Stóra regnhlífin? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 15. ágúst 2013 07:00 Í langtímastjórnmálum snúast verkefnin um að móta helstu grunnþætti samfélagsins, ýmist ýta þeim í átt að miklum jöfnuði og völdum alþýðu manna eða í hina áttina, sem lengst að úrslitaáhrifum fjármagns og markaðar. Um þetta eru stofnaðir flokkar og enn aðrir raða sér á milli pólanna. Í stjórnmálum kjörtímabilsins og daglegum samfélagsrekstri eru málefnin margþættari og nærtækari og fólk uppteknara af þeim en þróuninni til áratuga. Á þessum seinni vettvangi eru flokkarnir jafnan starfsamari en við störf að endurmótun samfélagsins, enda þótt þarna séu alls ekki skörp skil á milli. Þegar nú Margrét S. Björnsdóttir (S) rifjar upp nauðsyn þess að vinstrisinnað fólk sameinist til verka er vert að halda mun á langtíma- og skammtímamarkmiðum í stjórnmálastarfi til haga. Enn fremur verður að rifja upp tilraunir Vilmundar Gylfasonar til að mynda raunverulega samfylkingu vinstri smáflokka og stærri flokka fyrir margt löngu. Í þeim sviptingum tók ég þátt, áður en ég steig út fyrir flokkssviðin snemma á níunda áratugnum. Tilraunin mistókst eins og sagan vitnar um.Sveigjanleg stefna Ólíkum vinstristefnum um grunnþætti samfélagsins er ekki áskapað, eins og einhverju náttúrufyrirbæri á borð við þúsundfætlu, að geta ekki náð saman um vitrænan samfélagsrekstur til fáeinna ára í senn. Áfram geta menn í regnhlífasamtökum margra félagshyggjusamtaka (á borð við bandalagið sem stofna átti á sínum tíma) deilt um margt og þróast á sínum forsendum. En fólkið kemur sér þó meðvitað saman um fáeina grunnþætti samstarfs; skýra langtímaviljayfirlýsingu. Hún snýst t.d. um eindregna beygju samfélagsins til jöfnuðar og frelsis einstaklinga, um mannréttindi, auðlindastefnu, umhverfismál og fleira. Til viðbótar koma menn sér svo saman um sveigjanlega stefnu í helstu úrlausnarefnum dagsins hverju sinni. Í því liggur slagkrafturinn. Það er gert á lýðræðislegan hátt og gengið út frá því að minnihluti sem til verður við vandaða ákvörðun í tilteknu málefni virði vilja meirihlutans hverju sinni. Þannig myndast öflug og starfhæf heild hvað sem skoðanamun líður. Um leið þarf að spyrja almenning um upplýsta afstöðu í veigamiklum málum. Hafi Margrét og fjölmargir aðrir sem harma sundurlyndi á vinstri vængnum hug á að „sameina félagshyggjufólk“ þarf að huga að rammanum og starfsháttunum, fyrst af öllu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen Skoðun Hin víðtæku og jákvæðu áhrif þess að spila í lúðrasveit Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Hin víðtæku og jákvæðu áhrif þess að spila í lúðrasveit skrifar Skoðun Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir skrifar Skoðun Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel Gunnar H. Garðarsson skrifar Skoðun Orð skulu standa Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Dúabíllinn og kraftur sköpunar Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson skrifar Skoðun Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Samræmd próf gegn stéttaskiptingu Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Sameinandi afl í skotgröfunum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen skrifar Skoðun VR og eldra fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Sjá meira
Í langtímastjórnmálum snúast verkefnin um að móta helstu grunnþætti samfélagsins, ýmist ýta þeim í átt að miklum jöfnuði og völdum alþýðu manna eða í hina áttina, sem lengst að úrslitaáhrifum fjármagns og markaðar. Um þetta eru stofnaðir flokkar og enn aðrir raða sér á milli pólanna. Í stjórnmálum kjörtímabilsins og daglegum samfélagsrekstri eru málefnin margþættari og nærtækari og fólk uppteknara af þeim en þróuninni til áratuga. Á þessum seinni vettvangi eru flokkarnir jafnan starfsamari en við störf að endurmótun samfélagsins, enda þótt þarna séu alls ekki skörp skil á milli. Þegar nú Margrét S. Björnsdóttir (S) rifjar upp nauðsyn þess að vinstrisinnað fólk sameinist til verka er vert að halda mun á langtíma- og skammtímamarkmiðum í stjórnmálastarfi til haga. Enn fremur verður að rifja upp tilraunir Vilmundar Gylfasonar til að mynda raunverulega samfylkingu vinstri smáflokka og stærri flokka fyrir margt löngu. Í þeim sviptingum tók ég þátt, áður en ég steig út fyrir flokkssviðin snemma á níunda áratugnum. Tilraunin mistókst eins og sagan vitnar um.Sveigjanleg stefna Ólíkum vinstristefnum um grunnþætti samfélagsins er ekki áskapað, eins og einhverju náttúrufyrirbæri á borð við þúsundfætlu, að geta ekki náð saman um vitrænan samfélagsrekstur til fáeinna ára í senn. Áfram geta menn í regnhlífasamtökum margra félagshyggjusamtaka (á borð við bandalagið sem stofna átti á sínum tíma) deilt um margt og þróast á sínum forsendum. En fólkið kemur sér þó meðvitað saman um fáeina grunnþætti samstarfs; skýra langtímaviljayfirlýsingu. Hún snýst t.d. um eindregna beygju samfélagsins til jöfnuðar og frelsis einstaklinga, um mannréttindi, auðlindastefnu, umhverfismál og fleira. Til viðbótar koma menn sér svo saman um sveigjanlega stefnu í helstu úrlausnarefnum dagsins hverju sinni. Í því liggur slagkrafturinn. Það er gert á lýðræðislegan hátt og gengið út frá því að minnihluti sem til verður við vandaða ákvörðun í tilteknu málefni virði vilja meirihlutans hverju sinni. Þannig myndast öflug og starfhæf heild hvað sem skoðanamun líður. Um leið þarf að spyrja almenning um upplýsta afstöðu í veigamiklum málum. Hafi Margrét og fjölmargir aðrir sem harma sundurlyndi á vinstri vængnum hug á að „sameina félagshyggjufólk“ þarf að huga að rammanum og starfsháttunum, fyrst af öllu.
Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun