Verjum hagsmuni heimilanna Eygló Harðardóttir skrifar 29. júlí 2013 06:00 Ýmsir hafa áhyggjur af stefnu stjórnvalda um leiðréttingu skulda og afnám gjaldeyrishaftanna. Enn er fullyrt að allt fari hér á versta veg ef kröfuhöfum verður ekki tryggður hámarkshagnaður af eignum sínum á kostnað ríkissjóðs og heimilanna. Nú síðast breytti S&P horfum ríkissjóðs úr stöðugum í neikvæðar. Að gefnu tilefni er því rétt að ítreka eftirfarandi. Stefna stjórnvalda er að leiðrétta stökkbreytt verðtryggð lán heimilanna. Skuldaleiðréttingin mun ekki auka skuldir ríkissjóðs. Nánari útfærsla mun liggja fyrir í nóvember. Bæði bein niðurfærsla höfuðstóls og skattalegar aðgerðir kunna að verða fyrir valinu í samræmi við stefnu stjórnarflokkanna. Mögulegt verður að beita fjárhæðartakmörkunum og öðrum skilyrðum til að tryggja jafnræði og skilvirkni úrræðanna. Stjórnvöld telja rétt að þeir sem orsökuðu hækkun verðtryggðra skulda greiði fyrir leiðréttinguna. Því sé rétt að það svigrúm sem myndast samhliða uppgjöri þrotabúanna verði nýtt til að koma til móts við heimilin. Forsætisráðherra og Seðlabanki Íslands buðu lánshæfismatsfyrirtækinu S&P sérstakan fund til að fara ítarlega yfir áform um skuldaleiðréttingu, grundvöll hennar og fjármögnun. Fyrirtækið ákvað að þiggja ekki það boð en þrátt fyrir það byggir það m.a. ákvörðun sína á að ekki liggi fyrir nægar upplýsingar um fyrirætlanir stjórnvalda. Afstaða þeirra er því ófagleg og illa grundvölluð, en kemur kannski ekki á óvart. Við vissum ætíð að þetta yrði ekki auðvelt. Gífurlegir hagsmunir eru undir að stoppa baráttu okkar fyrir heimilum landsins. Ef smáríki á borð við Ísland kynni að leiðrétta skuldir heimilanna á kostnað fjármagnseigenda, þá gæti kannski fleirum dottið í hug að gera það sama! Kannski skýrir þetta mismunandi afstöðu S&P til skuldaleiðréttingar og Icesave-samninganna á sínum tíma. Þá taldi S&P það bæta lánshæfismat Íslands að auka skuldir ríkissjóðs um 200 milljarða króna vegna Icesave. Yrðu samningarnir ekki samþykktir myndi matið hins vegar hugsanlega lækka umtalsvert. Ísland mun standa við skuldbindingar sínar og stjórnvöld munu standa við loforð sitt. Loforðið er að lækka skuldir. Skuldir heimilanna, skuldir ríkisins og skuldir þjóðarbúsins. Það upplýsist hér með. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Ýmsir hafa áhyggjur af stefnu stjórnvalda um leiðréttingu skulda og afnám gjaldeyrishaftanna. Enn er fullyrt að allt fari hér á versta veg ef kröfuhöfum verður ekki tryggður hámarkshagnaður af eignum sínum á kostnað ríkissjóðs og heimilanna. Nú síðast breytti S&P horfum ríkissjóðs úr stöðugum í neikvæðar. Að gefnu tilefni er því rétt að ítreka eftirfarandi. Stefna stjórnvalda er að leiðrétta stökkbreytt verðtryggð lán heimilanna. Skuldaleiðréttingin mun ekki auka skuldir ríkissjóðs. Nánari útfærsla mun liggja fyrir í nóvember. Bæði bein niðurfærsla höfuðstóls og skattalegar aðgerðir kunna að verða fyrir valinu í samræmi við stefnu stjórnarflokkanna. Mögulegt verður að beita fjárhæðartakmörkunum og öðrum skilyrðum til að tryggja jafnræði og skilvirkni úrræðanna. Stjórnvöld telja rétt að þeir sem orsökuðu hækkun verðtryggðra skulda greiði fyrir leiðréttinguna. Því sé rétt að það svigrúm sem myndast samhliða uppgjöri þrotabúanna verði nýtt til að koma til móts við heimilin. Forsætisráðherra og Seðlabanki Íslands buðu lánshæfismatsfyrirtækinu S&P sérstakan fund til að fara ítarlega yfir áform um skuldaleiðréttingu, grundvöll hennar og fjármögnun. Fyrirtækið ákvað að þiggja ekki það boð en þrátt fyrir það byggir það m.a. ákvörðun sína á að ekki liggi fyrir nægar upplýsingar um fyrirætlanir stjórnvalda. Afstaða þeirra er því ófagleg og illa grundvölluð, en kemur kannski ekki á óvart. Við vissum ætíð að þetta yrði ekki auðvelt. Gífurlegir hagsmunir eru undir að stoppa baráttu okkar fyrir heimilum landsins. Ef smáríki á borð við Ísland kynni að leiðrétta skuldir heimilanna á kostnað fjármagnseigenda, þá gæti kannski fleirum dottið í hug að gera það sama! Kannski skýrir þetta mismunandi afstöðu S&P til skuldaleiðréttingar og Icesave-samninganna á sínum tíma. Þá taldi S&P það bæta lánshæfismat Íslands að auka skuldir ríkissjóðs um 200 milljarða króna vegna Icesave. Yrðu samningarnir ekki samþykktir myndi matið hins vegar hugsanlega lækka umtalsvert. Ísland mun standa við skuldbindingar sínar og stjórnvöld munu standa við loforð sitt. Loforðið er að lækka skuldir. Skuldir heimilanna, skuldir ríkisins og skuldir þjóðarbúsins. Það upplýsist hér með.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun