Hvað vildi Samorka? Mörður Árnason skrifar 21. október 2013 06:00 Gústaf Adolf Níelsson, framkvæmdastjóri Samorku, kvartar undan því í Fréttablaðsgrein 17. október að ekki hafi farið mikið fyrir samráði við gerð og afgreiðslu náttúruverndarlaganna sem núverandi umhverfisráðherra ætlar nú að „afturkalla“. Vissulega hafi verið tekið við athugasemdum á ýmsum stigum vinnunnar og hlustað á gagnrýni – en síðan þegar til átti að taka hafi ekkert verið gert með sjónarmið aðila á borð við sjálfa Samorku. Þetta er athyglisvert framlag til umræðunnar um „afturkallið“. Nú vill svo til að athugasemdir Samorku liggja fyrir í umsögn samtakanna til þingnefndarinnar sem fjallaði um málið síðasta vetur. Þar eru – fyrir utan almennt spjall um yfirsýn, flækjustig og þarfleysi frekari náttúruverndar á Íslandi – sjö eiginlegar athugasemdir við frumvarpið. Þær varða: þinglega meðferð náttúruverndaráætlunar, tengsl við rammaáætlun, vernd jarðmyndana sem þykja merkilegar á svæðisvísu, heimild ráðherra til að banna framkvæmdir á viðkvæmum svæðum tiltekinn tíma, bótarétt landeigenda – og svo tvö meginatriði, annars vegar sérstaka vernd merkilegra vistkerfa og jarðminja, hins vegar meginreglur umhverfisréttarins sem settar eru fram í upphafi lagatextans. Í fimm atriðum af þessum sjö voru lagðar til breytingar þar sem ýmist var fallist á rök Samorku og annarra umsegjenda eða komið verulega til móts við þau. Aðeins tvær athugasemdir Samorku reyndust árangurslausar þegar alþingi hafði gert frumvarpið að lögum: 28–0, 17 sátu hjá. Varúðarreglan Í annarri þeirra lagðist Samorka gegn meginreglum umhverfisréttarins, sérstaklega varúðarreglunni svokölluðu þar sem segir að náttúran eigi að njóta vafans: Þegar hætta er á alvarlegum spjöllum má ekki beita þekkingarskorti sem afsökun fyrir því að láta vaða. Þeir sem um frumvarpið véluðu við frumvarpsgerðina og á þinginu kusu að taka ekki mark á Samorku að þessu leyti en taka í staðinn mark á Ríósamningnum um líffræðilega fjölbreytni frá 1992, EES-samningnum og OSPAR-samningnum um Atlantshafið norðaustanvert og lífríki þess, þar sem alls staðar er vísað til þessarar alþjóðlega viðurkenndu meginreglu. Samorka er greinilega ósátt við þetta. Merkir það að Gústav Adolf, Landsvirkjun, Rarik og Orkuveita Reykjavíkur vilji hafa þetta öfugt – að þau geti ráðist í hvaða framkvæmd sem er ef ekki hefur verið sýnt fram á með 100% vissu að hún skaði náttúruna til ólífis – svo sem ef það er hægt að finna einn fræðimann sem efast? Til dæmis á skrifstofum Samorku, Landsvirkjunar, OR og Rariks? Sérstaka verndin Greinin í lögunum frá 1999 um sérstaka vernd ákveðinna vistkerfa og jarðminja – svo sem eldhrauna, hvera, votlendis, fossa – hefur reynst haldlítil. Þessari grein var því breytt með nýju lögunum. Í stað þess orðalags í gömlu lögunum sem dró tennurnar úr lagagreininni, að röskun þessara náttúrufyrirbæra skuli forðast „eins og kostur er“, kemur ákvæði um að þeim verði ekki raskað „nema brýna nauðsyn beri til og aðrir kostir séu ekki fyrir hendi“. Samkvæmt gamla orðalaginu nægði að sá sem taldi sig af einhverjum ástæðum þurfa að eyðileggja náttúrufyrirbæri reyndi að gera það með lagni. Eins og kostur er. Samkvæmt nýja orðalaginu verða stórfelldir almannahagsmunir að búa að baki – til dæmis þörf á vatnsveitu – og áhugamenn um verkið verða að sýna fram á að aðrar leiðir að markmiðinu séu ekki færar. Samorka vill halda gömlu lagagreininni. Það hlýtur að merkja að Gústav Adolf, Landsvirkjun, OR, HS og Rarik vilja fá að meta það sjálf hver kosturinn er við að forðast röskun. Sá sem kaupir sér jarðýtu og telur æskilegt að eyðileggja goshver, eldhraun, flæðiengjar, sjávarleirur, gervigíga, birkiskóga, vötn og tjarnir, fossa og hraunhella – hann þurfi ekki að íþyngjast við að sýna fram á að það sé óhjákvæmilegt í þágu almannahagsmuna. Afturkall – til hvers? Þetta eru þau tvö atriði sem eftir standa af athugasemdum Samorku, bæði afar mikilvæg. Ég þakka Gústafi Adolfi Níelssyni, framkvæmdastjóra samtakanna, kærlega fyrir að hafa bent alþjóð á það sem afturkallsmálið snýst um í raun og veru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mörður Árnason Mest lesið Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Sjá meira
Gústaf Adolf Níelsson, framkvæmdastjóri Samorku, kvartar undan því í Fréttablaðsgrein 17. október að ekki hafi farið mikið fyrir samráði við gerð og afgreiðslu náttúruverndarlaganna sem núverandi umhverfisráðherra ætlar nú að „afturkalla“. Vissulega hafi verið tekið við athugasemdum á ýmsum stigum vinnunnar og hlustað á gagnrýni – en síðan þegar til átti að taka hafi ekkert verið gert með sjónarmið aðila á borð við sjálfa Samorku. Þetta er athyglisvert framlag til umræðunnar um „afturkallið“. Nú vill svo til að athugasemdir Samorku liggja fyrir í umsögn samtakanna til þingnefndarinnar sem fjallaði um málið síðasta vetur. Þar eru – fyrir utan almennt spjall um yfirsýn, flækjustig og þarfleysi frekari náttúruverndar á Íslandi – sjö eiginlegar athugasemdir við frumvarpið. Þær varða: þinglega meðferð náttúruverndaráætlunar, tengsl við rammaáætlun, vernd jarðmyndana sem þykja merkilegar á svæðisvísu, heimild ráðherra til að banna framkvæmdir á viðkvæmum svæðum tiltekinn tíma, bótarétt landeigenda – og svo tvö meginatriði, annars vegar sérstaka vernd merkilegra vistkerfa og jarðminja, hins vegar meginreglur umhverfisréttarins sem settar eru fram í upphafi lagatextans. Í fimm atriðum af þessum sjö voru lagðar til breytingar þar sem ýmist var fallist á rök Samorku og annarra umsegjenda eða komið verulega til móts við þau. Aðeins tvær athugasemdir Samorku reyndust árangurslausar þegar alþingi hafði gert frumvarpið að lögum: 28–0, 17 sátu hjá. Varúðarreglan Í annarri þeirra lagðist Samorka gegn meginreglum umhverfisréttarins, sérstaklega varúðarreglunni svokölluðu þar sem segir að náttúran eigi að njóta vafans: Þegar hætta er á alvarlegum spjöllum má ekki beita þekkingarskorti sem afsökun fyrir því að láta vaða. Þeir sem um frumvarpið véluðu við frumvarpsgerðina og á þinginu kusu að taka ekki mark á Samorku að þessu leyti en taka í staðinn mark á Ríósamningnum um líffræðilega fjölbreytni frá 1992, EES-samningnum og OSPAR-samningnum um Atlantshafið norðaustanvert og lífríki þess, þar sem alls staðar er vísað til þessarar alþjóðlega viðurkenndu meginreglu. Samorka er greinilega ósátt við þetta. Merkir það að Gústav Adolf, Landsvirkjun, Rarik og Orkuveita Reykjavíkur vilji hafa þetta öfugt – að þau geti ráðist í hvaða framkvæmd sem er ef ekki hefur verið sýnt fram á með 100% vissu að hún skaði náttúruna til ólífis – svo sem ef það er hægt að finna einn fræðimann sem efast? Til dæmis á skrifstofum Samorku, Landsvirkjunar, OR og Rariks? Sérstaka verndin Greinin í lögunum frá 1999 um sérstaka vernd ákveðinna vistkerfa og jarðminja – svo sem eldhrauna, hvera, votlendis, fossa – hefur reynst haldlítil. Þessari grein var því breytt með nýju lögunum. Í stað þess orðalags í gömlu lögunum sem dró tennurnar úr lagagreininni, að röskun þessara náttúrufyrirbæra skuli forðast „eins og kostur er“, kemur ákvæði um að þeim verði ekki raskað „nema brýna nauðsyn beri til og aðrir kostir séu ekki fyrir hendi“. Samkvæmt gamla orðalaginu nægði að sá sem taldi sig af einhverjum ástæðum þurfa að eyðileggja náttúrufyrirbæri reyndi að gera það með lagni. Eins og kostur er. Samkvæmt nýja orðalaginu verða stórfelldir almannahagsmunir að búa að baki – til dæmis þörf á vatnsveitu – og áhugamenn um verkið verða að sýna fram á að aðrar leiðir að markmiðinu séu ekki færar. Samorka vill halda gömlu lagagreininni. Það hlýtur að merkja að Gústav Adolf, Landsvirkjun, OR, HS og Rarik vilja fá að meta það sjálf hver kosturinn er við að forðast röskun. Sá sem kaupir sér jarðýtu og telur æskilegt að eyðileggja goshver, eldhraun, flæðiengjar, sjávarleirur, gervigíga, birkiskóga, vötn og tjarnir, fossa og hraunhella – hann þurfi ekki að íþyngjast við að sýna fram á að það sé óhjákvæmilegt í þágu almannahagsmuna. Afturkall – til hvers? Þetta eru þau tvö atriði sem eftir standa af athugasemdum Samorku, bæði afar mikilvæg. Ég þakka Gústafi Adolfi Níelssyni, framkvæmdastjóra samtakanna, kærlega fyrir að hafa bent alþjóð á það sem afturkallsmálið snýst um í raun og veru.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun