Myndgreining á Landspítala í kröppum sjó Læknar á Landspítala skrifar 20. september 2013 06:00 Undanfarið hafa málefni Landspítala verið endurtekið til umræðu í fjölmiðlum. Hæst hefur borið bráðavanda lyflækningasviðs sem m.a. stríðir við alvarlegan skort á vinnuafli, einkum deildarlæknum en einnig atgervisflótta sérfræðinga. Í þessari umræðu hefur ekki farið jafn hátt að ýmsar aðrar deildir spítalans eiga undir högg að sækja. Ein þeirra er myndgreiningardeild Landspítalans, sem er ein stærsta deild sjúkrahússins og jafnframt ein mikilvægasta stoðdeild þess. Þessi grein er rituð til að vekja athygli á alvarlegum vanda sem þar er við að etja. Stór hluti sjúklinga sem koma á bráðamóttöku og nær allir sjúklingar sem leggjast inn á gjörgæslu, á lyflækningasvið og skurðlækningasvið Landspítala þurfa á myndgreiningu að halda. Á myndgreiningardeildinni eru framkvæmdar í kringum 120 þúsund rannsóknir árlega, allt frá hefðbundnum röntgenmyndum af beinum og lungum til sérhæfðra segulómana af heila og hjarta. Á deildina koma einnig sjúklingar til meðferðar, t.d. á æðaþrengslum og ósæðargúlum. Starfsemi deildarinnar er illu heilli tvískipt, annars vegar í Fossvogi og hins vegar við Hringbraut. Þessi skipting hefur mikið óhagræði í för með sér, bæði hvað varðar dýran tækjabúnað sem þyrfti að vera til staðar á báðum stöðum og einnig hvað varðar mönnun deildarinnar og fyrirkomulag vakta. Skipting deildarinnar hamlar einnig framþróun í starfi deildarinnar og nauðsynlegri sérhæfingu.Álag aukist um 50% Frá árinu 2008 hefur sérfræðilæknum á myndgreiningardeild Landspítala fækkað úr 19 í 14. Á sama tíma hefur fækkað verulega í hópi deildarlækna en þeir stunda fyrri hluta sérnáms síns á deildinni. Verkefni deildarinnar hafa hins vegar aukist á síðustu árum og orðið flóknari. Þannig hefur mælanlegt álag á sérfræðilækna deildarinnar aukist um 50% á síðustu fimm árum. Ef heldur fram sem horfir er ljóst að myndgreiningardeildin mun ekki geta sinnt þeirri þjónustu sem henni er ætlað að veita. Slík staða hefur lamandi áhrif á greiningu og meðferð sjúklinga sem koma á bráðamóttöku eða liggja á gjörgæslu, barnaspítala, lyf- eða skurðdeildum og lengir innlagnartíma. Slíkt ástand er óásættanlegt fyrir myndgreiningardeild LSH. Erlendis er myndgreining víða á meðal vinsælustu sérgreina í læknisfræði, enda í mikilli og spennandi þróun. Tækninni fleygir fram og nútímamyndgreining verður sífellt mikilvægari í þjónustu við sjúklinga og meðferð sjúkdóma. Þrátt fyrir það hefur orðið fækkun deildarlækna í framhaldsnámi við myndgreiningardeildina. Þetta veldur verulegum áhyggjum af framtíð sérgreinarinnar hér á landi. Ljóst er að sá skortur á mannafla og aðstöðu sem nú er til staðar er ekki til þess fallinn að stuðla að nýliðun, enda hætt við að kennsla og vísindastörf sitji á hakanum við slíkar aðstæður, líkt og gæða- og öryggismál. Það mikla álag sem hvílir á herðum þeirra sérfræðinga sem eru í vinnu eykur hættuna á því að fleiri úr þeirra röðum segi upp störfum eða minnki starfshlutfall sitt. Næg vinna er í boði hér heima, m.a. á einkastofum. Íslenskir sérfræðingar í myndgreiningu eru eftirsóttur starfskraftur í nágrannalöndum okkar, sérstaklega í Noregi og Svíþjóð, enda menntaðir við bestu háskólasjúkrahús erlendis. Einnig hafa framfarir í flutningi rafrænna gagna (fjarlækningar) leitt til þess að auðvelt er að flytja myndir á netinu og eru íslenskir sérfræðingar í auknum mæli farnir að lesa úr myndgreiningarrannsóknum frá erlendum sjúkrahúsum heima hjá sér. Samkeppnin um starfskrafta þessara sérhæfðu lækna er því hörð og í þeirri samkeppni fer Landspítali því miður halloka.Ófullnægjandi endurnýjun Ofan á manneklu bætist að endurnýjun tækja er ófullnægjandi. Flókinn tækjabúnaður úreldist á fáeinum árum og há bilanatíðni eldri tækja getur skapað hættu fyrir sjúklinga. Fullkomin myndgreiningartæki eru forsenda þess að hægt sé að bjóða upp á bestu læknismeðferð, t.d. við greiningu og meðferð slasaðra, við greiningu sjúkdóma í hjarta, heila, lungum og meltingarfærum og við undirbúning flókinna skurðaðgerða. Flestar deildir sjúkrahússins eru því afar háðar þjónustu myndgreiningardeildar, sem þarf að hafa nægilega mönnun og fullnægjandi tækjabúnað til að geta veitt þessa sérhæfðu þjónustu. Þessari óheillaþróun sem að ofan er lýst verður því að snúa við hið snarasta. Þótt nýlegar yfirlýsingar heilbrigðisráðherra og stjórnenda LSH um aðgerðir til að bæta stöðu lyflækningasviðs séu mikilvægt skref í rétta átt, er ljóst að þær leysa ekki vanda myndgreiningardeildar, sem er í raun orðinn bráðavandi. Meira þarf að koma til. Annars er hætt við frekari áföllum, sem hafa lamandi áhrif á aðrar deildir sjúkrahússins sem eru þegar í miklu ölduróti og mega ekki við frekari ágjöfum.Pétur Hannesson yfirlæknir á myndgreiningardeild LSH og klínískur dósent í myndgreininguMaríanna Garðarsdóttir sérfræðingur og aðjúnkt í myndgreiningu og formaður Félags íslenskra röntgenlæknaBrynjólfur Mogensen yfirlæknir á LSH og dósent í bráðalækningumGísli H. Sigurðsson yfirlæknir á LSH og prófessor í svæfinga- og gjörgæslulækningumÁsgeir Haraldsson yfirlæknir á LSH og prófessor í barnalækningumGuðmundur Þorgeirsson yfirlæknir á LSH og prófessor í lyflækningumTómas Guðbjartsson yfirlæknir á LSH og prófessor í skurðlækningum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa málefni Landspítala verið endurtekið til umræðu í fjölmiðlum. Hæst hefur borið bráðavanda lyflækningasviðs sem m.a. stríðir við alvarlegan skort á vinnuafli, einkum deildarlæknum en einnig atgervisflótta sérfræðinga. Í þessari umræðu hefur ekki farið jafn hátt að ýmsar aðrar deildir spítalans eiga undir högg að sækja. Ein þeirra er myndgreiningardeild Landspítalans, sem er ein stærsta deild sjúkrahússins og jafnframt ein mikilvægasta stoðdeild þess. Þessi grein er rituð til að vekja athygli á alvarlegum vanda sem þar er við að etja. Stór hluti sjúklinga sem koma á bráðamóttöku og nær allir sjúklingar sem leggjast inn á gjörgæslu, á lyflækningasvið og skurðlækningasvið Landspítala þurfa á myndgreiningu að halda. Á myndgreiningardeildinni eru framkvæmdar í kringum 120 þúsund rannsóknir árlega, allt frá hefðbundnum röntgenmyndum af beinum og lungum til sérhæfðra segulómana af heila og hjarta. Á deildina koma einnig sjúklingar til meðferðar, t.d. á æðaþrengslum og ósæðargúlum. Starfsemi deildarinnar er illu heilli tvískipt, annars vegar í Fossvogi og hins vegar við Hringbraut. Þessi skipting hefur mikið óhagræði í för með sér, bæði hvað varðar dýran tækjabúnað sem þyrfti að vera til staðar á báðum stöðum og einnig hvað varðar mönnun deildarinnar og fyrirkomulag vakta. Skipting deildarinnar hamlar einnig framþróun í starfi deildarinnar og nauðsynlegri sérhæfingu.Álag aukist um 50% Frá árinu 2008 hefur sérfræðilæknum á myndgreiningardeild Landspítala fækkað úr 19 í 14. Á sama tíma hefur fækkað verulega í hópi deildarlækna en þeir stunda fyrri hluta sérnáms síns á deildinni. Verkefni deildarinnar hafa hins vegar aukist á síðustu árum og orðið flóknari. Þannig hefur mælanlegt álag á sérfræðilækna deildarinnar aukist um 50% á síðustu fimm árum. Ef heldur fram sem horfir er ljóst að myndgreiningardeildin mun ekki geta sinnt þeirri þjónustu sem henni er ætlað að veita. Slík staða hefur lamandi áhrif á greiningu og meðferð sjúklinga sem koma á bráðamóttöku eða liggja á gjörgæslu, barnaspítala, lyf- eða skurðdeildum og lengir innlagnartíma. Slíkt ástand er óásættanlegt fyrir myndgreiningardeild LSH. Erlendis er myndgreining víða á meðal vinsælustu sérgreina í læknisfræði, enda í mikilli og spennandi þróun. Tækninni fleygir fram og nútímamyndgreining verður sífellt mikilvægari í þjónustu við sjúklinga og meðferð sjúkdóma. Þrátt fyrir það hefur orðið fækkun deildarlækna í framhaldsnámi við myndgreiningardeildina. Þetta veldur verulegum áhyggjum af framtíð sérgreinarinnar hér á landi. Ljóst er að sá skortur á mannafla og aðstöðu sem nú er til staðar er ekki til þess fallinn að stuðla að nýliðun, enda hætt við að kennsla og vísindastörf sitji á hakanum við slíkar aðstæður, líkt og gæða- og öryggismál. Það mikla álag sem hvílir á herðum þeirra sérfræðinga sem eru í vinnu eykur hættuna á því að fleiri úr þeirra röðum segi upp störfum eða minnki starfshlutfall sitt. Næg vinna er í boði hér heima, m.a. á einkastofum. Íslenskir sérfræðingar í myndgreiningu eru eftirsóttur starfskraftur í nágrannalöndum okkar, sérstaklega í Noregi og Svíþjóð, enda menntaðir við bestu háskólasjúkrahús erlendis. Einnig hafa framfarir í flutningi rafrænna gagna (fjarlækningar) leitt til þess að auðvelt er að flytja myndir á netinu og eru íslenskir sérfræðingar í auknum mæli farnir að lesa úr myndgreiningarrannsóknum frá erlendum sjúkrahúsum heima hjá sér. Samkeppnin um starfskrafta þessara sérhæfðu lækna er því hörð og í þeirri samkeppni fer Landspítali því miður halloka.Ófullnægjandi endurnýjun Ofan á manneklu bætist að endurnýjun tækja er ófullnægjandi. Flókinn tækjabúnaður úreldist á fáeinum árum og há bilanatíðni eldri tækja getur skapað hættu fyrir sjúklinga. Fullkomin myndgreiningartæki eru forsenda þess að hægt sé að bjóða upp á bestu læknismeðferð, t.d. við greiningu og meðferð slasaðra, við greiningu sjúkdóma í hjarta, heila, lungum og meltingarfærum og við undirbúning flókinna skurðaðgerða. Flestar deildir sjúkrahússins eru því afar háðar þjónustu myndgreiningardeildar, sem þarf að hafa nægilega mönnun og fullnægjandi tækjabúnað til að geta veitt þessa sérhæfðu þjónustu. Þessari óheillaþróun sem að ofan er lýst verður því að snúa við hið snarasta. Þótt nýlegar yfirlýsingar heilbrigðisráðherra og stjórnenda LSH um aðgerðir til að bæta stöðu lyflækningasviðs séu mikilvægt skref í rétta átt, er ljóst að þær leysa ekki vanda myndgreiningardeildar, sem er í raun orðinn bráðavandi. Meira þarf að koma til. Annars er hætt við frekari áföllum, sem hafa lamandi áhrif á aðrar deildir sjúkrahússins sem eru þegar í miklu ölduróti og mega ekki við frekari ágjöfum.Pétur Hannesson yfirlæknir á myndgreiningardeild LSH og klínískur dósent í myndgreininguMaríanna Garðarsdóttir sérfræðingur og aðjúnkt í myndgreiningu og formaður Félags íslenskra röntgenlæknaBrynjólfur Mogensen yfirlæknir á LSH og dósent í bráðalækningumGísli H. Sigurðsson yfirlæknir á LSH og prófessor í svæfinga- og gjörgæslulækningumÁsgeir Haraldsson yfirlæknir á LSH og prófessor í barnalækningumGuðmundur Þorgeirsson yfirlæknir á LSH og prófessor í lyflækningumTómas Guðbjartsson yfirlæknir á LSH og prófessor í skurðlækningum
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar