Sterkasti stjórnarandstæðingurinn Sighvatur Björgvinsson skrifar 16. ágúst 2013 07:00 Nýútkomin skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er áhugaverð lesning – svo ekki sé meira sagt. Ekki aðeins fyrir þá sök hvað í henni stendur heldur ekki síður það svar, sem gefið er í skýrslunni við hefðbundnum viðbárum Íslendinga við umsögnum erlendra sérfræðinga um efnahagsstöðu og horfur á Íslandi, þ.e. að þar tali þeir, sem enga þekkingu hafi á Íslandi og því sem íslenskt er. Slíkar viðbárur þar sem umsögnum erlendra sérfræðinga var vísað út í hafsauga voru stöðugt viðkvæði fyrir hrun og eru nú aftur farnar að skjóta upp kollinum. Auk Íslendinga, sem unnið hafa með starfsmönnum AGS við sjálfa gerð skýrslunnar, hafa upplýsingar verið sóttar til: 1). Íslenskra stjórnvalda, 2) íslenskra eftirlitsaðila 3) íslenskra alþingismanna 4) fulltrúa íslenskrar verkalýðshreyfingar 5) fulltrúa íslensks atvinnulífs og 6) fulltrúa háskólasamfélagsins á Íslandi. Þess er getið í skýrslunni að skýrsluhöfunda og fulltrúa stjórnvalda hafi greint á um hagvaxtarlíkur. Enginn ágreiningur virðist t.d. vera um óvissuna í ríkisfjármálunum að því séð verður.Og stjórnarandstaðan þegir! Með þessa merku skýrslu birta almenningi á heimasíðu Seðlabankans er mér óskiljanlegt hvers vegna stjórnarandstaðan lætur hjá líða að taka hana til rækilegrar umfjöllunar eins og ríkar ástæður eru til. Í skýrslunni er fráfarandi ríkisstjórn hrósað sérstaklega fyrir árangur hennar í stjórnun ríkisfjármála sem sagður er vera „impressive“. Í henni segir, að alger óvissa ríki um tvö helstu kosningaloforð ríkisstjórnarflokkanna; lækkun skatta og niðurfærslu höfuðstóls íbúðaskulda. Beinlínis er sagt að fjárhagslegt svigrúm til hlutfallslegrar skuldalækkunar sé fjarska lítið og muni lítið aðstoða þá sem í mestum greiðsluerfiðleikum eru, auk þess sem slík aðgerð muni hafa í för með sér mikla áhættu í ríkisfjármálum. Sé einhverja fjármuni að sækja til kröfuhafanna („hrægammanna“ á ríkisstjórnarmáli) sé meira vit í að nota þá til þess að lækka skuldir ríkissjóðs, sem gagnist þá öllum skattborgurum en ekki bara sumum. Athyglisvert er hvað sagt er í skýrslunni um skattalækkunaráform Sjálfstæðisflokksins og þá „vúdúhagfræði“ að slík lækkun muni hafa í för með sér auknar skatttekjur þegar fram í sækir. Sjálfstæðismönnum er sérstaklega bent á að kynna sér álit Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á því kosningaloforði. Þá bætir sjóðurinn svo við, að mikil óvissa fylgi því hve miklar afleiðingar hin brýna nauðsyn á endurfjármögnun Íbúðalánasjóðs muni hafa á ríkissjóð Íslands. M.ö.o. þá bendir sjóðurinn á, að enn eigi eftir að gera upp þann kosningavíxil Framsóknarflokksins frá 2003, sem Geir Haarde sagðist hafa skrifað upp á gegn betri vitund. Nýi Framsóknarvíxillinn kemur svo þar til viðbótar. Upp á hann var líka skrifað gegn betri vitund.Öflugust þeirra allra Af hverju gerir stjórnarandstaðan sér ekki mat úr þessum umsögnum, sem tvímælalaust styrkja það álit S&P um að efnahagshorfur á Íslandi hafi breyst úr stöðugu í neikvæðar við stjórnarkiptin? Aðeins ein skýring kemur mér í hug. Hún er sú, að öflugasti stjórnarandstæðingurinn sem nú fyrirfinnst á Íslandi heitir Vigdís Hauksdóttir. Sá þingmaður þarf ekki annað en að opna munninn til þess að tala ríkisstjórnina niður. Efalaust tækist henni að snúa þorra Íslendinga til fylgis við ESB-aðild ef hún fengi frið til þess að tala nógu oft og nógu lengi. Stjórnarandstaðan hefur auðvitað séð í hendi sér að ekkert megi gera til þess að trufla talandann í þeirri konu. Sú ríkisstjórn þarf enga stjórnarandstöðu sem hefur slíkan liðsmann í hópnum. Hví að vera að trufla hana? Tali hún sem oftast og sem lengst. Stjórnarandstaðan hefur sig bara hæga á meðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Nýútkomin skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er áhugaverð lesning – svo ekki sé meira sagt. Ekki aðeins fyrir þá sök hvað í henni stendur heldur ekki síður það svar, sem gefið er í skýrslunni við hefðbundnum viðbárum Íslendinga við umsögnum erlendra sérfræðinga um efnahagsstöðu og horfur á Íslandi, þ.e. að þar tali þeir, sem enga þekkingu hafi á Íslandi og því sem íslenskt er. Slíkar viðbárur þar sem umsögnum erlendra sérfræðinga var vísað út í hafsauga voru stöðugt viðkvæði fyrir hrun og eru nú aftur farnar að skjóta upp kollinum. Auk Íslendinga, sem unnið hafa með starfsmönnum AGS við sjálfa gerð skýrslunnar, hafa upplýsingar verið sóttar til: 1). Íslenskra stjórnvalda, 2) íslenskra eftirlitsaðila 3) íslenskra alþingismanna 4) fulltrúa íslenskrar verkalýðshreyfingar 5) fulltrúa íslensks atvinnulífs og 6) fulltrúa háskólasamfélagsins á Íslandi. Þess er getið í skýrslunni að skýrsluhöfunda og fulltrúa stjórnvalda hafi greint á um hagvaxtarlíkur. Enginn ágreiningur virðist t.d. vera um óvissuna í ríkisfjármálunum að því séð verður.Og stjórnarandstaðan þegir! Með þessa merku skýrslu birta almenningi á heimasíðu Seðlabankans er mér óskiljanlegt hvers vegna stjórnarandstaðan lætur hjá líða að taka hana til rækilegrar umfjöllunar eins og ríkar ástæður eru til. Í skýrslunni er fráfarandi ríkisstjórn hrósað sérstaklega fyrir árangur hennar í stjórnun ríkisfjármála sem sagður er vera „impressive“. Í henni segir, að alger óvissa ríki um tvö helstu kosningaloforð ríkisstjórnarflokkanna; lækkun skatta og niðurfærslu höfuðstóls íbúðaskulda. Beinlínis er sagt að fjárhagslegt svigrúm til hlutfallslegrar skuldalækkunar sé fjarska lítið og muni lítið aðstoða þá sem í mestum greiðsluerfiðleikum eru, auk þess sem slík aðgerð muni hafa í för með sér mikla áhættu í ríkisfjármálum. Sé einhverja fjármuni að sækja til kröfuhafanna („hrægammanna“ á ríkisstjórnarmáli) sé meira vit í að nota þá til þess að lækka skuldir ríkissjóðs, sem gagnist þá öllum skattborgurum en ekki bara sumum. Athyglisvert er hvað sagt er í skýrslunni um skattalækkunaráform Sjálfstæðisflokksins og þá „vúdúhagfræði“ að slík lækkun muni hafa í för með sér auknar skatttekjur þegar fram í sækir. Sjálfstæðismönnum er sérstaklega bent á að kynna sér álit Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á því kosningaloforði. Þá bætir sjóðurinn svo við, að mikil óvissa fylgi því hve miklar afleiðingar hin brýna nauðsyn á endurfjármögnun Íbúðalánasjóðs muni hafa á ríkissjóð Íslands. M.ö.o. þá bendir sjóðurinn á, að enn eigi eftir að gera upp þann kosningavíxil Framsóknarflokksins frá 2003, sem Geir Haarde sagðist hafa skrifað upp á gegn betri vitund. Nýi Framsóknarvíxillinn kemur svo þar til viðbótar. Upp á hann var líka skrifað gegn betri vitund.Öflugust þeirra allra Af hverju gerir stjórnarandstaðan sér ekki mat úr þessum umsögnum, sem tvímælalaust styrkja það álit S&P um að efnahagshorfur á Íslandi hafi breyst úr stöðugu í neikvæðar við stjórnarkiptin? Aðeins ein skýring kemur mér í hug. Hún er sú, að öflugasti stjórnarandstæðingurinn sem nú fyrirfinnst á Íslandi heitir Vigdís Hauksdóttir. Sá þingmaður þarf ekki annað en að opna munninn til þess að tala ríkisstjórnina niður. Efalaust tækist henni að snúa þorra Íslendinga til fylgis við ESB-aðild ef hún fengi frið til þess að tala nógu oft og nógu lengi. Stjórnarandstaðan hefur auðvitað séð í hendi sér að ekkert megi gera til þess að trufla talandann í þeirri konu. Sú ríkisstjórn þarf enga stjórnarandstöðu sem hefur slíkan liðsmann í hópnum. Hví að vera að trufla hana? Tali hún sem oftast og sem lengst. Stjórnarandstaðan hefur sig bara hæga á meðan.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun