Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar 9. desember 2024 10:02 Að starfa sem sálfræðingur eru í mínum huga mikil forréttindi. Í þeim störfum sinni ég börnum og foreldrum þeirra þar sem markmiðið er finna árangursríkar lausnir við þeim vanda sem um ræðir. Það er mér því afar dýrmætt að sjá skjólstæðinga ná góðum tökum á vanda sínum því lausnin þarf ekki í öllum tilfellum að vera flókin, sérstaklega ef viðkomandi er gripinn nógu snemma. Snemmtæk íhlutun getur því verið algjört lykilatriði hér og í þessum skrifum langar mig að koma með nokkrar vangaveltur sem mér finnst mikilvægar. Ef að olíuljósið kemur upp á bílnum, hvort myndi teljast vænlegra til árangurs, að fara með bílinn beint í olíuskipti eða bíða og sjá hvernig hlutirnir þróast? Að sama skapi, ef upp koma skýrar vísbendingar um að eitthvað sé að hjá barninu þínu, væri ákjósanlegt að bíða bara og sjá? Stundum er það þannig, sérstaklega í tilfellum þar sem einkennin virðast hafa engin merkjanleg áhrif á daglegt líf en hins vegar er það ekki alltaf niðurstaðan, því stundum er málið flóknara en það virðist vera. Fagaðilli ætti í það minnsta að fá tækifæri til að meta það í samvinnu við foreldri sem greinir frá áhyggjum sínum og breytingum á líðan og/eða hegðun barna sinna. Allir ættu og þá sérstaklega börnin okkar, að hafa greitt aðgengi að sálfræðiþjónustu. Samt er það ekki þannig en þá er það spurningin, hvað gerist þegar barn sem glímir við sálrænan vanda fær ekki aðstoð? Eitt er víst, lífið heldur áfram og koma verkefni daglegs lífs og tengdar áskoranir í hæðum og lægðum. Við slíkar aðstæður myndast oft ákveðin tækifæri sem gera vandanum kleift að festast í sessi og ef það gerist byrja áskoranir daglegs lífs að reynast barninu flóknari og erfiðari þraut og getur slíkt orðið til þess að barnið hættir að geta sinnt dags daglegum skyldum sínum líkt og það gat áður. Þegar þangað er komið er alla jafna talað um klínískan vanda sem þarfnast íhlutunar, þar sem megin markmiðið felst í því að hjálpa viðkomandi að ná góðum tökum á lífinu sínu aftur. Það er í sjálfu sér ómögulegt að segja nákvæmlega hvað þarf til að almennur vandi verði að klínískum vanda, enda samspil margra þátta. Hins vegar er það nú bara þannig að klínískur vandi gerist ekki í tómarúmi því allt á sér upphaf. Það segir okkur að ef við náum að grípa einstaklinginn fyrr, þá eru auknar líkur á því að hægt sé að veita viðkomandi aðstoð með vægari íhlutunum sem taka allra jafna styttri tíma samanborið við þær íhlutanir sem taka mið af vanda sem er orðinn það flókinn að forgangsraða þurfi hvar sé best að byrja að slökkva eldinn. Það er því ekki bara betra fyrir einstaklinginn sjálfan og velferð hans að fá aðstoð fyrr, heldur er það ódýrara fyrir heilbrigðiskerfið og samfélagið í heild sinni, allir græða. Þrátt fyrir það, þá er aðgengið að sálfræðiþjónustu jafn skert eins og raun ber vitni. Af hverju tel ég þetta mikilvægt? Því þær upplýsingar sem fram koma hér í þessum pistil eru ekki nýjar af nálinni. Rannsóknir síðustu ára hafa ítrekað leitt í ljós að börn og aðstandendur þeirra séu líklegri til að sæta afleiðingum sem hafa neikvæð áhrif á flest, ef ekki öll svið lífsins séu þau ekki eru gripin nógu snemma. Þetta vitum við og þeir aðilar sem kjörnir eru til að sinna þessum málaflokkum gera það einnig, samt helst staðan óbreytt. Ábyrgðin liggur hjá stjórnvöldum og akkúrat núna eru íslensk stjórnvöld að bregðast börnunum okkar, framtíð þessa lands. Einu getum við þó öll glaðst yfir og það er að þjónustan sem þarf til að leysa þennan vanda er sannarlega til staðar. Vandamálið er hún virðist eingöngu vera í boði fyrir útvalda einstaklinga, þá sem fjármagnið hafa. Tímaskekkja í velferðarríki? Höfundur er sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Geðheilbrigði Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Að starfa sem sálfræðingur eru í mínum huga mikil forréttindi. Í þeim störfum sinni ég börnum og foreldrum þeirra þar sem markmiðið er finna árangursríkar lausnir við þeim vanda sem um ræðir. Það er mér því afar dýrmætt að sjá skjólstæðinga ná góðum tökum á vanda sínum því lausnin þarf ekki í öllum tilfellum að vera flókin, sérstaklega ef viðkomandi er gripinn nógu snemma. Snemmtæk íhlutun getur því verið algjört lykilatriði hér og í þessum skrifum langar mig að koma með nokkrar vangaveltur sem mér finnst mikilvægar. Ef að olíuljósið kemur upp á bílnum, hvort myndi teljast vænlegra til árangurs, að fara með bílinn beint í olíuskipti eða bíða og sjá hvernig hlutirnir þróast? Að sama skapi, ef upp koma skýrar vísbendingar um að eitthvað sé að hjá barninu þínu, væri ákjósanlegt að bíða bara og sjá? Stundum er það þannig, sérstaklega í tilfellum þar sem einkennin virðast hafa engin merkjanleg áhrif á daglegt líf en hins vegar er það ekki alltaf niðurstaðan, því stundum er málið flóknara en það virðist vera. Fagaðilli ætti í það minnsta að fá tækifæri til að meta það í samvinnu við foreldri sem greinir frá áhyggjum sínum og breytingum á líðan og/eða hegðun barna sinna. Allir ættu og þá sérstaklega börnin okkar, að hafa greitt aðgengi að sálfræðiþjónustu. Samt er það ekki þannig en þá er það spurningin, hvað gerist þegar barn sem glímir við sálrænan vanda fær ekki aðstoð? Eitt er víst, lífið heldur áfram og koma verkefni daglegs lífs og tengdar áskoranir í hæðum og lægðum. Við slíkar aðstæður myndast oft ákveðin tækifæri sem gera vandanum kleift að festast í sessi og ef það gerist byrja áskoranir daglegs lífs að reynast barninu flóknari og erfiðari þraut og getur slíkt orðið til þess að barnið hættir að geta sinnt dags daglegum skyldum sínum líkt og það gat áður. Þegar þangað er komið er alla jafna talað um klínískan vanda sem þarfnast íhlutunar, þar sem megin markmiðið felst í því að hjálpa viðkomandi að ná góðum tökum á lífinu sínu aftur. Það er í sjálfu sér ómögulegt að segja nákvæmlega hvað þarf til að almennur vandi verði að klínískum vanda, enda samspil margra þátta. Hins vegar er það nú bara þannig að klínískur vandi gerist ekki í tómarúmi því allt á sér upphaf. Það segir okkur að ef við náum að grípa einstaklinginn fyrr, þá eru auknar líkur á því að hægt sé að veita viðkomandi aðstoð með vægari íhlutunum sem taka allra jafna styttri tíma samanborið við þær íhlutanir sem taka mið af vanda sem er orðinn það flókinn að forgangsraða þurfi hvar sé best að byrja að slökkva eldinn. Það er því ekki bara betra fyrir einstaklinginn sjálfan og velferð hans að fá aðstoð fyrr, heldur er það ódýrara fyrir heilbrigðiskerfið og samfélagið í heild sinni, allir græða. Þrátt fyrir það, þá er aðgengið að sálfræðiþjónustu jafn skert eins og raun ber vitni. Af hverju tel ég þetta mikilvægt? Því þær upplýsingar sem fram koma hér í þessum pistil eru ekki nýjar af nálinni. Rannsóknir síðustu ára hafa ítrekað leitt í ljós að börn og aðstandendur þeirra séu líklegri til að sæta afleiðingum sem hafa neikvæð áhrif á flest, ef ekki öll svið lífsins séu þau ekki eru gripin nógu snemma. Þetta vitum við og þeir aðilar sem kjörnir eru til að sinna þessum málaflokkum gera það einnig, samt helst staðan óbreytt. Ábyrgðin liggur hjá stjórnvöldum og akkúrat núna eru íslensk stjórnvöld að bregðast börnunum okkar, framtíð þessa lands. Einu getum við þó öll glaðst yfir og það er að þjónustan sem þarf til að leysa þennan vanda er sannarlega til staðar. Vandamálið er hún virðist eingöngu vera í boði fyrir útvalda einstaklinga, þá sem fjármagnið hafa. Tímaskekkja í velferðarríki? Höfundur er sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun