Hann fær jafn mikla samkeppni hjá bandaríska liðinu Stefán Árni Pálsson skrifar 30. júlí 2013 06:00 íslenska landsliðið í knattspyrnu mun ekki geta notfært sér hæfileika Arons Jóhannssonar en leikmaðurinn hefur valið að leika fyrir bandaríska landsliðið. Fréttablaðið/Anton Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson, leikmaður AZ, tilkynnti í gær að hann ætli sér að leika með bandaríska landsliðinu í framtíðinni en ekki með hinu íslenska. Leikmaðurinn fæddist í Bandaríkjunum og bjó fyrstu þrjú ár ævi sinnar þar. Aron hefur leikið fyrir U-21 landslið Íslands en aldrei tekið þátt í A-landsliðsverkefni og því er hann gjaldgengur í bandaríska landsliðið. „Þetta eru vissulega mikil vonbrigði,“ segir Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands, í samtali við Fréttablaðið í gær.Lars Lagerback.Mynd / Vilhelm„Ég ræddi við hann fyrir nokkrum dögum og þá hafði hann ekki tekið endanlega ákvörðun. Undanfarna mánuði hef ég oft talað við Aron um framtíð hans hjá íslenska landsliðinu og ákvörðun hans kom mér nokkuð á óvart. Þetta voru bæði mikil vonbrigði fyrir mig persónulega og einnig fyrir landsliðið í heild sinni.“ Aron sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hann meðal annars þakkaði landsliðsþjálfara Íslands fyrir stuðninginn.„Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í landslið Bandaríkjanna í knattspyrnu. Val mitt hefur staðið á milli þess að spila með íslenska landsliðinu eða því bandaríska þar sem ég er með tvöfalt ríkisfang. Ákvörðunin var ekki auðveld eða tekin í flýti enda stóð valið á milli tveggja góðra landsliða,“ skrifaði Aron í yfirlýsingu sinni.Aron JóhannssonMynd / Getty ImagesAð sögn Lars Lagerbäck var ein aðalástæða Arons fyrir valinu sú að hann ætti betri möguleika á því að komast í bandaríska landsliðið en hið íslenska. „Ég reyndi að fá hann til að skipta um skoðun en núna liggur þetta fyrir og því verð ég að sjálfsögðu að virða hans ákvörðun.“ Aron hefur lengi vel verið talinn einn efnilegasti knattspyrnumaður okkar Íslendinga en leikmaðurinn er uppalinn hjá Fjölni í Grafarvoginum. „Það er leiðinlegt að missa svona ungan og efnilegan leikmann til annarrar þjóðar, en þetta er staðan í alþjóðasamfélaginu í dag og lítið sem ég get gert í því núna.“ Lars hefur aftur á móti ekki miklar áhyggjur af framherjastöðunni hjá íslenska landsliðinu en hlutirnir geta alltaf breyst fljótlega. „Kolbeinn [Sigþórsson] og Alfreð [Finnbogason] hafa reynst liðinu vel og framtíðin er björt. Aftur á móti geta menn alltaf meiðst eða einhverjir utanaðkomandi þættir haft áhrif og þá er gott að hafa breiðan hóp. Það er því mikill missir í leikmanni eins og Aroni.“ „Ég tel að samkeppnin sé alveg eins hörð í bandaríska landsliðinu og hún er í því íslenska og því þarf Aron að halda vel á spöðunum.“ Bandaríska landsliðið mætir Bosníu í vináttuleik 14. ágúst og það er spurning hvort Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, velji íslenska framherjann í hópinn, hann er í það minnsta löglegur með liðinu. Klinsmann hefur verið í sambandi við Aron undanfarna mánuði og telst líklegt að hann taki þátt í leiknum gegn Bosníu í ágúst. Íslenski boltinn Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson, leikmaður AZ, tilkynnti í gær að hann ætli sér að leika með bandaríska landsliðinu í framtíðinni en ekki með hinu íslenska. Leikmaðurinn fæddist í Bandaríkjunum og bjó fyrstu þrjú ár ævi sinnar þar. Aron hefur leikið fyrir U-21 landslið Íslands en aldrei tekið þátt í A-landsliðsverkefni og því er hann gjaldgengur í bandaríska landsliðið. „Þetta eru vissulega mikil vonbrigði,“ segir Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands, í samtali við Fréttablaðið í gær.Lars Lagerback.Mynd / Vilhelm„Ég ræddi við hann fyrir nokkrum dögum og þá hafði hann ekki tekið endanlega ákvörðun. Undanfarna mánuði hef ég oft talað við Aron um framtíð hans hjá íslenska landsliðinu og ákvörðun hans kom mér nokkuð á óvart. Þetta voru bæði mikil vonbrigði fyrir mig persónulega og einnig fyrir landsliðið í heild sinni.“ Aron sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hann meðal annars þakkaði landsliðsþjálfara Íslands fyrir stuðninginn.„Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í landslið Bandaríkjanna í knattspyrnu. Val mitt hefur staðið á milli þess að spila með íslenska landsliðinu eða því bandaríska þar sem ég er með tvöfalt ríkisfang. Ákvörðunin var ekki auðveld eða tekin í flýti enda stóð valið á milli tveggja góðra landsliða,“ skrifaði Aron í yfirlýsingu sinni.Aron JóhannssonMynd / Getty ImagesAð sögn Lars Lagerbäck var ein aðalástæða Arons fyrir valinu sú að hann ætti betri möguleika á því að komast í bandaríska landsliðið en hið íslenska. „Ég reyndi að fá hann til að skipta um skoðun en núna liggur þetta fyrir og því verð ég að sjálfsögðu að virða hans ákvörðun.“ Aron hefur lengi vel verið talinn einn efnilegasti knattspyrnumaður okkar Íslendinga en leikmaðurinn er uppalinn hjá Fjölni í Grafarvoginum. „Það er leiðinlegt að missa svona ungan og efnilegan leikmann til annarrar þjóðar, en þetta er staðan í alþjóðasamfélaginu í dag og lítið sem ég get gert í því núna.“ Lars hefur aftur á móti ekki miklar áhyggjur af framherjastöðunni hjá íslenska landsliðinu en hlutirnir geta alltaf breyst fljótlega. „Kolbeinn [Sigþórsson] og Alfreð [Finnbogason] hafa reynst liðinu vel og framtíðin er björt. Aftur á móti geta menn alltaf meiðst eða einhverjir utanaðkomandi þættir haft áhrif og þá er gott að hafa breiðan hóp. Það er því mikill missir í leikmanni eins og Aroni.“ „Ég tel að samkeppnin sé alveg eins hörð í bandaríska landsliðinu og hún er í því íslenska og því þarf Aron að halda vel á spöðunum.“ Bandaríska landsliðið mætir Bosníu í vináttuleik 14. ágúst og það er spurning hvort Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, velji íslenska framherjann í hópinn, hann er í það minnsta löglegur með liðinu. Klinsmann hefur verið í sambandi við Aron undanfarna mánuði og telst líklegt að hann taki þátt í leiknum gegn Bosníu í ágúst.
Íslenski boltinn Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira