Verjum hagsmuni heimilanna Eygló Harðardóttir skrifar 29. júlí 2013 06:00 Ýmsir hafa áhyggjur af stefnu stjórnvalda um leiðréttingu skulda og afnám gjaldeyrishaftanna. Enn er fullyrt að allt fari hér á versta veg ef kröfuhöfum verður ekki tryggður hámarkshagnaður af eignum sínum á kostnað ríkissjóðs og heimilanna. Nú síðast breytti S&P horfum ríkissjóðs úr stöðugum í neikvæðar. Að gefnu tilefni er því rétt að ítreka eftirfarandi. Stefna stjórnvalda er að leiðrétta stökkbreytt verðtryggð lán heimilanna. Skuldaleiðréttingin mun ekki auka skuldir ríkissjóðs. Nánari útfærsla mun liggja fyrir í nóvember. Bæði bein niðurfærsla höfuðstóls og skattalegar aðgerðir kunna að verða fyrir valinu í samræmi við stefnu stjórnarflokkanna. Mögulegt verður að beita fjárhæðartakmörkunum og öðrum skilyrðum til að tryggja jafnræði og skilvirkni úrræðanna. Stjórnvöld telja rétt að þeir sem orsökuðu hækkun verðtryggðra skulda greiði fyrir leiðréttinguna. Því sé rétt að það svigrúm sem myndast samhliða uppgjöri þrotabúanna verði nýtt til að koma til móts við heimilin. Forsætisráðherra og Seðlabanki Íslands buðu lánshæfismatsfyrirtækinu S&P sérstakan fund til að fara ítarlega yfir áform um skuldaleiðréttingu, grundvöll hennar og fjármögnun. Fyrirtækið ákvað að þiggja ekki það boð en þrátt fyrir það byggir það m.a. ákvörðun sína á að ekki liggi fyrir nægar upplýsingar um fyrirætlanir stjórnvalda. Afstaða þeirra er því ófagleg og illa grundvölluð, en kemur kannski ekki á óvart. Við vissum ætíð að þetta yrði ekki auðvelt. Gífurlegir hagsmunir eru undir að stoppa baráttu okkar fyrir heimilum landsins. Ef smáríki á borð við Ísland kynni að leiðrétta skuldir heimilanna á kostnað fjármagnseigenda, þá gæti kannski fleirum dottið í hug að gera það sama! Kannski skýrir þetta mismunandi afstöðu S&P til skuldaleiðréttingar og Icesave-samninganna á sínum tíma. Þá taldi S&P það bæta lánshæfismat Íslands að auka skuldir ríkissjóðs um 200 milljarða króna vegna Icesave. Yrðu samningarnir ekki samþykktir myndi matið hins vegar hugsanlega lækka umtalsvert. Ísland mun standa við skuldbindingar sínar og stjórnvöld munu standa við loforð sitt. Loforðið er að lækka skuldir. Skuldir heimilanna, skuldir ríkisins og skuldir þjóðarbúsins. Það upplýsist hér með. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Skoðun Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Sjá meira
Ýmsir hafa áhyggjur af stefnu stjórnvalda um leiðréttingu skulda og afnám gjaldeyrishaftanna. Enn er fullyrt að allt fari hér á versta veg ef kröfuhöfum verður ekki tryggður hámarkshagnaður af eignum sínum á kostnað ríkissjóðs og heimilanna. Nú síðast breytti S&P horfum ríkissjóðs úr stöðugum í neikvæðar. Að gefnu tilefni er því rétt að ítreka eftirfarandi. Stefna stjórnvalda er að leiðrétta stökkbreytt verðtryggð lán heimilanna. Skuldaleiðréttingin mun ekki auka skuldir ríkissjóðs. Nánari útfærsla mun liggja fyrir í nóvember. Bæði bein niðurfærsla höfuðstóls og skattalegar aðgerðir kunna að verða fyrir valinu í samræmi við stefnu stjórnarflokkanna. Mögulegt verður að beita fjárhæðartakmörkunum og öðrum skilyrðum til að tryggja jafnræði og skilvirkni úrræðanna. Stjórnvöld telja rétt að þeir sem orsökuðu hækkun verðtryggðra skulda greiði fyrir leiðréttinguna. Því sé rétt að það svigrúm sem myndast samhliða uppgjöri þrotabúanna verði nýtt til að koma til móts við heimilin. Forsætisráðherra og Seðlabanki Íslands buðu lánshæfismatsfyrirtækinu S&P sérstakan fund til að fara ítarlega yfir áform um skuldaleiðréttingu, grundvöll hennar og fjármögnun. Fyrirtækið ákvað að þiggja ekki það boð en þrátt fyrir það byggir það m.a. ákvörðun sína á að ekki liggi fyrir nægar upplýsingar um fyrirætlanir stjórnvalda. Afstaða þeirra er því ófagleg og illa grundvölluð, en kemur kannski ekki á óvart. Við vissum ætíð að þetta yrði ekki auðvelt. Gífurlegir hagsmunir eru undir að stoppa baráttu okkar fyrir heimilum landsins. Ef smáríki á borð við Ísland kynni að leiðrétta skuldir heimilanna á kostnað fjármagnseigenda, þá gæti kannski fleirum dottið í hug að gera það sama! Kannski skýrir þetta mismunandi afstöðu S&P til skuldaleiðréttingar og Icesave-samninganna á sínum tíma. Þá taldi S&P það bæta lánshæfismat Íslands að auka skuldir ríkissjóðs um 200 milljarða króna vegna Icesave. Yrðu samningarnir ekki samþykktir myndi matið hins vegar hugsanlega lækka umtalsvert. Ísland mun standa við skuldbindingar sínar og stjórnvöld munu standa við loforð sitt. Loforðið er að lækka skuldir. Skuldir heimilanna, skuldir ríkisins og skuldir þjóðarbúsins. Það upplýsist hér með.
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar