„Maður verður auðvitað að standa við orð sín“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. ágúst 2013 06:00 Birgir Leifur Hafþórsson heldur hér á bikarnum á Nesvellinum í gær ásamt dóttur sinni Birgittu Sóley Birgisdóttur. Fréttablaðið/Daníel Hið árlega góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL fór fram á Nesvellinum í 17. skipti í gær en mótið ber nafnið Einvígið á Nesinu. Að þessu sinni mun DHL styrkja Dropann, styrktarfélag barna með sykursýki, um eina milljón króna eftir mótið. Eins og hefð er fyrir er tíu af bestu kylfingum landsins boðið til leiks. Í ár var Ólafía Þórunn Kristinsdóttir eina konan sem tók þátt á mótinu en hún er Íslandsmeistari kvenna í holukeppni. Alfreð B. Kristinsson, bróðir hennar, tók einnig þátt í gær. Fyrirkomulag mótsins er á þann veg að keppendur leika fyrst níu holu höggleik og síðan eftir hádegi hefst sjálft einvígið þar sem einn keppandi dettur út á hverri holu þar til tveir standa eftir á níundu holunni. Í ár var það Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, sem bar sigur úr býtum en þetta var í annað sinn sem kylfingurinn fer með sigur af hólmi á mótinu. Í úrslitum mættust þeir Birgir Leifur og Birgir Björn Magnússon, Keili, en hinn síðarnefndi er aðeins 16 ára gamall. Bráðabana þurfti til að skera úr um sigurvegara en þar hafði sá eldri betur.Með ungabarn heima „Manni líður alltaf vel eftir svona sigra,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson, í samtali við Fréttablaðið í gær. Birgir Leifur og Elísabet Halldórsdóttir eignuðust sitt þriðja bara fyrir aðeins fimm dögum en þá kom lítill drengur í heiminn. „Það var vissulega nokkuð einkennilegt að taka þátt á golfmóti rétt eftir að strákurinn fæddist en maður komst í gegnum þetta. Maður verður auðvitað að standa við orð sín þegar maður lofar sér í svona góðgerðamót,“ segir Birgir Leifur. Að hans mati eru sigurvegarar mótsins þeir aðilar sem leggja góðu málefni lið en fyrirtækið DHL hefur ávallt aðstoðað ákveðnum málefnum með fjárhagslegum stuðningi að móti loknu. Aðstæður voru ekki góður á Nesvellinum í gær og blés töluvert.Maður reynir að forðast einvígin „Þetta er alltaf skemmtilegt mót þrátt fyrir að veðrið spilaði stórt hlutverk hér í dag. Það sem gerir þetta mót svona frábært er að það skiptir ekki alltaf máli hvernig maður er að spila, maður þarf bara að halda sér inn í leiknum. Maður þarf síðan að reyna eftir bestu getu að forðast einvígin og það skiptir mestu máli að vera einbeittur þegar að þeim kemur.“ Birgir Leifur spilaði að eigin sögn mjög vel á Nesvellinu í gær en átti við hinn 16 ára Birgi Björn á lokaholunni og tryggði sér sigurinn eftir bráðabana. „Hann er frábær kylfingur og á heldur betur framtíðina fyrir sér í þessari íþrótt. Við Íslendingar eigum ótrúlegan efnivið í þessu sporti.“ Birgir Leifur er 36 ára eða 20 árum eldri en nafni sinn. „Ég er bara að verða einn af gömlu köllunum á vellinum enda búinn að vera lengi að. Maður verður að halda vel á spöðunum á móti ungviðnum.“Á góðum stað „Ég þarf aðeins að fínpússa leikinn en annars líður mér mjög vel með mitt golf og er á góðum stað. Núna verð ég að halda áfram á þessari braut en sigur á svona móti eflir bara sjálfstraustið hjá manni.“ Golf Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Sjá meira
Hið árlega góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL fór fram á Nesvellinum í 17. skipti í gær en mótið ber nafnið Einvígið á Nesinu. Að þessu sinni mun DHL styrkja Dropann, styrktarfélag barna með sykursýki, um eina milljón króna eftir mótið. Eins og hefð er fyrir er tíu af bestu kylfingum landsins boðið til leiks. Í ár var Ólafía Þórunn Kristinsdóttir eina konan sem tók þátt á mótinu en hún er Íslandsmeistari kvenna í holukeppni. Alfreð B. Kristinsson, bróðir hennar, tók einnig þátt í gær. Fyrirkomulag mótsins er á þann veg að keppendur leika fyrst níu holu höggleik og síðan eftir hádegi hefst sjálft einvígið þar sem einn keppandi dettur út á hverri holu þar til tveir standa eftir á níundu holunni. Í ár var það Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, sem bar sigur úr býtum en þetta var í annað sinn sem kylfingurinn fer með sigur af hólmi á mótinu. Í úrslitum mættust þeir Birgir Leifur og Birgir Björn Magnússon, Keili, en hinn síðarnefndi er aðeins 16 ára gamall. Bráðabana þurfti til að skera úr um sigurvegara en þar hafði sá eldri betur.Með ungabarn heima „Manni líður alltaf vel eftir svona sigra,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson, í samtali við Fréttablaðið í gær. Birgir Leifur og Elísabet Halldórsdóttir eignuðust sitt þriðja bara fyrir aðeins fimm dögum en þá kom lítill drengur í heiminn. „Það var vissulega nokkuð einkennilegt að taka þátt á golfmóti rétt eftir að strákurinn fæddist en maður komst í gegnum þetta. Maður verður auðvitað að standa við orð sín þegar maður lofar sér í svona góðgerðamót,“ segir Birgir Leifur. Að hans mati eru sigurvegarar mótsins þeir aðilar sem leggja góðu málefni lið en fyrirtækið DHL hefur ávallt aðstoðað ákveðnum málefnum með fjárhagslegum stuðningi að móti loknu. Aðstæður voru ekki góður á Nesvellinum í gær og blés töluvert.Maður reynir að forðast einvígin „Þetta er alltaf skemmtilegt mót þrátt fyrir að veðrið spilaði stórt hlutverk hér í dag. Það sem gerir þetta mót svona frábært er að það skiptir ekki alltaf máli hvernig maður er að spila, maður þarf bara að halda sér inn í leiknum. Maður þarf síðan að reyna eftir bestu getu að forðast einvígin og það skiptir mestu máli að vera einbeittur þegar að þeim kemur.“ Birgir Leifur spilaði að eigin sögn mjög vel á Nesvellinu í gær en átti við hinn 16 ára Birgi Björn á lokaholunni og tryggði sér sigurinn eftir bráðabana. „Hann er frábær kylfingur og á heldur betur framtíðina fyrir sér í þessari íþrótt. Við Íslendingar eigum ótrúlegan efnivið í þessu sporti.“ Birgir Leifur er 36 ára eða 20 árum eldri en nafni sinn. „Ég er bara að verða einn af gömlu köllunum á vellinum enda búinn að vera lengi að. Maður verður að halda vel á spöðunum á móti ungviðnum.“Á góðum stað „Ég þarf aðeins að fínpússa leikinn en annars líður mér mjög vel með mitt golf og er á góðum stað. Núna verð ég að halda áfram á þessari braut en sigur á svona móti eflir bara sjálfstraustið hjá manni.“
Golf Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Sjá meira