Nýi landsliðsþjálfari Króata elskaður og dáður í heimalandinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. október 2013 08:00 Niko Kovac, fyrir miðju, ásamt Lars Lagerbäck og Didier Deschamps, þjálfara Frakka, við dráttinn í umspilið á mánudaginn. Mynd/NordicPhotos/Getty Íslenska karlalandsliðið mætir Króatíu í tveimur leikjum um laust sæti á heimsmeistaramótinu í Brasilíu næsta sumar. Leikið verður í Reykjavík 15. nóvember og í Zagreb 19. nóvember. Nýr þjálfari, Niko Kovac, stýrir Króötum í fyrsta skipti í leikjunum tveimur en miklar vonir eru bundnar við hann. „Þótt hann sé byrjandi var hann leiðtogi sem leikmaður, sannur fyrirliði og elskaður og dáður,“ segir króatíski íþróttafréttamaðurinn Aleksandar Holiga. Kovac spilaði 83 landsleiki fyrir þjóð sína og var í lykilhlutverki með liðinu á HM 2002 og 2006 auk EM 2004 og 2008. Hann lagði skóna á hilluna vorið 2009. Kovac var ráðinn eftir að fráfarandi þjálfari og annar fyrrverandi landsliðsmaður, Igor Stimac, bauðst til að segja starfi sínu lausu. Liðið vann ekki sigur í fjórum síðustu leikjunum í undankeppninni og tapaði í tvígang fyrir Skotum. Holiga segir Stimac bera ábyrgð á slæmu gengi liðsins en sagan sé flóknari en það. Stimac hafi upphaflega ætlað sér forsetastól knattspyrnusambandsins. Zdravko Mamic, forseti Dinamo Zagreb og valdamesti maðurinn í króatískri knattspyrnu, hafi hins vegar séð til þess að Stimac fengi þjálfarastöðuna í staðinn. „Hann fékk Stimac í starfið þótt hann væri reynslulaus. Það reitti almenning til reiði og skapaði slæman anda í kringum landsliðið,“ segir Holiga. Til að byrja með hafi úrslitin verið góð og gefið Stimac andrými þrátt fyrir slæmt andrúmsloft. Almenningur hafi þó smám saman snúist gegn liðinu, fjölmiðlar gagnrýndu hann harðlega og áhorfendum fækkaði. Þeir sem mættu á leikina nýttu tækifærið og mótmæltu störfum Stimac og Mamic harðlega. Að undankeppninni lokinni hafi ekki annað komið til greina en að Stimac hætti. „Hefði Stimac verið áfram við stjórnvölinn hefði ég umhugsunarlaust spáð Íslandi sigri í umspilinu. Ekki aðeins sigri heldur hefði vörninni okkar verið slátrað,“ segir Holiga. Léttir hafi verið fyrir Króata að sleppa við að mæta Frökkum og Svíum. Meiri bjartsýni ríki með nýjum þjálfara og verði allt eðlilegt muni Króatía klára Ísland. Kovac stýrði 21 árs landsliði þjóðarinnar í skamman tíma áður en hann var kallaður til að bjarga karlalandsliðinu. Þótt leikirnir hafi aðeins verið fimm skilaði Kovac fimm sigrum og markatalan var 16-0. „Leikmennirnir hafa flestir spilað með honum í landsliðinu. Þeir bera mikla virðingu fyrir honum eins og nánast allir í Króatíu,“ segir Holiga. Ólíklegt er að honum takist að gjörbreyta spilamennskunni á augabragði en hann bæti andann og fái menn til að vinna saman. „Það er ekki nokkur maður í heiminum betur til þess fallinn á þessari stundu en Niko Kovac.“ Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Leik lokið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjör: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið mætir Króatíu í tveimur leikjum um laust sæti á heimsmeistaramótinu í Brasilíu næsta sumar. Leikið verður í Reykjavík 15. nóvember og í Zagreb 19. nóvember. Nýr þjálfari, Niko Kovac, stýrir Króötum í fyrsta skipti í leikjunum tveimur en miklar vonir eru bundnar við hann. „Þótt hann sé byrjandi var hann leiðtogi sem leikmaður, sannur fyrirliði og elskaður og dáður,“ segir króatíski íþróttafréttamaðurinn Aleksandar Holiga. Kovac spilaði 83 landsleiki fyrir þjóð sína og var í lykilhlutverki með liðinu á HM 2002 og 2006 auk EM 2004 og 2008. Hann lagði skóna á hilluna vorið 2009. Kovac var ráðinn eftir að fráfarandi þjálfari og annar fyrrverandi landsliðsmaður, Igor Stimac, bauðst til að segja starfi sínu lausu. Liðið vann ekki sigur í fjórum síðustu leikjunum í undankeppninni og tapaði í tvígang fyrir Skotum. Holiga segir Stimac bera ábyrgð á slæmu gengi liðsins en sagan sé flóknari en það. Stimac hafi upphaflega ætlað sér forsetastól knattspyrnusambandsins. Zdravko Mamic, forseti Dinamo Zagreb og valdamesti maðurinn í króatískri knattspyrnu, hafi hins vegar séð til þess að Stimac fengi þjálfarastöðuna í staðinn. „Hann fékk Stimac í starfið þótt hann væri reynslulaus. Það reitti almenning til reiði og skapaði slæman anda í kringum landsliðið,“ segir Holiga. Til að byrja með hafi úrslitin verið góð og gefið Stimac andrými þrátt fyrir slæmt andrúmsloft. Almenningur hafi þó smám saman snúist gegn liðinu, fjölmiðlar gagnrýndu hann harðlega og áhorfendum fækkaði. Þeir sem mættu á leikina nýttu tækifærið og mótmæltu störfum Stimac og Mamic harðlega. Að undankeppninni lokinni hafi ekki annað komið til greina en að Stimac hætti. „Hefði Stimac verið áfram við stjórnvölinn hefði ég umhugsunarlaust spáð Íslandi sigri í umspilinu. Ekki aðeins sigri heldur hefði vörninni okkar verið slátrað,“ segir Holiga. Léttir hafi verið fyrir Króata að sleppa við að mæta Frökkum og Svíum. Meiri bjartsýni ríki með nýjum þjálfara og verði allt eðlilegt muni Króatía klára Ísland. Kovac stýrði 21 árs landsliði þjóðarinnar í skamman tíma áður en hann var kallaður til að bjarga karlalandsliðinu. Þótt leikirnir hafi aðeins verið fimm skilaði Kovac fimm sigrum og markatalan var 16-0. „Leikmennirnir hafa flestir spilað með honum í landsliðinu. Þeir bera mikla virðingu fyrir honum eins og nánast allir í Króatíu,“ segir Holiga. Ólíklegt er að honum takist að gjörbreyta spilamennskunni á augabragði en hann bæti andann og fái menn til að vinna saman. „Það er ekki nokkur maður í heiminum betur til þess fallinn á þessari stundu en Niko Kovac.“
Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Leik lokið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjör: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn