Mikilvægt að halla dyrunum aðeins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. október 2013 07:30 Gylfi Þór Sigurðsson fór á kostum í 1-0 sigrinum á Albönum í síðasta leik. Lagerbäck hefur hrósað Gylfa mikið fyrir bæði frammistöðu og viðhorf. Hér gefur hann Hafnfirðingnum góð ráð. „Það er mikill áhugi á liðinu en í stöðu sem þessari er mikilvægt að einbeita sér að réttum hlutum. Liðinu sjálfu,“ segir Lars Lagerbäck, þjálfari karlalandsliðs Íslands. Okkar menn mæta Kýpur föstudaginn 11. október áður en Norðmenn verða sóttir heim þriðjudaginn 15. október. Mikill áhugi er á landsliðinu í ljósi góðs gengis. Löngu er uppselt á leikinn gegn Kýpur og 800 stuðningsmenn hafa keypt miða í gegnum KSÍ á leikinn í Noregi. Áhuginn er mikill og pressan eftir því. „Það er mikilvægt að halla dyrunum aðeins og láta utanaðkomandi hluti ekki hafa áhrif á okkur í undirbúningnum,“ segir Lagerbäck sem þakkar um leið auðsýndan áhuga. Gaman sé að uppselt sé á völlinn og góður stuðningur skipti miklu máli.Sölvi þarf að spila reglulega Þrjár breytingar voru gerðar á hópnum síðan í leikjunum gegn Sviss og Albaníu í september. Jóhann Laxdal og Sölvi Geir Ottesen misstu sæti sitt auk þess sem markvörðurinn Ögmundur Kristinsson er meiddur. Haraldur Björnsson kemur í hans stað auk þess sem Eggert Gunnþór Jónsson og Guðlaugur Victor Pálsson fengu kallið. Fjarvera Sölva vekur mesta athygli en Lagerbäck segir að miðvörðurinn þurfi að fá reglulegan spiltíma. „Hann hefur ekki spilað reglulega í heilt ár,“ segir Lagerbäck sem hefur hingað til þótt gott að hafa Sölva í hópnum í ljósi leikbanns eða meiðsla kollega hans í miðverðinum. Nú sé hins vegar meiri áhætta en minni að hafa hann í hópnum í lítilli leikæfingu. „Þegar hann byrjar að spila aftur á hann von á því að vera kallaður í hópinn.“Margir á gulu spjaldi Íslenska liðið situr í öðru sæti riðilsins fyrir leikina tvo. Takist íslenska liðinu að halda öðru sætinu fer það í umspilsleiki ásamt sjö öðrum landsliðum um fjögur laus sæti í Brasilíu næsta sumar. Á sama tíma og Ísland mætir Kýpur tekur Slóvenía á móti Noregi. Þjóðirnar eru einu stigi og tveimur á eftir Íslandi. Ljóst er að ekki mun ráðast hvaða þjóð hafnar í öðru sæti riðilsins fyrr en að lokinni lokaumferðinni. Hætt er við því að einhverjir leikmenn Íslands verði í leikbanni í lokaleiknum í Noregi. Þannig eru sjö leikmenn sem hafa verið í stóru hlutverki í undankeppninni einni áminningu frá því að fara í bann. Svíinn segir að gulu spjöldin muni þó ekki hafa áhrif á liðsval sitt fyrir leikinn. Áhyggjuefni sé þó hve mörg spjöld leikmenn liðsins hafi fengið í undankeppninni. 21 gult spjald og eitt rautt. „Ég get ekki kvartað of mikið en við verðum að hafa hausinn rétt stilltan.“Munum ekki vanmeta Kýpur Heimir Hallgrímsson, aðstoðarmaður Lagerbäck, sagði erfitt að rýna í andstæðingana, bæði Kýpur og Noreg. Nýir þjálfarar stýra landsliðunum og ekki ljóst hve miklar og hvers lags breytingar þeir gera á leikmannahópi eða leikskipulagi liðanna. Þó sé ljóst að Kýpur sé með leikna menn með góða sendingagetu. Flestir spili í heimalandinu enda töluverðir fjármunir í knattspyrnunni þar í landi. „Við einbeitum okkur þó fyrst og fremst að okkar liði í dag,“ segir Heimir. Ekki sé rétt að verja of miklum tíma í að greina andstæðinginn þegar leikmannahópurinn liggur ekki einu sinni ljós fyrir. „Svo skiptir þjálfarinn um leikskipulag og þá verður allur okkar undirbúningur bara bull og þvaður.“ Ísland tapaði fyrri leiknum ytra 1-0, sem er eini sigurleikur þeirra kýpversku hingað til. Þeir gerðu hins vegar markalaust jafntefli heima gegn Sviss og héldu stöðunni 0-0 fram í viðbótartíma þegar þeir heimsóttu þá svissnesku. Þeir hafa fengið á sig færri mörk en Ísland og þá má ekki vanmeta. „Við erum brenndir gegn þeim og munum alls ekki vanmeta þá.“ Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Sjá meira
„Það er mikill áhugi á liðinu en í stöðu sem þessari er mikilvægt að einbeita sér að réttum hlutum. Liðinu sjálfu,“ segir Lars Lagerbäck, þjálfari karlalandsliðs Íslands. Okkar menn mæta Kýpur föstudaginn 11. október áður en Norðmenn verða sóttir heim þriðjudaginn 15. október. Mikill áhugi er á landsliðinu í ljósi góðs gengis. Löngu er uppselt á leikinn gegn Kýpur og 800 stuðningsmenn hafa keypt miða í gegnum KSÍ á leikinn í Noregi. Áhuginn er mikill og pressan eftir því. „Það er mikilvægt að halla dyrunum aðeins og láta utanaðkomandi hluti ekki hafa áhrif á okkur í undirbúningnum,“ segir Lagerbäck sem þakkar um leið auðsýndan áhuga. Gaman sé að uppselt sé á völlinn og góður stuðningur skipti miklu máli.Sölvi þarf að spila reglulega Þrjár breytingar voru gerðar á hópnum síðan í leikjunum gegn Sviss og Albaníu í september. Jóhann Laxdal og Sölvi Geir Ottesen misstu sæti sitt auk þess sem markvörðurinn Ögmundur Kristinsson er meiddur. Haraldur Björnsson kemur í hans stað auk þess sem Eggert Gunnþór Jónsson og Guðlaugur Victor Pálsson fengu kallið. Fjarvera Sölva vekur mesta athygli en Lagerbäck segir að miðvörðurinn þurfi að fá reglulegan spiltíma. „Hann hefur ekki spilað reglulega í heilt ár,“ segir Lagerbäck sem hefur hingað til þótt gott að hafa Sölva í hópnum í ljósi leikbanns eða meiðsla kollega hans í miðverðinum. Nú sé hins vegar meiri áhætta en minni að hafa hann í hópnum í lítilli leikæfingu. „Þegar hann byrjar að spila aftur á hann von á því að vera kallaður í hópinn.“Margir á gulu spjaldi Íslenska liðið situr í öðru sæti riðilsins fyrir leikina tvo. Takist íslenska liðinu að halda öðru sætinu fer það í umspilsleiki ásamt sjö öðrum landsliðum um fjögur laus sæti í Brasilíu næsta sumar. Á sama tíma og Ísland mætir Kýpur tekur Slóvenía á móti Noregi. Þjóðirnar eru einu stigi og tveimur á eftir Íslandi. Ljóst er að ekki mun ráðast hvaða þjóð hafnar í öðru sæti riðilsins fyrr en að lokinni lokaumferðinni. Hætt er við því að einhverjir leikmenn Íslands verði í leikbanni í lokaleiknum í Noregi. Þannig eru sjö leikmenn sem hafa verið í stóru hlutverki í undankeppninni einni áminningu frá því að fara í bann. Svíinn segir að gulu spjöldin muni þó ekki hafa áhrif á liðsval sitt fyrir leikinn. Áhyggjuefni sé þó hve mörg spjöld leikmenn liðsins hafi fengið í undankeppninni. 21 gult spjald og eitt rautt. „Ég get ekki kvartað of mikið en við verðum að hafa hausinn rétt stilltan.“Munum ekki vanmeta Kýpur Heimir Hallgrímsson, aðstoðarmaður Lagerbäck, sagði erfitt að rýna í andstæðingana, bæði Kýpur og Noreg. Nýir þjálfarar stýra landsliðunum og ekki ljóst hve miklar og hvers lags breytingar þeir gera á leikmannahópi eða leikskipulagi liðanna. Þó sé ljóst að Kýpur sé með leikna menn með góða sendingagetu. Flestir spili í heimalandinu enda töluverðir fjármunir í knattspyrnunni þar í landi. „Við einbeitum okkur þó fyrst og fremst að okkar liði í dag,“ segir Heimir. Ekki sé rétt að verja of miklum tíma í að greina andstæðinginn þegar leikmannahópurinn liggur ekki einu sinni ljós fyrir. „Svo skiptir þjálfarinn um leikskipulag og þá verður allur okkar undirbúningur bara bull og þvaður.“ Ísland tapaði fyrri leiknum ytra 1-0, sem er eini sigurleikur þeirra kýpversku hingað til. Þeir gerðu hins vegar markalaust jafntefli heima gegn Sviss og héldu stöðunni 0-0 fram í viðbótartíma þegar þeir heimsóttu þá svissnesku. Þeir hafa fengið á sig færri mörk en Ísland og þá má ekki vanmeta. „Við erum brenndir gegn þeim og munum alls ekki vanmeta þá.“
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki