Ekki missa vonina Dagur B. Eggertsson skrifar 2. september 2013 11:26 Við erum aftur orðin svartsýn samkvæmt könnunum. Hættum því. Ég skil hrollinn í einhverjum eftir loforðaflaum vorsins. En munum lærdóminn af hruninu: sígandi lukka er best. Þannig vinnur Reykjavík. Árið 2010 sögðum við að það tæki um fimm ár að ná sömu tekjum og við höfðum 2008. Þetta er að ganga eftir. Það hefur tekið á að koma sér fyrir í þrengri stakki en það hefur tekist með samstilltu átaki. Sumt gengur vonum framar. Börnum á skólaaldri líður betur. Þau ná meiri árangri þrátt fyrir niðurskurð og sparnað (hver hefði trúað því?). Jöfnuður eykst og glæpum fækkar. Við hreyfum okkur meira, hjólum og göngum sem aldrei fyrr. Atvinnuleysið er óvinur nr. 1. En góðu fréttirnar eru að atvinna hefur aukist meira og hraðar í Reykjavík en að meðaltali á Íslandi. Ferðaþjónustan blómstrar. Skapandi greinar og kvikmyndagerð veita fleiri og meira spennandi tækifæri en nokkru sinni. Stórtíðinda er að vænta af fjárfestingu í þekkingariðnaði í hjarta borgarinnar. Til að tryggja fulla atvinnu og öruggari hagvöxt þarf einmitt fjárfestingar. Ég hef því fundað með byggingaraðilum og lóðahöfum um alla borg til að heyra þeirra hugmyndir og leggja á ráðin um spennandi verkefni. Eftir þessa fundi er ég bjartsýnn. Reykjavík vantar íbúðir. Þær eru víða komnar í byggingu: kringum Hlemm, í Mánatúni, á Lýsisreit og í Vatnsmýri. Hafnarsvæðið, Úlfarsárdalurinn og Hlíðarendasvæðið fylgja fast á eftir. Við viljum fleiri litlar og meðalstórar íbúðir miðsvæðis, ekki síst fyrir erfiðan leigumarkaðinn. Við viljum líka byggja í holunni við Hörpu. Við viljum byggja við höfnina, við Laugaveginn og í Vísindagörðunum. Við viljum þó líka greiða leið fyrir nýja tónleikastaði og annað sem tryggir skemmtilega borg. Ég vil vera bjartsýnn á að nýja ríkisstjórnin eyði óvissu um verkefni fjárfestingaráætlunar fyrri ríkisstjórnar. Þar þarf bara að finna græna takkann. Grunnurinn að Húsi íslenskra fræða má ekki verða Gröf íslenskra fræða (á þjóðmenningarvaktinni). Fangelsið og Landspítalinn eru löngu tímabær framfaramál og Náttúruminjasafn í Perlunni getur orðið ómótstæðilegur viðkomustaður, lyftistöng fyrir raunvísindakennslu sem stendur undir sér með aðgangseyri ferðamanna. Reykjavík er á uppleið og getur gert enn betur ef við róum samtaka í sömu átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Við erum aftur orðin svartsýn samkvæmt könnunum. Hættum því. Ég skil hrollinn í einhverjum eftir loforðaflaum vorsins. En munum lærdóminn af hruninu: sígandi lukka er best. Þannig vinnur Reykjavík. Árið 2010 sögðum við að það tæki um fimm ár að ná sömu tekjum og við höfðum 2008. Þetta er að ganga eftir. Það hefur tekið á að koma sér fyrir í þrengri stakki en það hefur tekist með samstilltu átaki. Sumt gengur vonum framar. Börnum á skólaaldri líður betur. Þau ná meiri árangri þrátt fyrir niðurskurð og sparnað (hver hefði trúað því?). Jöfnuður eykst og glæpum fækkar. Við hreyfum okkur meira, hjólum og göngum sem aldrei fyrr. Atvinnuleysið er óvinur nr. 1. En góðu fréttirnar eru að atvinna hefur aukist meira og hraðar í Reykjavík en að meðaltali á Íslandi. Ferðaþjónustan blómstrar. Skapandi greinar og kvikmyndagerð veita fleiri og meira spennandi tækifæri en nokkru sinni. Stórtíðinda er að vænta af fjárfestingu í þekkingariðnaði í hjarta borgarinnar. Til að tryggja fulla atvinnu og öruggari hagvöxt þarf einmitt fjárfestingar. Ég hef því fundað með byggingaraðilum og lóðahöfum um alla borg til að heyra þeirra hugmyndir og leggja á ráðin um spennandi verkefni. Eftir þessa fundi er ég bjartsýnn. Reykjavík vantar íbúðir. Þær eru víða komnar í byggingu: kringum Hlemm, í Mánatúni, á Lýsisreit og í Vatnsmýri. Hafnarsvæðið, Úlfarsárdalurinn og Hlíðarendasvæðið fylgja fast á eftir. Við viljum fleiri litlar og meðalstórar íbúðir miðsvæðis, ekki síst fyrir erfiðan leigumarkaðinn. Við viljum líka byggja í holunni við Hörpu. Við viljum byggja við höfnina, við Laugaveginn og í Vísindagörðunum. Við viljum þó líka greiða leið fyrir nýja tónleikastaði og annað sem tryggir skemmtilega borg. Ég vil vera bjartsýnn á að nýja ríkisstjórnin eyði óvissu um verkefni fjárfestingaráætlunar fyrri ríkisstjórnar. Þar þarf bara að finna græna takkann. Grunnurinn að Húsi íslenskra fræða má ekki verða Gröf íslenskra fræða (á þjóðmenningarvaktinni). Fangelsið og Landspítalinn eru löngu tímabær framfaramál og Náttúruminjasafn í Perlunni getur orðið ómótstæðilegur viðkomustaður, lyftistöng fyrir raunvísindakennslu sem stendur undir sér með aðgangseyri ferðamanna. Reykjavík er á uppleið og getur gert enn betur ef við róum samtaka í sömu átt.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun