"Átti ekki marga vini á tímabili" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júlí 2013 07:30 Arna Stefanía setur stefnuna á Ólympíuleikana í Ríó árið 2016. Mynd/Stefán „Fyrri dagurinn var ótrúlegur. Ég trúði þessu ekki sjálf,“ segir sjöþrautarkempan Arna Stefanía Guðmundsdóttir. ÍR-ingurinn fór á kostum á EM 19 ára og yngri í Rieti á Ítalíu í síðustu viku. Arna bætti árangur sinn í þremur greinum af fjórum fyrri daginn og setti aldursflokkamet í 100 metra grindahlaupi. Þrátt fyrir að seinni dagurinn hafi ekki verið jafngóður var niðurstaðan frábær. Sjötta sæti af 17 keppendum þar sem ellefu bættu árangur sinn. Bæting Örnu, sem átti 14. besta árangur keppenda fyrir mótið, var hins vegar áberandi mikil eða 193 stig. Hún á nú fjórða besta árangur Íslendings frá upphafi með 5.383 stig. „Ég klúðraði þraut á HM 17 ára og yngri sumarið 2011 með lélegu langstökki. Það var gott að komast í gegnum þraut á svona stóru móti og hífa sig upp um nokkuð mörg sæti,“ segir Arna ánægð. Skammt er stórra högga á milli hjá fjölþrautarfólki. Um mánaðarmótin var Arna í eldlínunni með landsliðinu í Evrópubikarnum í Portúgal. Aftur gerði langstökkið henni skráveifu en þar náði hún engu gildu stökki. „Maður getur gert slæm mistök í fyrstu grein eða þeirri síðustu. Þá er þrautin í rauninni ónýt. Ef þú færð núll stig í einni grein eru ekki miklar líkur á persónulegri bætingu,“ segir Arna. Hún segir andlega þáttinn skipta miklu máli. Fólk var búið að afskrifa migArna Stefanía bætti sinn besta árangur í 100 metra grindahlaupi á Ítalíu.Fréttablaðið/StefánArna segir það notalega tilfinningu að vera komin á beinu brautina. Árið 2012 hafi reynst henni erfitt andlega sem líkamlega. „Það var gott að koma tilbaka því fólk var kannski hætt að hafa trú á mér í fyrra. Ég viðurkenni að árið 2012 var mjög erfitt en ég var alltaf ákveðin að halda áfram og vissi að ég ætti þetta inni,“ segir frjálsíþróttakappinn. Hún bætir því við að margir hafi afskrifað sig þrátt fyrir ungan aldur. „Á tímabili átti ég ekki marga vini en þegar vel gengur eru allir vinir manns. Sumt fólk hefur hins vegar alltaf stutt mig og þau vita hver þau eru,“ segir Arna. Hún kann þjálfara sínum Þráni Hafsteinssyni bestu þakkir auk annarra þjálfara hjá Reykjavíkurfélaginu. „Þráinn hefur aldrei misst trúna á mér frekar en aðrir innan ÍR,“ segir Arna sem ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. Aðspurð segist Arna geta bætt sig í öllum greinunum sjö. Langtímamarkmiðið er skýrt. „Ég sé núna að það er ekkert rugl í mér að ná lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Ríó 2016. Ég veit að ég á mikið inni. Ef þetta heldur svona áfram væri það gaman.“ 5.950 stig dugðu til þess að komast á leikana í London 2012. Vildi keppa í öllum greinumArna Stefanía var nálægt sínum besta árangri í spjótkasti á Ítalíu.Fréttablaðið/StefánArna byrjaði að æfa frjálsar íþróttir hjá ÍR átta ára gömul. Fjölhæfni hennar og keppnisskap kom snemma í ljós. „Mér fannst mér svo gaman að keppa að ég keppti alltaf í öllum greinum,“ segir Arna um ástæðu þess að sjöþrautin varð fyrir valinu. Hún segir þjálfara hennar alltaf hafa hvatt hana til að viðhalda fjölhæfninni og æfa sem flestar greinar frjálsra íþrótta. „Svo fór ég til Þráins í lok árs 2010 og þá má segja að þrautarundirbúningurinn hafi hafist. Ég tel mig nógu fjölhæfa og á góða möguleika í þessu. Svo er þetta bara svo gaman.“ Arna, sem verður átján ára í september, verður við keppni á Meistaramóti Íslands norðan heiða um helgina. Hún reiknar þó aðallega með því að einbeita sér að boðhlaupum með stöllum sínum úr ÍR. Hún kann vel að meta félagsskapinn í Breiðholtinu og ekki síður hjá hennar helstu keppinautum í sjöþrautinni. „Við Sveinbjörg (Zophaníasdóttir úr FH) og María Rún (Gunnlaugsdóttir úr Ármanni) erum frábærar vinkonur og ég er heppin að eiga þær að. Ég veit að þær styðja mig og ég geri það á móti. Auðvitað erum við að keppa en mér gleðst gangi þeim vel þótt mér gangi illa á sama tíma,“ segir Arna sem lítur á þær stöllur sem frábærar fyrirmyndir líkt og Íslandsmethafann Helgu Margréti Þorsteinsdóttur.Stigahæstu sjöþrautarkonur Íslandssögunnar 1. Helga Margrét Þorsteinsdóttir, Ármann 5878 stig (Tékklandi 2009) 2. Sveinbjörg Zophaníasdóttir, FH 5479 stig (Finnlandi 2013) 3. Kristín Birna Ólafsdóttir, ÍR 5402 stig (Bandaríkin, 2006) 4. Arna Stefanía Guðmundsdóttir, ÍR 5383 stig (Ítalíu 2013) 5. María Rún Gunnlaugsdóttir, Ármann 5321 stig (Portúgal 2013) Frjálsar íþróttir Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Í beinni: Grindavík - Valur | Rísa Grindvíkingar upp? Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Í beinni: Fram - ÍA | Tvö lið sem lofa góðu mætast Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Martin flottur í stórsigri Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Stelpurnar í BH enduðu 35 ára sigurgöngu Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjá meira
„Fyrri dagurinn var ótrúlegur. Ég trúði þessu ekki sjálf,“ segir sjöþrautarkempan Arna Stefanía Guðmundsdóttir. ÍR-ingurinn fór á kostum á EM 19 ára og yngri í Rieti á Ítalíu í síðustu viku. Arna bætti árangur sinn í þremur greinum af fjórum fyrri daginn og setti aldursflokkamet í 100 metra grindahlaupi. Þrátt fyrir að seinni dagurinn hafi ekki verið jafngóður var niðurstaðan frábær. Sjötta sæti af 17 keppendum þar sem ellefu bættu árangur sinn. Bæting Örnu, sem átti 14. besta árangur keppenda fyrir mótið, var hins vegar áberandi mikil eða 193 stig. Hún á nú fjórða besta árangur Íslendings frá upphafi með 5.383 stig. „Ég klúðraði þraut á HM 17 ára og yngri sumarið 2011 með lélegu langstökki. Það var gott að komast í gegnum þraut á svona stóru móti og hífa sig upp um nokkuð mörg sæti,“ segir Arna ánægð. Skammt er stórra högga á milli hjá fjölþrautarfólki. Um mánaðarmótin var Arna í eldlínunni með landsliðinu í Evrópubikarnum í Portúgal. Aftur gerði langstökkið henni skráveifu en þar náði hún engu gildu stökki. „Maður getur gert slæm mistök í fyrstu grein eða þeirri síðustu. Þá er þrautin í rauninni ónýt. Ef þú færð núll stig í einni grein eru ekki miklar líkur á persónulegri bætingu,“ segir Arna. Hún segir andlega þáttinn skipta miklu máli. Fólk var búið að afskrifa migArna Stefanía bætti sinn besta árangur í 100 metra grindahlaupi á Ítalíu.Fréttablaðið/StefánArna segir það notalega tilfinningu að vera komin á beinu brautina. Árið 2012 hafi reynst henni erfitt andlega sem líkamlega. „Það var gott að koma tilbaka því fólk var kannski hætt að hafa trú á mér í fyrra. Ég viðurkenni að árið 2012 var mjög erfitt en ég var alltaf ákveðin að halda áfram og vissi að ég ætti þetta inni,“ segir frjálsíþróttakappinn. Hún bætir því við að margir hafi afskrifað sig þrátt fyrir ungan aldur. „Á tímabili átti ég ekki marga vini en þegar vel gengur eru allir vinir manns. Sumt fólk hefur hins vegar alltaf stutt mig og þau vita hver þau eru,“ segir Arna. Hún kann þjálfara sínum Þráni Hafsteinssyni bestu þakkir auk annarra þjálfara hjá Reykjavíkurfélaginu. „Þráinn hefur aldrei misst trúna á mér frekar en aðrir innan ÍR,“ segir Arna sem ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. Aðspurð segist Arna geta bætt sig í öllum greinunum sjö. Langtímamarkmiðið er skýrt. „Ég sé núna að það er ekkert rugl í mér að ná lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Ríó 2016. Ég veit að ég á mikið inni. Ef þetta heldur svona áfram væri það gaman.“ 5.950 stig dugðu til þess að komast á leikana í London 2012. Vildi keppa í öllum greinumArna Stefanía var nálægt sínum besta árangri í spjótkasti á Ítalíu.Fréttablaðið/StefánArna byrjaði að æfa frjálsar íþróttir hjá ÍR átta ára gömul. Fjölhæfni hennar og keppnisskap kom snemma í ljós. „Mér fannst mér svo gaman að keppa að ég keppti alltaf í öllum greinum,“ segir Arna um ástæðu þess að sjöþrautin varð fyrir valinu. Hún segir þjálfara hennar alltaf hafa hvatt hana til að viðhalda fjölhæfninni og æfa sem flestar greinar frjálsra íþrótta. „Svo fór ég til Þráins í lok árs 2010 og þá má segja að þrautarundirbúningurinn hafi hafist. Ég tel mig nógu fjölhæfa og á góða möguleika í þessu. Svo er þetta bara svo gaman.“ Arna, sem verður átján ára í september, verður við keppni á Meistaramóti Íslands norðan heiða um helgina. Hún reiknar þó aðallega með því að einbeita sér að boðhlaupum með stöllum sínum úr ÍR. Hún kann vel að meta félagsskapinn í Breiðholtinu og ekki síður hjá hennar helstu keppinautum í sjöþrautinni. „Við Sveinbjörg (Zophaníasdóttir úr FH) og María Rún (Gunnlaugsdóttir úr Ármanni) erum frábærar vinkonur og ég er heppin að eiga þær að. Ég veit að þær styðja mig og ég geri það á móti. Auðvitað erum við að keppa en mér gleðst gangi þeim vel þótt mér gangi illa á sama tíma,“ segir Arna sem lítur á þær stöllur sem frábærar fyrirmyndir líkt og Íslandsmethafann Helgu Margréti Þorsteinsdóttur.Stigahæstu sjöþrautarkonur Íslandssögunnar 1. Helga Margrét Þorsteinsdóttir, Ármann 5878 stig (Tékklandi 2009) 2. Sveinbjörg Zophaníasdóttir, FH 5479 stig (Finnlandi 2013) 3. Kristín Birna Ólafsdóttir, ÍR 5402 stig (Bandaríkin, 2006) 4. Arna Stefanía Guðmundsdóttir, ÍR 5383 stig (Ítalíu 2013) 5. María Rún Gunnlaugsdóttir, Ármann 5321 stig (Portúgal 2013)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Í beinni: Grindavík - Valur | Rísa Grindvíkingar upp? Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Í beinni: Fram - ÍA | Tvö lið sem lofa góðu mætast Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Martin flottur í stórsigri Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Stelpurnar í BH enduðu 35 ára sigurgöngu Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjá meira