Sigur Hinsegin daga í Reykjavík Mikael Torfason skrifar 6. ágúst 2013 12:00 Við vorum ekki mörg sem mættum í Hinsegin göngu, Gay Pride, fyrir um 20 árum. Hommar og lesbíur hlupu þá niður Laugaveg með kröfuspjöld – þau vildu fá að njóta sömu réttinda og aðrir í íslensku samfélagi en sú krafa átti ekki hljómgrunn á Laugavegi þá. Flestir gangandi vegfarendur snéru sér að búðargluggum og létu sem þeir sæju ekki bræður sína og systur. Íslensku samfélagi fannst flest annað mikilvægara en að verða við kröfum hinsegin fólks. Sem betur fer breyttist þetta fljótt og tæpum 10 árum síðar mættu 8 þúsund manns í Hinsegin göngu. 2002 náði fjöldinn 30 þúsund og á laugardag mun þátttakendum í gleðigöngu Hinsegin daga líða eins og allir landsmenn séu mættir. Það er samt ótrúlegt að hugsa til þess hvað það er stutt síðan nær enginn hafði áhuga á gleðigöngu samkynhneigðra. Einnig er með ólíkindum að hugsa til þess hversu langan tíma það tók okkur sem samfélag að virða grundvallarmannréttindi hinsegin fólks. Samkynhneigðir og gagnkynhneigðir Íslendingar sátu ekki við sama borð hvað varðar samræðisaldur fyrr en árið 1992. Fram að því hafði fólki verið mismunað vegna kynhneigðar og það þótt ekkert tiltökumál. Lög um staðfesta samvist voru ekki samþykkt fyrr en 1996 og samkynhneigð pör máttu ekki ættleiða fram til ársins 2006. Já, kæri lesandi, árið 2006! Reyndar höfðu þeim verið leyfðar stjúpættlæðingar árið 2000 en prestar og forstöðufólk trúfélaga máttu ekki gifta homma og lesbíur fyrr en árið 2010. Það er fyrir þremur árum. Í raun er óskiljanlegt að saga umburðarlyndis og sjálfsagðra mannréttinda handa samkynhneigðum sé jafn ung og raun ber vitni. Þau börn sem alast upp í dag munu eiga erfitt með að trúa því hvernig við komum fram við samkynhneigða. Í dag er það nefnilega þannig að hvert einasta leikskólabarn á Íslandi veit að sumt fólk er hinsegin og að það er sjálfsagt að hjón séu af sama kyni. Þegar þetta unga fólk verður fullorðið nálgumst við fullnaðarsigur gegn fordómum. Stundum berast okkur fréttir úr sértrúarsöfnuðum hér á landi sem enn ala á fordómum gegn samkynhneigðum. Við megum aldrei þreytast á því að segja slíkar fréttir og fólk á að svara slíkri umræðu og reyna að uppræta fáfræðina og fordómana. Einnig er erfitt að heyra skelfileg tíðindi frá löndum eins og Rússlandi, en þar á fólk enn langt í land. Ástandið á Vesturlöndum er svolítið einstakt og meira að segja í Bandaríkjunum er óhætt að leyfa sér smá bjartsýni þessi misserin þegar kemur að réttindum samkynhneigðra. Hér á landi þurfum við helst að vara okkur á gleymskunni því það má ekki fenna yfir það hversu forpokuð og fávís við vorum á Íslandi fyrir svo skömmu síðan. Við megum vera stolt af hugarfarsbreytingu okkar og eigum að vera það. Það hefur náðst frábær árangur hér á litlu eyjunni okkar en við megum aldrei gleyma því hversu lengi hinsegin fólki var mismunað hér á landi. Aldrei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Við vorum ekki mörg sem mættum í Hinsegin göngu, Gay Pride, fyrir um 20 árum. Hommar og lesbíur hlupu þá niður Laugaveg með kröfuspjöld – þau vildu fá að njóta sömu réttinda og aðrir í íslensku samfélagi en sú krafa átti ekki hljómgrunn á Laugavegi þá. Flestir gangandi vegfarendur snéru sér að búðargluggum og létu sem þeir sæju ekki bræður sína og systur. Íslensku samfélagi fannst flest annað mikilvægara en að verða við kröfum hinsegin fólks. Sem betur fer breyttist þetta fljótt og tæpum 10 árum síðar mættu 8 þúsund manns í Hinsegin göngu. 2002 náði fjöldinn 30 þúsund og á laugardag mun þátttakendum í gleðigöngu Hinsegin daga líða eins og allir landsmenn séu mættir. Það er samt ótrúlegt að hugsa til þess hvað það er stutt síðan nær enginn hafði áhuga á gleðigöngu samkynhneigðra. Einnig er með ólíkindum að hugsa til þess hversu langan tíma það tók okkur sem samfélag að virða grundvallarmannréttindi hinsegin fólks. Samkynhneigðir og gagnkynhneigðir Íslendingar sátu ekki við sama borð hvað varðar samræðisaldur fyrr en árið 1992. Fram að því hafði fólki verið mismunað vegna kynhneigðar og það þótt ekkert tiltökumál. Lög um staðfesta samvist voru ekki samþykkt fyrr en 1996 og samkynhneigð pör máttu ekki ættleiða fram til ársins 2006. Já, kæri lesandi, árið 2006! Reyndar höfðu þeim verið leyfðar stjúpættlæðingar árið 2000 en prestar og forstöðufólk trúfélaga máttu ekki gifta homma og lesbíur fyrr en árið 2010. Það er fyrir þremur árum. Í raun er óskiljanlegt að saga umburðarlyndis og sjálfsagðra mannréttinda handa samkynhneigðum sé jafn ung og raun ber vitni. Þau börn sem alast upp í dag munu eiga erfitt með að trúa því hvernig við komum fram við samkynhneigða. Í dag er það nefnilega þannig að hvert einasta leikskólabarn á Íslandi veit að sumt fólk er hinsegin og að það er sjálfsagt að hjón séu af sama kyni. Þegar þetta unga fólk verður fullorðið nálgumst við fullnaðarsigur gegn fordómum. Stundum berast okkur fréttir úr sértrúarsöfnuðum hér á landi sem enn ala á fordómum gegn samkynhneigðum. Við megum aldrei þreytast á því að segja slíkar fréttir og fólk á að svara slíkri umræðu og reyna að uppræta fáfræðina og fordómana. Einnig er erfitt að heyra skelfileg tíðindi frá löndum eins og Rússlandi, en þar á fólk enn langt í land. Ástandið á Vesturlöndum er svolítið einstakt og meira að segja í Bandaríkjunum er óhætt að leyfa sér smá bjartsýni þessi misserin þegar kemur að réttindum samkynhneigðra. Hér á landi þurfum við helst að vara okkur á gleymskunni því það má ekki fenna yfir það hversu forpokuð og fávís við vorum á Íslandi fyrir svo skömmu síðan. Við megum vera stolt af hugarfarsbreytingu okkar og eigum að vera það. Það hefur náðst frábær árangur hér á litlu eyjunni okkar en við megum aldrei gleyma því hversu lengi hinsegin fólki var mismunað hér á landi. Aldrei.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun