Vegna viðtals um kampavínsklúbba Steinunn Gyðu- og Guðjónsson skrifar 25. júlí 2013 07:00 Þann 19. júlí sl. var birt á forsíðu Fréttablaðsins frétt undir fyrirsögninni „Bera mörg merki mansals“ þar sem m.a. er vitnað í orð mín. Því miður er viðtalið eins og það birtist ónákvæmt og beinar tilvitnanir í mig ekki réttar. Það sem mér og blaðakonu fór á milli er rakið hér. Þann 18. júlí sl. hringdi blaðakona Fréttablaðsins í mig til að kanna hvort ég hefði séð nýlega umfjöllun blaðsins um starfsemi svokallaðra kampavínsklúbba í Reykjavík og spurði hvað ég hefði um þessa umfjöllun að segja út frá starfi mínu í Kristínarhúsi. Umfjöllunina hafði ég séð og svaraði því til að kampavínsklúbbarnir hefðu ekki komið til umræðu í Kristínarhúsi og ég vissi því ekkert meira um þá en það sem ég hafði lesið á vef Vísis. Innt eftir viðbrögðum við umfjölluninni sagði ég að fyrst og fremst þætti mér að blaðið ætti að hafa samband við lögreglu, sem eftirlitsaðila með starfseminni, og óska eftir viðbrögðum hennar. Vegna starfa minna þekki ég vel til þekktra einkenna mansals og vændis og ýmissa vísbendinga sem geta bent til þess að slíkt eigi sér stað. Ég sagði blaðakonu almennt frá einkennum vændis og mansals og benti á ákveðnar hliðstæður sem hægt var að sjá með lýsingu Fréttablaðsins á starfsemi hinna svonefndu kampavínsklúbba og þekktra vísbendinga um vændi og mansal. Fullyrti ekki um vændi eða mansal Þar ber fyrst að nefna að skv. umfjöllun blaðsins væri hægt að fara afsíðis með konu í tíu mínútur fyrir 20.000 krónur. Ég benti á að það væri vel þekkt gangverð fyrir vændi á Íslandi í dag. Þá hjó ég eftir því í umfjölluninni að starfskonur að minnsta kosti annars klúbbsins væru flestar erlendar og hefðu aðeins verið í mjög stuttan tíma á Íslandi. Ég benti á að það væru þekkt einkenni mansals að staða kvenna sem standa höllum fæti væri misnotuð og að konur sem seldar væru mansali væru oft á eilífu flakki milli landa. Í umfjöllun Fréttablaðsins hafði auk þess komið fram að konurnar virtust lúta stjórn einnar konu inni á staðnum og byggju allar á sama stað utan vinnu. Aftur benti ég á að þekkt vísbending um mansal er skertur yfirráðaréttur yfir eigin lífi, m.a. búsetu, auk þess sem konur geta stýrt mansali og gert út aðrar konur líkt og karlar. Í lok viðtals ítrekaði ég mikilvægi þess að kalla eftir viðbrögðum lögreglu. Ég fullyrti hins vegar ekki í viðtalinu að á umræddum stöðum væri stundað vændi og/eða mansal. Þau einkenni mansals og vændis sem ég tiltók eru öll vel þekkt og í samræmi við alþjóðlegar skilgreiningar og gátlista um mansal. Ég þekki ekki persónulega til starfsemi kampavínsklúbbanna og gat því ekki fullyrt um hvers kyns starfsemi fer þar fram. Því byggðust svör mín einvörðungu á því að bera saman þekktar vísbendingar um mansal við lýsingar blaðamanns á starfseminni án þess að draga ályktanir af því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 19. júlí sl. var birt á forsíðu Fréttablaðsins frétt undir fyrirsögninni „Bera mörg merki mansals“ þar sem m.a. er vitnað í orð mín. Því miður er viðtalið eins og það birtist ónákvæmt og beinar tilvitnanir í mig ekki réttar. Það sem mér og blaðakonu fór á milli er rakið hér. Þann 18. júlí sl. hringdi blaðakona Fréttablaðsins í mig til að kanna hvort ég hefði séð nýlega umfjöllun blaðsins um starfsemi svokallaðra kampavínsklúbba í Reykjavík og spurði hvað ég hefði um þessa umfjöllun að segja út frá starfi mínu í Kristínarhúsi. Umfjöllunina hafði ég séð og svaraði því til að kampavínsklúbbarnir hefðu ekki komið til umræðu í Kristínarhúsi og ég vissi því ekkert meira um þá en það sem ég hafði lesið á vef Vísis. Innt eftir viðbrögðum við umfjölluninni sagði ég að fyrst og fremst þætti mér að blaðið ætti að hafa samband við lögreglu, sem eftirlitsaðila með starfseminni, og óska eftir viðbrögðum hennar. Vegna starfa minna þekki ég vel til þekktra einkenna mansals og vændis og ýmissa vísbendinga sem geta bent til þess að slíkt eigi sér stað. Ég sagði blaðakonu almennt frá einkennum vændis og mansals og benti á ákveðnar hliðstæður sem hægt var að sjá með lýsingu Fréttablaðsins á starfsemi hinna svonefndu kampavínsklúbba og þekktra vísbendinga um vændi og mansal. Fullyrti ekki um vændi eða mansal Þar ber fyrst að nefna að skv. umfjöllun blaðsins væri hægt að fara afsíðis með konu í tíu mínútur fyrir 20.000 krónur. Ég benti á að það væri vel þekkt gangverð fyrir vændi á Íslandi í dag. Þá hjó ég eftir því í umfjölluninni að starfskonur að minnsta kosti annars klúbbsins væru flestar erlendar og hefðu aðeins verið í mjög stuttan tíma á Íslandi. Ég benti á að það væru þekkt einkenni mansals að staða kvenna sem standa höllum fæti væri misnotuð og að konur sem seldar væru mansali væru oft á eilífu flakki milli landa. Í umfjöllun Fréttablaðsins hafði auk þess komið fram að konurnar virtust lúta stjórn einnar konu inni á staðnum og byggju allar á sama stað utan vinnu. Aftur benti ég á að þekkt vísbending um mansal er skertur yfirráðaréttur yfir eigin lífi, m.a. búsetu, auk þess sem konur geta stýrt mansali og gert út aðrar konur líkt og karlar. Í lok viðtals ítrekaði ég mikilvægi þess að kalla eftir viðbrögðum lögreglu. Ég fullyrti hins vegar ekki í viðtalinu að á umræddum stöðum væri stundað vændi og/eða mansal. Þau einkenni mansals og vændis sem ég tiltók eru öll vel þekkt og í samræmi við alþjóðlegar skilgreiningar og gátlista um mansal. Ég þekki ekki persónulega til starfsemi kampavínsklúbbanna og gat því ekki fullyrt um hvers kyns starfsemi fer þar fram. Því byggðust svör mín einvörðungu á því að bera saman þekktar vísbendingar um mansal við lýsingar blaðamanns á starfseminni án þess að draga ályktanir af því.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun