreinsa af okkur óværu eins og ákvæðin um Landsdóm. Fyrir Alþingi liggur til staðfestingar nýtt frumvarp til stjórnskipunarlaga, sem ég er fyrsti flutningsmaður að, sem gerir okkur kleift að gera breytingar á stjórnarskrá án þingrofs og kosninga á yfirstandandi kjörtímabili. Allt sem þarf er að samþykkja það frumvarp og leggja síðan tillögu til stjórnarskrárbreytingar fyrir þjóðina. Það er því gríðarlegt lag fyrir stjórnarskrárumbætur núna. Það er engin þörf að ýta lengur á undan okkur sjálfsögðum breytingum á stjórnarskrá. Við höfum einstakt tækifæri til að laga það sem laga þarf og gefa þjóðinni í fyrsta sinn fullnaðarvald til stjórnarskrárbreytinga.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar