Atvinnumenn í tölvuleikjum Mikael Torfason skrifar 5. júlí 2013 09:00 Úr herbergjum unglinganna á Íslandi heyrast oft háværar samræður á ensku ef unglingurinn er að spila tölvuleik. Þetta er ný menning og mörgum þykir hún óhugnanleg. Í því samhengi er rætt um tölvuleikjafíkn og foreldrar oft áhyggjufullir. Það er erfitt að ala upp ungling í nútímasamfélagi hvað þá ef hann dvelur tímunum saman í gerviveröld tölvuleikjanna. En nýir siðir ungs fólks hafa alltaf valdið áhyggjum hinna sem eldri eru. Þannig var það með tónlistina, vídeógláp og aðrar nýjungar. Við erum oft alltof svartsýn á framtíð unga fólksins okkar og einblínum um of á hið neikvæða. Í Fréttablaðinu í gær sögðum við frá íslenskum atvinnumanni í tölvuleikjaspilun. Það er búið að kaupa hann til Sviss og þótt þessi frétt sé nýlunda í íslenskum fjölmiðlum eru tíðindin ekkert ósvipuð því en þegar sagðar eru fréttir af unglingum sem keyptir eru til að spila fótbolta eða handbolta í Svíþjóð. Sjálfur segir ungi atvinnumaðurinn, Jökull Jóhannsson, að þetta sé eins og hver önnur vinna en hann æfir þessa íþrótt, að spila tölvuleik, í átta tíma á dag. Bestu atvinnumennirnir í deild Jökuls, sem kennir sig við leikinn Starcraft, þéna eina til tvær milljónir á mánuði. Það er því til nokkurs að vinna. Tölvuleikir tilheyra afþreyingariðnaði og síðustu ár hefur velta iðnaðarins orðið tvöfalt meiri en velta tónlistariðnaðarins. Fyrsti söludagur nýs leiks slær oft út miðasölu á stærstu bíómyndir hvers árs á opnunarhelgi. Tölvuleikir velta líka meiru en tímaritaútgáfa í heiminum og slaga vel yfir helming veltu kvikmyndaiðnaðarins. Eitt af framsæknari fyrirtækjunum hér á landi er tölvuleikjaframleiðandinn CCP sem gefur út Eve Online og fleiri leiki. Fjöldi manns starfar hjá fyrirtækinu sem er með skrifstofur víða um heim. Hrunið hafði lítil áhrif á tölvuleikjaiðnaðinn nema þá til batnaðar því það losnaði um hæfileikafólk sem kastaði sér út í ævintýri á nýjum slóðum. Við sögðum frá nokkrum ungum mönnum í síðustu viku sem hafa skapað nýjan leik sem kemur út á næstunni og heitir Aaru‘s Awakening. Samtals hafa þessir ungu menn eytt níu milljónum í beinhörðum peningum til að koma leiknum á koppinn en raunverðið hleypur á yfir hundrað milljónum ef vinnuframlag þeirra er tekið með í reikninginn. Þetta er frumkvöðlastarf og mikil áhætta en miðað við umfjöllun í erlendum tölvuleikjamiðlum bendir allt til þess að veðmálið gæti gengið upp. Íslenskur tölvuleikjaiðnaður veltir yfir tíu milljörðum króna á ári og þó eigum við nóg inni. Ekkert bendir til þess að eftirspurn eftir afþreyingu í formi tölvuleikja eigi eftir að minnka. Þvert á móti fjölgar þeim sem spila leiki og þetta fólk eldist og vill fjölbreyttari afþreyingarleiki. Við eigum að taka öllum svona breytingum fagnandi og passa okkur að gera ekki lítið úr furðulegu samræðunum sem við heyrum úr herbergjum unglinganna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Tengdar fréttir Vinnur við að keppa í vinsælum tölvuleik Íslenskur atvinnumaður í tölvuleikjaspilun hefur náð gríðargóðum árangri og er genginn til liðs við svissneskt atvinnumannalið. Bestu atvinnumennirnir þéna eina til tvær milljónir á mánuði. Hann segir atvinnumennsku eins og hverja aðra vinnu. 4. júlí 2013 07:30 Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Úr herbergjum unglinganna á Íslandi heyrast oft háværar samræður á ensku ef unglingurinn er að spila tölvuleik. Þetta er ný menning og mörgum þykir hún óhugnanleg. Í því samhengi er rætt um tölvuleikjafíkn og foreldrar oft áhyggjufullir. Það er erfitt að ala upp ungling í nútímasamfélagi hvað þá ef hann dvelur tímunum saman í gerviveröld tölvuleikjanna. En nýir siðir ungs fólks hafa alltaf valdið áhyggjum hinna sem eldri eru. Þannig var það með tónlistina, vídeógláp og aðrar nýjungar. Við erum oft alltof svartsýn á framtíð unga fólksins okkar og einblínum um of á hið neikvæða. Í Fréttablaðinu í gær sögðum við frá íslenskum atvinnumanni í tölvuleikjaspilun. Það er búið að kaupa hann til Sviss og þótt þessi frétt sé nýlunda í íslenskum fjölmiðlum eru tíðindin ekkert ósvipuð því en þegar sagðar eru fréttir af unglingum sem keyptir eru til að spila fótbolta eða handbolta í Svíþjóð. Sjálfur segir ungi atvinnumaðurinn, Jökull Jóhannsson, að þetta sé eins og hver önnur vinna en hann æfir þessa íþrótt, að spila tölvuleik, í átta tíma á dag. Bestu atvinnumennirnir í deild Jökuls, sem kennir sig við leikinn Starcraft, þéna eina til tvær milljónir á mánuði. Það er því til nokkurs að vinna. Tölvuleikir tilheyra afþreyingariðnaði og síðustu ár hefur velta iðnaðarins orðið tvöfalt meiri en velta tónlistariðnaðarins. Fyrsti söludagur nýs leiks slær oft út miðasölu á stærstu bíómyndir hvers árs á opnunarhelgi. Tölvuleikir velta líka meiru en tímaritaútgáfa í heiminum og slaga vel yfir helming veltu kvikmyndaiðnaðarins. Eitt af framsæknari fyrirtækjunum hér á landi er tölvuleikjaframleiðandinn CCP sem gefur út Eve Online og fleiri leiki. Fjöldi manns starfar hjá fyrirtækinu sem er með skrifstofur víða um heim. Hrunið hafði lítil áhrif á tölvuleikjaiðnaðinn nema þá til batnaðar því það losnaði um hæfileikafólk sem kastaði sér út í ævintýri á nýjum slóðum. Við sögðum frá nokkrum ungum mönnum í síðustu viku sem hafa skapað nýjan leik sem kemur út á næstunni og heitir Aaru‘s Awakening. Samtals hafa þessir ungu menn eytt níu milljónum í beinhörðum peningum til að koma leiknum á koppinn en raunverðið hleypur á yfir hundrað milljónum ef vinnuframlag þeirra er tekið með í reikninginn. Þetta er frumkvöðlastarf og mikil áhætta en miðað við umfjöllun í erlendum tölvuleikjamiðlum bendir allt til þess að veðmálið gæti gengið upp. Íslenskur tölvuleikjaiðnaður veltir yfir tíu milljörðum króna á ári og þó eigum við nóg inni. Ekkert bendir til þess að eftirspurn eftir afþreyingu í formi tölvuleikja eigi eftir að minnka. Þvert á móti fjölgar þeim sem spila leiki og þetta fólk eldist og vill fjölbreyttari afþreyingarleiki. Við eigum að taka öllum svona breytingum fagnandi og passa okkur að gera ekki lítið úr furðulegu samræðunum sem við heyrum úr herbergjum unglinganna.
Vinnur við að keppa í vinsælum tölvuleik Íslenskur atvinnumaður í tölvuleikjaspilun hefur náð gríðargóðum árangri og er genginn til liðs við svissneskt atvinnumannalið. Bestu atvinnumennirnir þéna eina til tvær milljónir á mánuði. Hann segir atvinnumennsku eins og hverja aðra vinnu. 4. júlí 2013 07:30
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun