Aukin hagsmunagæsla í Evrópusamstarfi Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 8. október 2013 06:00 Evrópa er okkar mikilvægasti útflutningsmarkaður. Þangað fara um 80% af okkar vöruútflutningi í dag og rúm 60% af okkar innflutningi eru frá Evrópu. Það er að mínu mati nauðsynlegt að styrkja okkar hagsmunagæslu í Evrópusamstarfi. Fjárlagafrumvarpið markar fyrstu skref að þessu markmiði þar sem lagt er til að varið verði auknu fjármagni í EES-samstarfið. Íslensk löggjöf fylgir á flestum sviðum evrópskri löggjöf. Ástæða þessa er EES-samningurinn. Með honum hefur Ísland verið hluti af innri markaði ESB frá árinu 1994 en samningurinn gefur aðgang að 500 milljóna manna markaði 28 ríkja ESB, auk Noregs og Liechtenstein. EES-samningurinn er gríðarlegt hagsmunamál. Samningurinn tryggir frelsi í viðskiptum með vörur, fjármagn og þjónustu. Hann tryggir einstaklingum frelsi til að flytjast á milli landa, stunda atvinnu og sækja menntun. Þótt landbúnaðarstefna og sjávarútvegsstefna ESB falli ekki undir samninginn tryggir hann greið viðskipti með landbúnaðarvörur og sjávarafurðir. Allar reglur um heilbrigði matvæla falla til dæmis undir EES. EES fjallar einnig um umhverfismál, samkeppnismál, orkumál, ríkisaðstoð við atvinnulíf, stuðning við vísindi, menntun og menningu svo eitthvað sé nefnt. Samningurinn er gangverk viðskipta við Evrópu. Með þátttöku í EES hafa EFTA-ríkin skuldbundið sig að tryggja að löggjöf sé samræmd ESB á fjölmörgum sviðum. Því er nauðsynlegt að stjórnvöld tryggi að hagsmunum Íslands sé sterklega haldið fram þegar löggjöf er mótuð innan EES, sem síðar verður löggjöf á Íslandi. Sem sveitarstjórnarmaður, alþingismaður og nú utanríkisráðherra þekki ég vel hve umfangsmikill þáttur löggjafarstarfs er tengdur EES, ekki bara á Alþingi eða í ráðuneytum heldur einnig á vettvangi sveitarstjórna. EES snertir daglegt líf hvers Íslendings. Af þessum ástæðum verður að efla hagsmunagæslu Íslands innan EES. Á það hefur verið bent, síðast með samþykkt þingsályktunar fyrr á þessu ári. Með þetta í huga er mikilvægt að hrinda í framkvæmd aðgerðum í þessu skyni. Forgangsraða þarf þannig að sjónarmið Íslands komi fram í löggjafarstarfi strax á fyrstu stigum máls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Evrópa er okkar mikilvægasti útflutningsmarkaður. Þangað fara um 80% af okkar vöruútflutningi í dag og rúm 60% af okkar innflutningi eru frá Evrópu. Það er að mínu mati nauðsynlegt að styrkja okkar hagsmunagæslu í Evrópusamstarfi. Fjárlagafrumvarpið markar fyrstu skref að þessu markmiði þar sem lagt er til að varið verði auknu fjármagni í EES-samstarfið. Íslensk löggjöf fylgir á flestum sviðum evrópskri löggjöf. Ástæða þessa er EES-samningurinn. Með honum hefur Ísland verið hluti af innri markaði ESB frá árinu 1994 en samningurinn gefur aðgang að 500 milljóna manna markaði 28 ríkja ESB, auk Noregs og Liechtenstein. EES-samningurinn er gríðarlegt hagsmunamál. Samningurinn tryggir frelsi í viðskiptum með vörur, fjármagn og þjónustu. Hann tryggir einstaklingum frelsi til að flytjast á milli landa, stunda atvinnu og sækja menntun. Þótt landbúnaðarstefna og sjávarútvegsstefna ESB falli ekki undir samninginn tryggir hann greið viðskipti með landbúnaðarvörur og sjávarafurðir. Allar reglur um heilbrigði matvæla falla til dæmis undir EES. EES fjallar einnig um umhverfismál, samkeppnismál, orkumál, ríkisaðstoð við atvinnulíf, stuðning við vísindi, menntun og menningu svo eitthvað sé nefnt. Samningurinn er gangverk viðskipta við Evrópu. Með þátttöku í EES hafa EFTA-ríkin skuldbundið sig að tryggja að löggjöf sé samræmd ESB á fjölmörgum sviðum. Því er nauðsynlegt að stjórnvöld tryggi að hagsmunum Íslands sé sterklega haldið fram þegar löggjöf er mótuð innan EES, sem síðar verður löggjöf á Íslandi. Sem sveitarstjórnarmaður, alþingismaður og nú utanríkisráðherra þekki ég vel hve umfangsmikill þáttur löggjafarstarfs er tengdur EES, ekki bara á Alþingi eða í ráðuneytum heldur einnig á vettvangi sveitarstjórna. EES snertir daglegt líf hvers Íslendings. Af þessum ástæðum verður að efla hagsmunagæslu Íslands innan EES. Á það hefur verið bent, síðast með samþykkt þingsályktunar fyrr á þessu ári. Með þetta í huga er mikilvægt að hrinda í framkvæmd aðgerðum í þessu skyni. Forgangsraða þarf þannig að sjónarmið Íslands komi fram í löggjafarstarfi strax á fyrstu stigum máls.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar