Höfnin hundrað ára Hjálmar Sveinsson skrifar 20. nóvember 2013 06:00 Áttunda mars árið 1913 kom Gufuskipið Edward Grieg til Reykjavíkur og flutti með sér járnbrautarteina, gufulyftara og eimreiðina Minör. Mánuði síðar fór Minör í sína fyrstu ferð í Öskjuhlíðina að sækja grjót. Þá var hafin hafnargerð í Reykjavík. Næstu fjögur árin var Grandagarður lagður út í Örfirisey og svo Ingólfsgarður og Norðurgarður sem mynda mynni gömlu hafnarinnar með gulum vitum á sitt hvorum enda. Kaupmenn og verslunarstjórar í Kvosinni höfðu um langan tíma hvatt til þess að ráðist yrði í hafnargerðina. Þeir vildu fá örugga höfn sem næst verslunarhúsum sínum og skemmum. Fyrsta áratuginn eftir að hafnargerðinni lauk fimmfaldaðist heildarlestafjöldi skipanna sem komu til Reykjavíkur og vörumagnið fjórfaldaðist. Hafnargerðin í Reykjavík 1913 til 1917 var aðgangsmiði borgarinnar að nútímanum. Sá nútími byggði og byggir umfram allt á iðnvæddri framleiðslu, öflugri verslun og skilvirkum samgöngum. Höfnin varð þungmiðja atvinnulífs í Reykjavík og um leið miðstöð verslunar og viðskipta í landinu. Skipafélög settu skemmur sínar og höfuðstöðvar niður við höfnina og mörg af stærstu útgerðarfélögum landsins gerðu út frá höfninni og starfræktu fiskvinnslu í stórum stíl. Enn í dag er „Gamla höfnin“ ein öflugasta sjávarútvegshöfn landsins. Við Vesturhöfnina á sér stað verðmætasköpun á heimsmælikvarða í krafti þekkingar, hugvits og hátæknivæddra framleiðslufyrirtækja. Á síðasta ári var um 108 000 tonnum af sjávarafla landað í Reykjavík. Sundahöfn hefur hins vegar tekið við hlutverki flutningahafnar með háþróaðri upp- og útskipunartækni og gríðarstórum vöruhótelum.Þríþætt starfsemi Segja má að hafnargerðinni í Reykjavík hafi aldrei lokið. Eftir 1917 var haldið áfram að koma upp viðleguköntum, byggja nýja bakka og bryggjur og útbúa svæði fyrir atvinnustarfsemi við hafnakantinn. Þannig er það enn þann dag í dag. Hafnarstarfsemin hefur á hverjum tíma þjónað samfélaginu og lagað sig að kröfum nýrra lífshátta og atvinnuhátta Í dag er starfsemin við höfnina þríþætt. Gegnt sjávarútvegsfyrirtækjunum í vesturhöfninni hefur Harpa risið, glæsilegasta tónleikahús landsins og þótt víðar væri leitað. En við suðurhluta hafnarinnar dafna ferðaþjónustufyrirtæki í kringum hvalaskoðunarferðir. Höfnin er því allt í senn sjávarútvegshöfn, ferðaþjónustuhöfn, afþreyingarhöfn og menningarhöfn. Eitt brýnasta verkefni hafnarstjórnarinnar er að tryggja að þetta skemmtilega sambýli fjölbreytilegrar hafnsækinnar starfsemi gangi sem best fyrir sig. Í skýrslu sem unnin var fyrr á þessu ári um þróun og atvinnustarfsemi í Gömlu höfninni kemur fram að 193 fyrirtæki eru starfrækt við höfnina. Mikil fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu undanfarna áratugi, stóraukinn innflutningur og útflutningur og efling iðnaðar hefur gert starfsemi hafnarinnar enn umfangsmeiri en áður og sérhæfðari. Fyrirtækið Faxaflóahafnir sf var stofnað 1. Janúar 2005. Það á og rekur fjórar hafnir: Reykjavíkurhöfn, Grundartangahöfn, Akraneshöfn og Borgarneshöfn. Fyrirtækið er sameignarfélag fimm sveitarfélaga: Reykjavíkurborgar, Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar. Í tilefni þess að hundrað ár eru liðin síðan hafnargerðin hófst í Reykjavík samþykkti stjórn fyrirtækisins í ágúst 2011 að ráða Guðjón Friðriksson sagnfræðing til að skrifa sögu Faxaflóahafna. Sagan er nú komin út á bók í tveimur bindum, ríkulega skreyttum ljósmyndum, og heitir „Hér heilsast skipin“. Hún á erindi til allra sem hafa áhuga á verslunarsögu, samgöngusögu, sjávarútvegssögu, atvinnuháttassögu, verkalýðssögu og sögu Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Áttunda mars árið 1913 kom Gufuskipið Edward Grieg til Reykjavíkur og flutti með sér járnbrautarteina, gufulyftara og eimreiðina Minör. Mánuði síðar fór Minör í sína fyrstu ferð í Öskjuhlíðina að sækja grjót. Þá var hafin hafnargerð í Reykjavík. Næstu fjögur árin var Grandagarður lagður út í Örfirisey og svo Ingólfsgarður og Norðurgarður sem mynda mynni gömlu hafnarinnar með gulum vitum á sitt hvorum enda. Kaupmenn og verslunarstjórar í Kvosinni höfðu um langan tíma hvatt til þess að ráðist yrði í hafnargerðina. Þeir vildu fá örugga höfn sem næst verslunarhúsum sínum og skemmum. Fyrsta áratuginn eftir að hafnargerðinni lauk fimmfaldaðist heildarlestafjöldi skipanna sem komu til Reykjavíkur og vörumagnið fjórfaldaðist. Hafnargerðin í Reykjavík 1913 til 1917 var aðgangsmiði borgarinnar að nútímanum. Sá nútími byggði og byggir umfram allt á iðnvæddri framleiðslu, öflugri verslun og skilvirkum samgöngum. Höfnin varð þungmiðja atvinnulífs í Reykjavík og um leið miðstöð verslunar og viðskipta í landinu. Skipafélög settu skemmur sínar og höfuðstöðvar niður við höfnina og mörg af stærstu útgerðarfélögum landsins gerðu út frá höfninni og starfræktu fiskvinnslu í stórum stíl. Enn í dag er „Gamla höfnin“ ein öflugasta sjávarútvegshöfn landsins. Við Vesturhöfnina á sér stað verðmætasköpun á heimsmælikvarða í krafti þekkingar, hugvits og hátæknivæddra framleiðslufyrirtækja. Á síðasta ári var um 108 000 tonnum af sjávarafla landað í Reykjavík. Sundahöfn hefur hins vegar tekið við hlutverki flutningahafnar með háþróaðri upp- og útskipunartækni og gríðarstórum vöruhótelum.Þríþætt starfsemi Segja má að hafnargerðinni í Reykjavík hafi aldrei lokið. Eftir 1917 var haldið áfram að koma upp viðleguköntum, byggja nýja bakka og bryggjur og útbúa svæði fyrir atvinnustarfsemi við hafnakantinn. Þannig er það enn þann dag í dag. Hafnarstarfsemin hefur á hverjum tíma þjónað samfélaginu og lagað sig að kröfum nýrra lífshátta og atvinnuhátta Í dag er starfsemin við höfnina þríþætt. Gegnt sjávarútvegsfyrirtækjunum í vesturhöfninni hefur Harpa risið, glæsilegasta tónleikahús landsins og þótt víðar væri leitað. En við suðurhluta hafnarinnar dafna ferðaþjónustufyrirtæki í kringum hvalaskoðunarferðir. Höfnin er því allt í senn sjávarútvegshöfn, ferðaþjónustuhöfn, afþreyingarhöfn og menningarhöfn. Eitt brýnasta verkefni hafnarstjórnarinnar er að tryggja að þetta skemmtilega sambýli fjölbreytilegrar hafnsækinnar starfsemi gangi sem best fyrir sig. Í skýrslu sem unnin var fyrr á þessu ári um þróun og atvinnustarfsemi í Gömlu höfninni kemur fram að 193 fyrirtæki eru starfrækt við höfnina. Mikil fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu undanfarna áratugi, stóraukinn innflutningur og útflutningur og efling iðnaðar hefur gert starfsemi hafnarinnar enn umfangsmeiri en áður og sérhæfðari. Fyrirtækið Faxaflóahafnir sf var stofnað 1. Janúar 2005. Það á og rekur fjórar hafnir: Reykjavíkurhöfn, Grundartangahöfn, Akraneshöfn og Borgarneshöfn. Fyrirtækið er sameignarfélag fimm sveitarfélaga: Reykjavíkurborgar, Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar. Í tilefni þess að hundrað ár eru liðin síðan hafnargerðin hófst í Reykjavík samþykkti stjórn fyrirtækisins í ágúst 2011 að ráða Guðjón Friðriksson sagnfræðing til að skrifa sögu Faxaflóahafna. Sagan er nú komin út á bók í tveimur bindum, ríkulega skreyttum ljósmyndum, og heitir „Hér heilsast skipin“. Hún á erindi til allra sem hafa áhuga á verslunarsögu, samgöngusögu, sjávarútvegssögu, atvinnuháttassögu, verkalýðssögu og sögu Reykjavíkur.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun