Sannmæli Jakob Frímann Magnússon skrifar 23. október 2013 06:00 Strandhögg íslenskra tónlistarmanna í Kennedy Center í Washington fyrr á þessu ári vakti athygli og fyrir sumt meira en annað. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék þar í aðalsal og naut að sjálfsögðu þeirrar fyrirmyndaraðstöðu, búningsherbergja og annars sem í boði er fyrir tónlistarmenn. Menntamálaráðuneytið hóstaði léttilega upp 30 milljóna króna styrk svo að sveitin mætti fljúga, gista og snæða vel, eins og dagpeningar ríkisstarfsmanna gera ráð fyrir. Íslensku hrynsveitirnar sem fram komu nutu auðvitað engra dagpeninga né opinberra styrkja frekar en fyrri daginn. Þær ferðuðust þetta á eigin yfirdrætti og undu glaðar við sitt í einum af smærri sölum hallarinnar sem þó skartaði góðum búningsherbergjum til að dveljast í milli atriða og skipta um föt fyrir tónleika.Vísað inn á salerni Þegar hrynverjar hugðust koma sér þar fyrir kom forstöðumaður hússins og rak alla úr búningsherbergjunum með fyrirmælum um að lið þetta mætti skipta um föt á salerni hússins og kúldrast þar uns menn yrðu kvaddir á svið! Umrædd lýsing þarf svo sem ekki að koma neinum á óvart. Þetta er sama viðmótið og flytjendur nýgildrar tónlistar hafa mátt venjast um áratugaskeið. Sjálfskipaðir menningarpáfar Íslands og útverðir sígildrar tónlistar af þýska skólanum þreyttust ekki á að viðhafa hrakyrði opinberlega um t.a.m. jazztónlist sem kölluð var „hóruhúsatónlist“ og „tónlist djöfulsins“ sem helst ætti að bannfæra með öllu! Poppplötur voru brotnar í hinum gylltu sölum RÚV til að fyrirbyggja mengunaráhrifin af þeim, og stórum hluta af myndbandsupptökum Sjónvarpsins af ármönnum íslenskrar hryntónlistar var hreinlega eytt eða annað efni „göfugra“ tekið upp á sömu spólur. Sá hluti tónlistarsögu okkar er sumsé glataður. Fyrir 30 árum hófst markviss sókn íslenskra hryntónlistarmanna á erlenda markaði, með öllum þeim áhættuþáttum og gífurlega kostnaði sem slíku fylgir. Snemma var horft til stoðkerfa annarra þjóða og eftir áratuga baráttu fyrir e.k. Útflutnings- og þróunarsjóði var loksins tilefni til fagnaðar á sl. ári er tilkynnt var að flytjendur nýgildrar tónlistar hefðu nú verið bænheyrðir í ljósi þeirra merka framlags til menningarlífs Íslands, ímyndar þess og ómetanlegrar landkynningar. Baráttan hafði reyndar hafist árið 1998 með vilyrði þáverandi iðnaðarráðherra um sjóð, sambærilegan Kvikmyndasjóði, er byggjast mundi á virðisaukaskatti af hljómplötusölu sem þá hefði myndað sjóð að upphæð 150 milljónir kr. Sjóðurinn langþráði sem loks leit dagsins ljós árið 2012 nam hins vegar einungis 20 milljónum króna og glöddust menn mjög af litlu, enda litlu vanir. Sjóðsstjórn var skipuð, reglur voru samdar og fyrirbærið auglýst og ríkti gleði yfir hinum nýja áfanga. Loks gætu hryntónlistarmenn sótt sínar tónlistarhátíðir og sín tónleikaferðalög erlendis með tilheyrandi frakt og útgerðarkostnaði án þess að borga með sér.Innan við 5 prósent Adam var þó ekki lengi í Paradís. Það fyrsta sem kastað var út við gerð nýrra fjárlaga var umræddur Útflutningssjóður! 20 þúsund milljónir til íslenskra kúabænda standa óhaggaðar á meðan 20 milljónir til íslenskra geisladiskabænda eru slegnar af með einu pennastriki! Þetta beinir óþægilegum kastljósum að nýlegri samantekt FTT á opinberum tölum sem speglar þá staðreynd að af öllum samanlögðum framlögum ríkis og sveitarfélaga til tónlistarlífs á Íslandi er hlutur hryntónlistar ennþá, eftir allt sem á undan er gengið, innan við 5%. FIMM PRÓSENT! Línurnar, sem lagðar voru á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar af hinum þýsk-andaktugu forkólfum íslensks menningarlífs þess tíma, eru sumsé allsendis óbreyttar árið 2013! Þeim sem fást við að semja og flytja íslenska tónlist um víða veröld er náðarsamlegast vísað á náðhús, á meðan hlaðið er undir löngu látin þýsk tónskáld! Skyldi virkilega ekki tími til kominn að þeir íslensku höfundar og flytjendur sem hér er um fjallað fái loks að njóta sannmælis? Slík stefnubreyting myndi marka sannkölluð vatnaskil í hrynheimum og íslensku menningarlífi á 21. öld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Strandhögg íslenskra tónlistarmanna í Kennedy Center í Washington fyrr á þessu ári vakti athygli og fyrir sumt meira en annað. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék þar í aðalsal og naut að sjálfsögðu þeirrar fyrirmyndaraðstöðu, búningsherbergja og annars sem í boði er fyrir tónlistarmenn. Menntamálaráðuneytið hóstaði léttilega upp 30 milljóna króna styrk svo að sveitin mætti fljúga, gista og snæða vel, eins og dagpeningar ríkisstarfsmanna gera ráð fyrir. Íslensku hrynsveitirnar sem fram komu nutu auðvitað engra dagpeninga né opinberra styrkja frekar en fyrri daginn. Þær ferðuðust þetta á eigin yfirdrætti og undu glaðar við sitt í einum af smærri sölum hallarinnar sem þó skartaði góðum búningsherbergjum til að dveljast í milli atriða og skipta um föt fyrir tónleika.Vísað inn á salerni Þegar hrynverjar hugðust koma sér þar fyrir kom forstöðumaður hússins og rak alla úr búningsherbergjunum með fyrirmælum um að lið þetta mætti skipta um föt á salerni hússins og kúldrast þar uns menn yrðu kvaddir á svið! Umrædd lýsing þarf svo sem ekki að koma neinum á óvart. Þetta er sama viðmótið og flytjendur nýgildrar tónlistar hafa mátt venjast um áratugaskeið. Sjálfskipaðir menningarpáfar Íslands og útverðir sígildrar tónlistar af þýska skólanum þreyttust ekki á að viðhafa hrakyrði opinberlega um t.a.m. jazztónlist sem kölluð var „hóruhúsatónlist“ og „tónlist djöfulsins“ sem helst ætti að bannfæra með öllu! Poppplötur voru brotnar í hinum gylltu sölum RÚV til að fyrirbyggja mengunaráhrifin af þeim, og stórum hluta af myndbandsupptökum Sjónvarpsins af ármönnum íslenskrar hryntónlistar var hreinlega eytt eða annað efni „göfugra“ tekið upp á sömu spólur. Sá hluti tónlistarsögu okkar er sumsé glataður. Fyrir 30 árum hófst markviss sókn íslenskra hryntónlistarmanna á erlenda markaði, með öllum þeim áhættuþáttum og gífurlega kostnaði sem slíku fylgir. Snemma var horft til stoðkerfa annarra þjóða og eftir áratuga baráttu fyrir e.k. Útflutnings- og þróunarsjóði var loksins tilefni til fagnaðar á sl. ári er tilkynnt var að flytjendur nýgildrar tónlistar hefðu nú verið bænheyrðir í ljósi þeirra merka framlags til menningarlífs Íslands, ímyndar þess og ómetanlegrar landkynningar. Baráttan hafði reyndar hafist árið 1998 með vilyrði þáverandi iðnaðarráðherra um sjóð, sambærilegan Kvikmyndasjóði, er byggjast mundi á virðisaukaskatti af hljómplötusölu sem þá hefði myndað sjóð að upphæð 150 milljónir kr. Sjóðurinn langþráði sem loks leit dagsins ljós árið 2012 nam hins vegar einungis 20 milljónum króna og glöddust menn mjög af litlu, enda litlu vanir. Sjóðsstjórn var skipuð, reglur voru samdar og fyrirbærið auglýst og ríkti gleði yfir hinum nýja áfanga. Loks gætu hryntónlistarmenn sótt sínar tónlistarhátíðir og sín tónleikaferðalög erlendis með tilheyrandi frakt og útgerðarkostnaði án þess að borga með sér.Innan við 5 prósent Adam var þó ekki lengi í Paradís. Það fyrsta sem kastað var út við gerð nýrra fjárlaga var umræddur Útflutningssjóður! 20 þúsund milljónir til íslenskra kúabænda standa óhaggaðar á meðan 20 milljónir til íslenskra geisladiskabænda eru slegnar af með einu pennastriki! Þetta beinir óþægilegum kastljósum að nýlegri samantekt FTT á opinberum tölum sem speglar þá staðreynd að af öllum samanlögðum framlögum ríkis og sveitarfélaga til tónlistarlífs á Íslandi er hlutur hryntónlistar ennþá, eftir allt sem á undan er gengið, innan við 5%. FIMM PRÓSENT! Línurnar, sem lagðar voru á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar af hinum þýsk-andaktugu forkólfum íslensks menningarlífs þess tíma, eru sumsé allsendis óbreyttar árið 2013! Þeim sem fást við að semja og flytja íslenska tónlist um víða veröld er náðarsamlegast vísað á náðhús, á meðan hlaðið er undir löngu látin þýsk tónskáld! Skyldi virkilega ekki tími til kominn að þeir íslensku höfundar og flytjendur sem hér er um fjallað fái loks að njóta sannmælis? Slík stefnubreyting myndi marka sannkölluð vatnaskil í hrynheimum og íslensku menningarlífi á 21. öld.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun