Sumum leið eins og þeir kynnu ekki neitt í körfubolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2013 07:30 Falur Harðarson og félagar í stjórn Körfuboltadeildar Keflavíkur tóku stóra ákvörðun í sumar, ákvörðun sem kom mikið á óvart en er heldur betur farin að borga sig. Ákveðið var að Sigurður Ingimundarson, sigursælasti körfuboltaþjálfari landsins, yrði ekki áfram með meistaraflokkana en í staðinn myndi stjórnin ráða Bandaríkjamanninn Andy Johnston fyrir bæði liðin. „Það eru alltaf einhverjir óánægðir,“ segir Falur Harðarson, formaður Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, um viðbrögðin við að láta Sigurð fara í sumar. Tveir mánuðir eru nú liðnir af tímabilinu, báðir meistaraflokkarnir hafa unnið alla sína leiki í Dominos-deildunum og bæði lið hafa þegar unnið sinn titilinn hvort. „Það er langt frá því að ég geti eignað mér heiðurinn einn af þessu því það var sameiginleg ákvörðun stjórnarinnar að breyta til og fá ferska vinda inn í starfið,“ segir Falur. Falur Harðarson hefur haldið góðu sambandi við Glenn Thomas sem þjálfaði Hauka 1990-91 og útvegaði Fal skólavist í Bandaríkjunum á sínum tíma. „Glenn kom okkur í samband við Andy og okkur Alla (Albert Óskarsson) leist svona svakalega vel á hann. Við Alli tókum með honum þrjá eða fjóra Skype-fundi og fengum þessa himnasendingu,“ segir Falur.Falur segir að Andy hafi breytt miklu hjá liðinu og það hafi reynt mikið á mannskapinn til að byrja með. „Þetta er ekki búinn að vera einhver dans á rósum. Leikmennirnir eru búnir að leggja gríðarlega mikið á sig í að skipta algjörlega um leikskipulag. Það er allt alveg nýtt í sókninni og það hefur enginn spilað þetta áður,“ segir Falur og bætir við: „Það eru menn sem eru búnir að vera lengi í körfubolta sem sögðu það eftir fyrstu vikurnar að þeim liði eins og þeir kynnu ekki neitt í íþróttinni,“ segir Falur og sögusagnir eru á kreiki um þéttskrifaðar töflur inni í klefa fyrir hvern leik. „Að mínu mati er snilldin við þetta kerfi hjá honum að þetta er ekki fyrir einhverja súperstjörnu því það eiga allir sinn möguleika. Það er það sem við erum að sjá bæði í karla- og kvennaliðinu. Það er ekkert verið að taka skotkerfi fyrir Magga Gunnars því það er bara verið að hlaupa kerfið og þá kemur inn körfuboltagreindin sem allir þurfa að hafa til að meta hvað leikurinn er að bjóða upp á,“ segir Falur. „Við Alli Óskars tókum það að okkur að tala við Andy á sínum tíma og við fórum í gegnum það með honum hvernig körfubolta hann vildi spila. Við hefðum aldrei ráðið einhvern gæja sem hefði látið liðið spila labbandi sókn á hálfum velli sem Keflavík hefur aldrei verið þekkt fyrir,“ segir Falur. Hann segir Andy líka vera með mikinn aga og að hann sjái mun á því hvað leikmenn liðsins eru minna að röfla í dómurunum. „Þetta er yndislegur maður og með körfubolta sem sitt stærsta áhugamál. Hann hefur mikla ástríðu fyrir körfuboltanum. Hann var með frábært viðhorf þegar við sögðum við hann að til þess að þetta væri hægt fjárhagslega þá yrði hann að vera með bæði liðin. Þá sagði hann að hann hefði ekki mikið komið nálægt því að þjálfa kvenfólk en að það yrði ekkert vandamál. Það er hægt að kenna öllum að spila körfubolta sagði hann,“ rifjar Falur upp. Keflavík hefur ekki unnið stóra titla ennþá en frammistaða liðanna tveggja lofar góðu. „Það er nóg eftir af tímabilinu en það er ekkert að því að njóta þess á meðan vel gengur,“ sagði Falur að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira
Falur Harðarson og félagar í stjórn Körfuboltadeildar Keflavíkur tóku stóra ákvörðun í sumar, ákvörðun sem kom mikið á óvart en er heldur betur farin að borga sig. Ákveðið var að Sigurður Ingimundarson, sigursælasti körfuboltaþjálfari landsins, yrði ekki áfram með meistaraflokkana en í staðinn myndi stjórnin ráða Bandaríkjamanninn Andy Johnston fyrir bæði liðin. „Það eru alltaf einhverjir óánægðir,“ segir Falur Harðarson, formaður Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, um viðbrögðin við að láta Sigurð fara í sumar. Tveir mánuðir eru nú liðnir af tímabilinu, báðir meistaraflokkarnir hafa unnið alla sína leiki í Dominos-deildunum og bæði lið hafa þegar unnið sinn titilinn hvort. „Það er langt frá því að ég geti eignað mér heiðurinn einn af þessu því það var sameiginleg ákvörðun stjórnarinnar að breyta til og fá ferska vinda inn í starfið,“ segir Falur. Falur Harðarson hefur haldið góðu sambandi við Glenn Thomas sem þjálfaði Hauka 1990-91 og útvegaði Fal skólavist í Bandaríkjunum á sínum tíma. „Glenn kom okkur í samband við Andy og okkur Alla (Albert Óskarsson) leist svona svakalega vel á hann. Við Alli tókum með honum þrjá eða fjóra Skype-fundi og fengum þessa himnasendingu,“ segir Falur.Falur segir að Andy hafi breytt miklu hjá liðinu og það hafi reynt mikið á mannskapinn til að byrja með. „Þetta er ekki búinn að vera einhver dans á rósum. Leikmennirnir eru búnir að leggja gríðarlega mikið á sig í að skipta algjörlega um leikskipulag. Það er allt alveg nýtt í sókninni og það hefur enginn spilað þetta áður,“ segir Falur og bætir við: „Það eru menn sem eru búnir að vera lengi í körfubolta sem sögðu það eftir fyrstu vikurnar að þeim liði eins og þeir kynnu ekki neitt í íþróttinni,“ segir Falur og sögusagnir eru á kreiki um þéttskrifaðar töflur inni í klefa fyrir hvern leik. „Að mínu mati er snilldin við þetta kerfi hjá honum að þetta er ekki fyrir einhverja súperstjörnu því það eiga allir sinn möguleika. Það er það sem við erum að sjá bæði í karla- og kvennaliðinu. Það er ekkert verið að taka skotkerfi fyrir Magga Gunnars því það er bara verið að hlaupa kerfið og þá kemur inn körfuboltagreindin sem allir þurfa að hafa til að meta hvað leikurinn er að bjóða upp á,“ segir Falur. „Við Alli Óskars tókum það að okkur að tala við Andy á sínum tíma og við fórum í gegnum það með honum hvernig körfubolta hann vildi spila. Við hefðum aldrei ráðið einhvern gæja sem hefði látið liðið spila labbandi sókn á hálfum velli sem Keflavík hefur aldrei verið þekkt fyrir,“ segir Falur. Hann segir Andy líka vera með mikinn aga og að hann sjái mun á því hvað leikmenn liðsins eru minna að röfla í dómurunum. „Þetta er yndislegur maður og með körfubolta sem sitt stærsta áhugamál. Hann hefur mikla ástríðu fyrir körfuboltanum. Hann var með frábært viðhorf þegar við sögðum við hann að til þess að þetta væri hægt fjárhagslega þá yrði hann að vera með bæði liðin. Þá sagði hann að hann hefði ekki mikið komið nálægt því að þjálfa kvenfólk en að það yrði ekkert vandamál. Það er hægt að kenna öllum að spila körfubolta sagði hann,“ rifjar Falur upp. Keflavík hefur ekki unnið stóra titla ennþá en frammistaða liðanna tveggja lofar góðu. „Það er nóg eftir af tímabilinu en það er ekkert að því að njóta þess á meðan vel gengur,“ sagði Falur að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira