Stærsti sjúklingahópurinn á Íslandi Mikael Torfason skrifar 8. ágúst 2013 07:00 Algengt verð á sígarettupakka er um tólf hundruð krónur. Í honum eru 20 sígarettur en það er sá skammtur sem meðalreykingamanneskja er talin þurfa yfir daginn. Kostnaður á ári er því yfir 400 þúsund krónur og fer hækkandi. Í Fréttablaðinu í dag segjum við frá þeim gleðitíðindum að sala á sígarettum hefur dregist saman um tíu prósent en um síðustu áramót var sérstakt tóbaksgjald hækkað um 17 prósent. Sérfræðingar í fíknisjúkdómum hafa lengi bent á að verðhækkanir dragi úr neyslu á fíkniefnum á borð við tóbak og áfengi. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin tekur undir þetta og segir verðhækkanir á tóbaki til þess fallnar að minnka neysluna. Við vitum öll að sígarettufíkn er alvarlegur sjúkdómur sem kemur milljónum manna í gröfina ár hvert. Fimmtán prósent Íslendinga reykja sígarettur en reykingar eru sagðar drepa annan hvern sem reykir. Á Íslandi er bannað að reykja á flestum stöðum innandyra og aldurstakmark til kaupa tóbak er átján ára. Flestir sem reykja eiga mjög erfitt með að hætta að reykja. Talið er að fjórir af hverjum fimm sem reyna að hætta mistakist. Þeir, sem hafa getað hætt, þurfa oft að sætta sig við að vera háðir nikótíntyggjói, plástrum eða slíkum nikótíngjöfum. Sem er mun skárra því nikótínfíknin sem slík er auðvitað ekki nálægt því eins hættuleg og reykingar. En hún getur verið kostnaðarsöm því hinar svokölluðu nikótínvörur eru oft dýrar. Fyrir nokkrum árum var það reiknað út að sígarettupakkinn þyrfti að kosta þrjú þúsund krónur ef reykingafólk ætti sjálft að bera þann kostnað sem fellur á samfélagið allt vegna reykinga. Það er ágætis sjónarmið út af fyrir sig en vænlegast er að horfa fyrst og síðast á reykingar sem alvarlegan fíknisjúkdóm sem hægt er að meðhöndla. Nikótínfíkn er nátengd öðrum fíknisjúkómum. Gott dæmi um það er að níu af hverjum tíu sem koma á Vog í meðferð vegna vímuefnafíknar hafa reykt eða reykja. Lengi dó að lágmarki einn Íslendingur á dag vegna reykinga. Blessunarlega hefur það hlutfall minnkað mjög enda reyktu helmingi fleiri hér á landi fyrir tuttugu árum en í dag. Mikill árangur hefur náðst með forvörnum, aukinni meðvitund og hækkandi verði á sígarettum. Enn búum við samt við það að yfir hundrað Íslendingar greinast árlega með krabbamein sem rekja má beint til reykinga. Flestir greinast með lungnakrabbamein en það er lengi að þróast og veldur litlum einkennum þannig að greiningin kemur oft allt of seint. Við getum gert miklu betur í baráttunni gegn sígarettufíkn. Okkur er óhætt að hækka verð á tóbaki enn frekar, en við verðum um leið að gera okkur grein fyrir að um sjúkdóm er að ræða. Sjúklingarnir eru margir eða 36 þúsund talsins hér á landi. Það er án efa einn stærsti sjúklingahópurinn á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Algengt verð á sígarettupakka er um tólf hundruð krónur. Í honum eru 20 sígarettur en það er sá skammtur sem meðalreykingamanneskja er talin þurfa yfir daginn. Kostnaður á ári er því yfir 400 þúsund krónur og fer hækkandi. Í Fréttablaðinu í dag segjum við frá þeim gleðitíðindum að sala á sígarettum hefur dregist saman um tíu prósent en um síðustu áramót var sérstakt tóbaksgjald hækkað um 17 prósent. Sérfræðingar í fíknisjúkdómum hafa lengi bent á að verðhækkanir dragi úr neyslu á fíkniefnum á borð við tóbak og áfengi. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin tekur undir þetta og segir verðhækkanir á tóbaki til þess fallnar að minnka neysluna. Við vitum öll að sígarettufíkn er alvarlegur sjúkdómur sem kemur milljónum manna í gröfina ár hvert. Fimmtán prósent Íslendinga reykja sígarettur en reykingar eru sagðar drepa annan hvern sem reykir. Á Íslandi er bannað að reykja á flestum stöðum innandyra og aldurstakmark til kaupa tóbak er átján ára. Flestir sem reykja eiga mjög erfitt með að hætta að reykja. Talið er að fjórir af hverjum fimm sem reyna að hætta mistakist. Þeir, sem hafa getað hætt, þurfa oft að sætta sig við að vera háðir nikótíntyggjói, plástrum eða slíkum nikótíngjöfum. Sem er mun skárra því nikótínfíknin sem slík er auðvitað ekki nálægt því eins hættuleg og reykingar. En hún getur verið kostnaðarsöm því hinar svokölluðu nikótínvörur eru oft dýrar. Fyrir nokkrum árum var það reiknað út að sígarettupakkinn þyrfti að kosta þrjú þúsund krónur ef reykingafólk ætti sjálft að bera þann kostnað sem fellur á samfélagið allt vegna reykinga. Það er ágætis sjónarmið út af fyrir sig en vænlegast er að horfa fyrst og síðast á reykingar sem alvarlegan fíknisjúkdóm sem hægt er að meðhöndla. Nikótínfíkn er nátengd öðrum fíknisjúkómum. Gott dæmi um það er að níu af hverjum tíu sem koma á Vog í meðferð vegna vímuefnafíknar hafa reykt eða reykja. Lengi dó að lágmarki einn Íslendingur á dag vegna reykinga. Blessunarlega hefur það hlutfall minnkað mjög enda reyktu helmingi fleiri hér á landi fyrir tuttugu árum en í dag. Mikill árangur hefur náðst með forvörnum, aukinni meðvitund og hækkandi verði á sígarettum. Enn búum við samt við það að yfir hundrað Íslendingar greinast árlega með krabbamein sem rekja má beint til reykinga. Flestir greinast með lungnakrabbamein en það er lengi að þróast og veldur litlum einkennum þannig að greiningin kemur oft allt of seint. Við getum gert miklu betur í baráttunni gegn sígarettufíkn. Okkur er óhætt að hækka verð á tóbaki enn frekar, en við verðum um leið að gera okkur grein fyrir að um sjúkdóm er að ræða. Sjúklingarnir eru margir eða 36 þúsund talsins hér á landi. Það er án efa einn stærsti sjúklingahópurinn á Íslandi.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun