Var fótbrotin þegar hún skoraði sigurmarkið gegn Hollandi Stefán Árni Pálsson skrifar 31. júlí 2013 07:30 Dagný verður frá keppni næstu vikurnar. fréttablaðið/arnþór Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir fótbrotnaði í leiknum gegn Þjóðverjum á EM í Svíþjóð þann 14. júlí en Ísland tapaði leiknum 3-0. Dagný lét ekki segjast og lék næstu tvo leiki með íslenska landsliðinu. Leikmaðurinn skoraði meðal annars markið gegn Hollendingum sem kom íslenska liðinu í 8-liða úrslitin. „Ég fékk spark í leiknum gegn Þjóðverjum og nú kemur það í ljós að ég hafði brotið bátsbeinið rétt fyrir neðan ökkla,“ segir Dagný í samtalið við Fréttablaðið í gær. „Læknarnir segja að ég verði frá í að minnsta kosti sex vikur og allt upp í tólf. Ég hef ekkert gert síðan ég kom heim frá Svíþjóð en vonandi get ég byrjað að æfa aftur í september,“ segir Dagný sem heldur út til Bandaríkjanna á sunnudaginn þar sem hún stundar nám við Flórída State-háskólann. „Ég var alltaf á leiðinni út um helgina og tímabilið mitt hér á Íslandi var hvort sem er búið.“ Dagný Brynjarsdóttir er á þriðja ári í náminu ytra en hefur leikið með meistaraflokki Vals frá árinu 2007. „Mig verkjaði mikið eftir leikinn gegn Þjóðverjum og hélt að það væri eitthvað alvarlegt að. Síðan fór mér allt í einu að líða betur og gat tekið þátt í leiknum gegn Hollandi. Svona eftir á að hyggja tel ég að þar hafi bara adrenalínið keyrt mig áfram. Í leiknum gegn Svíþjóð var ég alveg að drepast,“ segir Dagný en íslenska landsliðið í knattspyrnu féll úr leik í 8-liða úrslitum EM. Dagný er ekki í gifsi né á hækjum og eru meiðslin nokkuð sérstök. Hún gengur eðlilega og finnur ekki mikið til nema undir miklu álagi. Hún má því ekki skokka og alls ekki fara inn á knattspyrnuvöllinn næstu vikurnar. „Ég finn stundum til en þetta hefur skánað töluvert núna á einni viku. Vonandi heldur sú þróun áfram.“ Íslenski boltinn Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir fótbrotnaði í leiknum gegn Þjóðverjum á EM í Svíþjóð þann 14. júlí en Ísland tapaði leiknum 3-0. Dagný lét ekki segjast og lék næstu tvo leiki með íslenska landsliðinu. Leikmaðurinn skoraði meðal annars markið gegn Hollendingum sem kom íslenska liðinu í 8-liða úrslitin. „Ég fékk spark í leiknum gegn Þjóðverjum og nú kemur það í ljós að ég hafði brotið bátsbeinið rétt fyrir neðan ökkla,“ segir Dagný í samtalið við Fréttablaðið í gær. „Læknarnir segja að ég verði frá í að minnsta kosti sex vikur og allt upp í tólf. Ég hef ekkert gert síðan ég kom heim frá Svíþjóð en vonandi get ég byrjað að æfa aftur í september,“ segir Dagný sem heldur út til Bandaríkjanna á sunnudaginn þar sem hún stundar nám við Flórída State-háskólann. „Ég var alltaf á leiðinni út um helgina og tímabilið mitt hér á Íslandi var hvort sem er búið.“ Dagný Brynjarsdóttir er á þriðja ári í náminu ytra en hefur leikið með meistaraflokki Vals frá árinu 2007. „Mig verkjaði mikið eftir leikinn gegn Þjóðverjum og hélt að það væri eitthvað alvarlegt að. Síðan fór mér allt í einu að líða betur og gat tekið þátt í leiknum gegn Hollandi. Svona eftir á að hyggja tel ég að þar hafi bara adrenalínið keyrt mig áfram. Í leiknum gegn Svíþjóð var ég alveg að drepast,“ segir Dagný en íslenska landsliðið í knattspyrnu féll úr leik í 8-liða úrslitum EM. Dagný er ekki í gifsi né á hækjum og eru meiðslin nokkuð sérstök. Hún gengur eðlilega og finnur ekki mikið til nema undir miklu álagi. Hún má því ekki skokka og alls ekki fara inn á knattspyrnuvöllinn næstu vikurnar. „Ég finn stundum til en þetta hefur skánað töluvert núna á einni viku. Vonandi heldur sú þróun áfram.“
Íslenski boltinn Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira