Veikindi barns Teitur Guðmundsson skrifar 5. nóvember 2013 09:25 „Lítill rúmlega eins árs pjakkur er lasinn og með háan hita, rúmlega 39 stig, lítið kvefaður og einstaka hóstakjöltur, þetta byrjaði allt saman snemma morguns. Móðirin óskar eftir því að láta lækni skoða drenginn þar sem hún hefur áhyggjur og hringir í símatíma, þar fær hún þau svör að sennilega sé þetta nú bara pest og hún eigi að sjá til. Eftir útskýringar sem hún sættir sig við ákveður hún að bíða en ástandið versnar með deginum svo hún leitar til vaktlæknis sem skoðar barnið og hann kemst að sömu niðurstöðu. Engin meðferð nema hitalækkandi og stuðningur. Drengnum versnaði, hann hafði litla matarlyst, kastaði einu sinni upp, mjög slappur og sofnaði svo snemma um kvöldið með háan hita þrátt fyrir stíl sem hann hafði fengið. Seinna um kvöldið verða hjónin vör við hávaða úr herbergi stráksa og þegar þau koma þar inn er hann greinilega krampandi. Barnið er flutt með sjúkrabíl í skyndi á sjúkrahús þar sem hann greinist með heilahimnubólgu.“ Þetta er martröð allra foreldra og lækna, enda mjög dramatískt skáldað tilfelli sem sýnir vel hversu hratt hlutirnir geta breyst til hins verra þegar um jafn alvarlega sjúkdóma er að ræða og þann sem þessi ungi drengur greindist með. Heilahimnubólga getur á örfáum klukkustundum gjörbreytt sjúkdómsmynd viðkomandi en sem betur fer heyrir þetta þó til algerra undantekninga. Breytum þessari sögu lítillega, „drengurinn hafði litla matarlyst en eftir að hann fékk stíl hresstist hann allur og borðaði ágætlega, svaf svo sæmilega vært um nóttina en vaknaði að morgni með hita og hor sem rann í stríðum straumi úr nefi hans. Rellinn og aumur en svarar ágætlega stílameðferð næstu tvo daga samkvæmt ráðleggingum læknisins. Dregur svo af honum á 3ja degi, pirraður og togar í eyrun svo móðirin ákveður að fara með hann að nýju. Hún sækist eftir því við lækninn að hann gefi út sýklalyf, en skoðunin styður það ekki svo ráðleggingarnar eru áfram styðjandi meðferð og þolinmæði. Einkennin versna næsta sólahringinn svo faðirinn fer með barnið til læknis að nýju sem gefur út sýklalyf vegna eyrnabólgu.“Þá reynir á traustið Þetta er eitthvað sem margir foreldrar ungra barna kannast við, en allt eins hefði mátt stilla sögunni þannig upp að litli pjakkurinn jafnaði sig ágætlega á 3ja degi, væri orðinn hitalaus og allur hinn hressasti sem er algengasta niðurstaða slíkra veikinda. Búinn að kljást við þá sýkingu sem hann var með í þetta skiptið og tilbúinn að takast á við næstu veirusýkingar sem eiga eftir að koma reglubundið á komandi árum í lífi hans. Ónæmiskerfi hans hafði gott af þessari æfingu og það mun styrkjast með slíkum áskorunum til framtíðar. Hvers vegna er ég að segja ykkur þessa sögu? Jú, það er afar mikilvægt að átta sig á því hversu dýnamísk veikindi barna geta verið og að oftast nær er um að ræða einfaldar veirusýkingar sem ekki þurfa meðhöndlunar við. Þó er rétt að muna það að slík veikindi geta þróast til hins verra sem gerir inngrip nauðsynlegt í framhaldi. Þá má heldur ekki gleyma hefðbundnum bakteríusýkingum sem geta orsakað keimlík einkenni og þarfnast yfirleitt meðhöndlunar sem fyrst samanber heilahimnubólgu. Það má greina vissa tilhneigingu til að ofmeðhöndla hér á Íslandi, sérstaklega með sýklalyfjum, bæði vegna þrýstings skjólstæðinga á að lenda ekki í hinum alvarlegri veikindum, en einnig sökum tímaskorts til eftirfylgdar og endurmats hjá sama lækni. Slíkt getur leitt af sér lélega læknisfræði og hættu á að þróa fjölónæmar bakteríur sem engin vopn bíta á, því þurfum við að vera á varðbergi. Það er því lykilatriði að almenn fræðsla um sjúkdóma eigi sér stað sem og gott samtal milli læknis og foreldra þegar eftir því er óskað, eða ef foreldri finnur fyrir óöryggi varðandi veikindi barns. Læknisskoðun og rannsóknir geta skipt verulegu máli, en eru þó ekki í öllum tilvikum nauðsynlegar. Það að taka ákvörðun um að skoða ekki byggir á mati og reynslu viðkomandi læknis og þótt honum kunni að þykja veikindin harla ómerkileg pest, getur því verið alveg öfugt farið fyrir mömmuna og/eða pabbann og þá reynir á traustið milli aðila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
„Lítill rúmlega eins árs pjakkur er lasinn og með háan hita, rúmlega 39 stig, lítið kvefaður og einstaka hóstakjöltur, þetta byrjaði allt saman snemma morguns. Móðirin óskar eftir því að láta lækni skoða drenginn þar sem hún hefur áhyggjur og hringir í símatíma, þar fær hún þau svör að sennilega sé þetta nú bara pest og hún eigi að sjá til. Eftir útskýringar sem hún sættir sig við ákveður hún að bíða en ástandið versnar með deginum svo hún leitar til vaktlæknis sem skoðar barnið og hann kemst að sömu niðurstöðu. Engin meðferð nema hitalækkandi og stuðningur. Drengnum versnaði, hann hafði litla matarlyst, kastaði einu sinni upp, mjög slappur og sofnaði svo snemma um kvöldið með háan hita þrátt fyrir stíl sem hann hafði fengið. Seinna um kvöldið verða hjónin vör við hávaða úr herbergi stráksa og þegar þau koma þar inn er hann greinilega krampandi. Barnið er flutt með sjúkrabíl í skyndi á sjúkrahús þar sem hann greinist með heilahimnubólgu.“ Þetta er martröð allra foreldra og lækna, enda mjög dramatískt skáldað tilfelli sem sýnir vel hversu hratt hlutirnir geta breyst til hins verra þegar um jafn alvarlega sjúkdóma er að ræða og þann sem þessi ungi drengur greindist með. Heilahimnubólga getur á örfáum klukkustundum gjörbreytt sjúkdómsmynd viðkomandi en sem betur fer heyrir þetta þó til algerra undantekninga. Breytum þessari sögu lítillega, „drengurinn hafði litla matarlyst en eftir að hann fékk stíl hresstist hann allur og borðaði ágætlega, svaf svo sæmilega vært um nóttina en vaknaði að morgni með hita og hor sem rann í stríðum straumi úr nefi hans. Rellinn og aumur en svarar ágætlega stílameðferð næstu tvo daga samkvæmt ráðleggingum læknisins. Dregur svo af honum á 3ja degi, pirraður og togar í eyrun svo móðirin ákveður að fara með hann að nýju. Hún sækist eftir því við lækninn að hann gefi út sýklalyf, en skoðunin styður það ekki svo ráðleggingarnar eru áfram styðjandi meðferð og þolinmæði. Einkennin versna næsta sólahringinn svo faðirinn fer með barnið til læknis að nýju sem gefur út sýklalyf vegna eyrnabólgu.“Þá reynir á traustið Þetta er eitthvað sem margir foreldrar ungra barna kannast við, en allt eins hefði mátt stilla sögunni þannig upp að litli pjakkurinn jafnaði sig ágætlega á 3ja degi, væri orðinn hitalaus og allur hinn hressasti sem er algengasta niðurstaða slíkra veikinda. Búinn að kljást við þá sýkingu sem hann var með í þetta skiptið og tilbúinn að takast á við næstu veirusýkingar sem eiga eftir að koma reglubundið á komandi árum í lífi hans. Ónæmiskerfi hans hafði gott af þessari æfingu og það mun styrkjast með slíkum áskorunum til framtíðar. Hvers vegna er ég að segja ykkur þessa sögu? Jú, það er afar mikilvægt að átta sig á því hversu dýnamísk veikindi barna geta verið og að oftast nær er um að ræða einfaldar veirusýkingar sem ekki þurfa meðhöndlunar við. Þó er rétt að muna það að slík veikindi geta þróast til hins verra sem gerir inngrip nauðsynlegt í framhaldi. Þá má heldur ekki gleyma hefðbundnum bakteríusýkingum sem geta orsakað keimlík einkenni og þarfnast yfirleitt meðhöndlunar sem fyrst samanber heilahimnubólgu. Það má greina vissa tilhneigingu til að ofmeðhöndla hér á Íslandi, sérstaklega með sýklalyfjum, bæði vegna þrýstings skjólstæðinga á að lenda ekki í hinum alvarlegri veikindum, en einnig sökum tímaskorts til eftirfylgdar og endurmats hjá sama lækni. Slíkt getur leitt af sér lélega læknisfræði og hættu á að þróa fjölónæmar bakteríur sem engin vopn bíta á, því þurfum við að vera á varðbergi. Það er því lykilatriði að almenn fræðsla um sjúkdóma eigi sér stað sem og gott samtal milli læknis og foreldra þegar eftir því er óskað, eða ef foreldri finnur fyrir óöryggi varðandi veikindi barns. Læknisskoðun og rannsóknir geta skipt verulegu máli, en eru þó ekki í öllum tilvikum nauðsynlegar. Það að taka ákvörðun um að skoða ekki byggir á mati og reynslu viðkomandi læknis og þótt honum kunni að þykja veikindin harla ómerkileg pest, getur því verið alveg öfugt farið fyrir mömmuna og/eða pabbann og þá reynir á traustið milli aðila.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun