Heppinn að vera með Margréti Láru og Hörpu í þrusuformi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2013 07:00 Freyr Alexandersson á fundinum í gær. Mynd/Valli Freyr Alexandersson valdi í gær fyrsta landsliðshópinn og þó svo að nýi maðurinn í brúnni geri ekki miklar breytingar á hópnum eru það samt fimm leikmenn úr EM-hópnum sem eru ekki með að þessu sinni. Freyr velur 21 leikmann að þessu sinni þar sem það er óvissa með þátttöku Sifjar Atladóttur, sem er tæp vegna meiðsla. Það bjuggust flestir við að Katrín Jónsdóttir yrði ein af EM-stelpunum sem yrðu ekki með á móti Sviss, enda leit út fyrir að hún hefði spilað sinn síðasta landsleik á EM í Svíþjóð í sumar. „Katrín er í hörkustandi. Spilaði gegn Tyresö í gær og pakkaði Mörtu saman að eigin sögn,“ sagði Freyr léttur á fundinum í gær. Umeå náði þá 2-2 jafntefli á móti Tyresö en hin brasilíska Marta hefur fimm sinnum verið kosin besta knattspyrnukona heims. „Kata er „mótiveruð“ til að spila leikinn. Af hverju ekki að spila þennan leik? Síðasti leikur á heimavelli,“ sagði Freyr um valið á Katrínu en hann var einnig að íhuga það að velja Eddu Garðarsdóttur í hópinn. „Ég ræddi við hana fyrir viku. Ég var að vonast til þess að hún reyndi að taka eitt tímabil í viðbót. Þegar við fórum yfir hennar meiðslasögu var ljóst hve erfitt þetta var fyrir hana. Við kveðjum góðan leikmann,“ sagði Freyr. Hann vill gefa sér tíma í að velja nýjan fyrirliða. „Það eru margar sem koma til greina. Það kemur í ljós fyrir Serbíuleikinn,“ sagði Freyr. Guðný Björk Óðinsdóttir, Elín Metta Jensen, Þórunn Helga Jónsdóttir, Elísa Viðarsdóttir og Soffía Gunnarsdóttir voru með í Svíþjóð en eru ekki með núna. Í stað þeirra koma inn í hópinn þær Anna María Baldursdóttir (Stjörnunni), Greta Mjöll Samúelsdóttir (Breiðabliki) og Ásgerður S. Baldursdóttir (Stjörnunni). Freyr velur ekki ungu framherjana Elínu Mettu Jensen hjá Val og Söndru Maríu Jessen hjá Þór/KA. „Bæði Elín Metta og Sandra hafa átt erfitt tímabil og þær hafa ekki náð að sýna sitt rétta andlit. Ég held að það sé betra fyrir þær að fara með U19 og skora mörk og ná sér vel á strik. Svo endurmetum við þeirra stöðu eftir Sviss og fyrir leikinn gegn Serbíu,“ sagði Freyr. Hann ætlar sér að nota Hörpu Þorsteinsdóttur sem framherja og segist ekki vera búinn að velja aðalmarkvörð liðsins. „Við erum heppin að vera með þrjá frábæra markverði. Við tökum stöðuna þegar við hittum þær. Það er engin örugg með stöðuna,“ segir Freyr. Hvað með sóknarmenn liðsins? „Ég get alveg búið til pláss fyrir tvo framherja stundum en ekki alltaf. Við erum heppin að í þessum hóp erum við með Margréti Láru og Hörpu í þrusuformi,“ sagði Freyr. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
Freyr Alexandersson valdi í gær fyrsta landsliðshópinn og þó svo að nýi maðurinn í brúnni geri ekki miklar breytingar á hópnum eru það samt fimm leikmenn úr EM-hópnum sem eru ekki með að þessu sinni. Freyr velur 21 leikmann að þessu sinni þar sem það er óvissa með þátttöku Sifjar Atladóttur, sem er tæp vegna meiðsla. Það bjuggust flestir við að Katrín Jónsdóttir yrði ein af EM-stelpunum sem yrðu ekki með á móti Sviss, enda leit út fyrir að hún hefði spilað sinn síðasta landsleik á EM í Svíþjóð í sumar. „Katrín er í hörkustandi. Spilaði gegn Tyresö í gær og pakkaði Mörtu saman að eigin sögn,“ sagði Freyr léttur á fundinum í gær. Umeå náði þá 2-2 jafntefli á móti Tyresö en hin brasilíska Marta hefur fimm sinnum verið kosin besta knattspyrnukona heims. „Kata er „mótiveruð“ til að spila leikinn. Af hverju ekki að spila þennan leik? Síðasti leikur á heimavelli,“ sagði Freyr um valið á Katrínu en hann var einnig að íhuga það að velja Eddu Garðarsdóttur í hópinn. „Ég ræddi við hana fyrir viku. Ég var að vonast til þess að hún reyndi að taka eitt tímabil í viðbót. Þegar við fórum yfir hennar meiðslasögu var ljóst hve erfitt þetta var fyrir hana. Við kveðjum góðan leikmann,“ sagði Freyr. Hann vill gefa sér tíma í að velja nýjan fyrirliða. „Það eru margar sem koma til greina. Það kemur í ljós fyrir Serbíuleikinn,“ sagði Freyr. Guðný Björk Óðinsdóttir, Elín Metta Jensen, Þórunn Helga Jónsdóttir, Elísa Viðarsdóttir og Soffía Gunnarsdóttir voru með í Svíþjóð en eru ekki með núna. Í stað þeirra koma inn í hópinn þær Anna María Baldursdóttir (Stjörnunni), Greta Mjöll Samúelsdóttir (Breiðabliki) og Ásgerður S. Baldursdóttir (Stjörnunni). Freyr velur ekki ungu framherjana Elínu Mettu Jensen hjá Val og Söndru Maríu Jessen hjá Þór/KA. „Bæði Elín Metta og Sandra hafa átt erfitt tímabil og þær hafa ekki náð að sýna sitt rétta andlit. Ég held að það sé betra fyrir þær að fara með U19 og skora mörk og ná sér vel á strik. Svo endurmetum við þeirra stöðu eftir Sviss og fyrir leikinn gegn Serbíu,“ sagði Freyr. Hann ætlar sér að nota Hörpu Þorsteinsdóttur sem framherja og segist ekki vera búinn að velja aðalmarkvörð liðsins. „Við erum heppin að vera með þrjá frábæra markverði. Við tökum stöðuna þegar við hittum þær. Það er engin örugg með stöðuna,“ segir Freyr. Hvað með sóknarmenn liðsins? „Ég get alveg búið til pláss fyrir tvo framherja stundum en ekki alltaf. Við erum heppin að í þessum hóp erum við með Margréti Láru og Hörpu í þrusuformi,“ sagði Freyr.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira