Hægara sagt en gert Katrín Jakobsdóttir skrifar 18. október 2013 00:00 Það er hryggilegt að lesa jafn ósanngjarna stjórnmálaumfjöllun eftir jafn mætan mann og Kristin H. Gunnarsson og þá sem birtist í Fréttablaðinu í gær, 17. október. Því miður er Kristinn við kunnuglegt heygarðshorn þegar hann ræðir niðurskurð í tíð seinustu ríkisstjórnar án þess að nefna þær aðstæður sem voru uppi í samfélaginu eða þann nærri 200 milljarða fjárlagahalla sem hún hlaut í arf. Slíka ósanngjarna gagnrýni mátti ríkisstjórnin glíma við allan tímann, frá fólki sem eflaust stundar það líka að sitja við gluggann í hellirigningu og ofsaroki og furða sig á að fólk sé í regnkápum. Til að bíta höfuðið af skömminni eignar hann „vondu vinstristjórninni“ líka niðurskurð á árunum 2007 og 2008 þegar aðrir voru við völd og aðstæður voru taldar allt aðrar og betri og niðurskurð til Landspítalans árin fyrir hrun. Enn versnar það þegar ríkisstjórninni er sérstaklega hallmælt fyrir að hafa sinnt umhverfismálum of vel og ekki skorið nógu duglega niður í menntakerfinu. Allt er þetta sett í samhengi landshlutastríðs sem Kristinn virðist æstur í að efna til. Grátbroslegi hlutinn af greininni er þegar seinustu ríkisstjórn er hallmælt fyrir að hafa þurft tíma til að koma á veiðileyfagjaldi. Staðreyndin er þó að það er í tíð síðustu ríkisstjórnar sem sjávarútvegurinn tók í fyrsta sinn að greiða veiðigjöld svo nokkru næmi. Þau voru hækkuð í áföngum og síðan sett lög um almennt og sérstakt veiðigjald og kostaði hörð átök við stórútgerðirnar og þáverandi stjórnarandstöðu í hvert sinn. Það getur tekið tíma að koma góðum málum áleiðis og það ætti maður að vita sem sat á Alþingi í 18 ár, þar af átta ár sem hluti af ríkisstjórnarmeirihluta, án þess að ná fram einni einustu breytingu á fiskveiðistjórnunarkerfinu í þá átt sem hann auglýsir nú eftir. Ég gæti spurt í hans stíl: Hvað var maðurinn að gera öll þessi ár? Það er bara ívið léttara að skrifa grein en að koma lögum gegnum þing. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Það er hryggilegt að lesa jafn ósanngjarna stjórnmálaumfjöllun eftir jafn mætan mann og Kristin H. Gunnarsson og þá sem birtist í Fréttablaðinu í gær, 17. október. Því miður er Kristinn við kunnuglegt heygarðshorn þegar hann ræðir niðurskurð í tíð seinustu ríkisstjórnar án þess að nefna þær aðstæður sem voru uppi í samfélaginu eða þann nærri 200 milljarða fjárlagahalla sem hún hlaut í arf. Slíka ósanngjarna gagnrýni mátti ríkisstjórnin glíma við allan tímann, frá fólki sem eflaust stundar það líka að sitja við gluggann í hellirigningu og ofsaroki og furða sig á að fólk sé í regnkápum. Til að bíta höfuðið af skömminni eignar hann „vondu vinstristjórninni“ líka niðurskurð á árunum 2007 og 2008 þegar aðrir voru við völd og aðstæður voru taldar allt aðrar og betri og niðurskurð til Landspítalans árin fyrir hrun. Enn versnar það þegar ríkisstjórninni er sérstaklega hallmælt fyrir að hafa sinnt umhverfismálum of vel og ekki skorið nógu duglega niður í menntakerfinu. Allt er þetta sett í samhengi landshlutastríðs sem Kristinn virðist æstur í að efna til. Grátbroslegi hlutinn af greininni er þegar seinustu ríkisstjórn er hallmælt fyrir að hafa þurft tíma til að koma á veiðileyfagjaldi. Staðreyndin er þó að það er í tíð síðustu ríkisstjórnar sem sjávarútvegurinn tók í fyrsta sinn að greiða veiðigjöld svo nokkru næmi. Þau voru hækkuð í áföngum og síðan sett lög um almennt og sérstakt veiðigjald og kostaði hörð átök við stórútgerðirnar og þáverandi stjórnarandstöðu í hvert sinn. Það getur tekið tíma að koma góðum málum áleiðis og það ætti maður að vita sem sat á Alþingi í 18 ár, þar af átta ár sem hluti af ríkisstjórnarmeirihluta, án þess að ná fram einni einustu breytingu á fiskveiðistjórnunarkerfinu í þá átt sem hann auglýsir nú eftir. Ég gæti spurt í hans stíl: Hvað var maðurinn að gera öll þessi ár? Það er bara ívið léttara að skrifa grein en að koma lögum gegnum þing.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar