Ungt fólk er auðlind Katrín Jakobsdóttir skrifar 13. nóvember 2013 07:00 Heimurinn er stærri en Ísland. Í því felast tækifæri fyrir íslenskt samfélag en ungir Íslendingar geta nú sótt sér menntun, þekkingu og reynslu um allan heim. Þessu eigum við að fagna. Á sama tíma þurfum við að skapa samfélag hér á landi sem fólk vill gera að heimili sínu og auðga með reynslu sinni, þekkingu og menntun. Í umræðum um stórfelldan niðurskurð á stuðningi við rannsóknir og nýsköpun, fjársvelti heilbrigðiskerfisins og niðurskurð í menntakerfinu hefur komið fram að veruleg hætta sé á atgervisskorti í íslensku samfélagi. Hugmyndir sem heyrast frá stjórnarheimilinu um að refsa þeim sem sækja sér menntun og starfsreynslu til annarra landa eða um að trú á olíufundi verði það sem laðar hingað ungt fólk bendir ekki til mikils skilnings á vandamálinu eða metnaðar til að byggja hér skapandi þekkingarsamfélag – sem skiptir þó mestu fyrir lífskjör hér á landi til framtíðar. Líklega var óumflýjanlegt að ungt fólk leitaði út fyrir landsteinana fyrst eftir hrun. Sú þróun snerist hins vegar við enda ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar meðvituð um að hún væri óviðunandi til lengri tíma. Þess vegna var ráðist í fjárfestingaáætlun til að fjölga atvinnutækifærum og hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft, lögum um fæðingarorlof var breytt og stefnan sett á lengingu orlofsins og sett fram frumvarp til nýrra laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Þannig mætti lengi telja. Öll þessi mál miðuðu að því að bæta stöðu ungs fólks og fjölga tækifærum. Því miður virðist ný ríkisstjórn ætla að falla frá eða afturkalla þessi mál. Ég hvet stjórnvöld til að efna til samráðs með öðrum stjórnmálaflokkum og fulltrúum ungs fólks til að ræða málefni ungs fólks og hvað það setur á oddinn þannig að íslenskt samfélag verði áfram gott og eftirsóknarvert. Við eigum að kappkosta að byggja hér öflugt samfélag, þekkingarsamfélag, jafnaðarsamfélag og skapandi samfélag og snúa þannig vörn í sókn. Þar eigum við í samkeppni við umheiminn en ekki hvert annað og því verðum við að ná saman um markmið sem skila árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Heimurinn er stærri en Ísland. Í því felast tækifæri fyrir íslenskt samfélag en ungir Íslendingar geta nú sótt sér menntun, þekkingu og reynslu um allan heim. Þessu eigum við að fagna. Á sama tíma þurfum við að skapa samfélag hér á landi sem fólk vill gera að heimili sínu og auðga með reynslu sinni, þekkingu og menntun. Í umræðum um stórfelldan niðurskurð á stuðningi við rannsóknir og nýsköpun, fjársvelti heilbrigðiskerfisins og niðurskurð í menntakerfinu hefur komið fram að veruleg hætta sé á atgervisskorti í íslensku samfélagi. Hugmyndir sem heyrast frá stjórnarheimilinu um að refsa þeim sem sækja sér menntun og starfsreynslu til annarra landa eða um að trú á olíufundi verði það sem laðar hingað ungt fólk bendir ekki til mikils skilnings á vandamálinu eða metnaðar til að byggja hér skapandi þekkingarsamfélag – sem skiptir þó mestu fyrir lífskjör hér á landi til framtíðar. Líklega var óumflýjanlegt að ungt fólk leitaði út fyrir landsteinana fyrst eftir hrun. Sú þróun snerist hins vegar við enda ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar meðvituð um að hún væri óviðunandi til lengri tíma. Þess vegna var ráðist í fjárfestingaáætlun til að fjölga atvinnutækifærum og hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft, lögum um fæðingarorlof var breytt og stefnan sett á lengingu orlofsins og sett fram frumvarp til nýrra laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Þannig mætti lengi telja. Öll þessi mál miðuðu að því að bæta stöðu ungs fólks og fjölga tækifærum. Því miður virðist ný ríkisstjórn ætla að falla frá eða afturkalla þessi mál. Ég hvet stjórnvöld til að efna til samráðs með öðrum stjórnmálaflokkum og fulltrúum ungs fólks til að ræða málefni ungs fólks og hvað það setur á oddinn þannig að íslenskt samfélag verði áfram gott og eftirsóknarvert. Við eigum að kappkosta að byggja hér öflugt samfélag, þekkingarsamfélag, jafnaðarsamfélag og skapandi samfélag og snúa þannig vörn í sókn. Þar eigum við í samkeppni við umheiminn en ekki hvert annað og því verðum við að ná saman um markmið sem skila árangri.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar