Pólitískar ofsóknir á Alþingi Kristinn H. Gunnarsson skrifar 28. nóvember 2013 06:00 Það er miður að enn skuli vera efnt til pólitískra ofsókna á Alþingi. Allmargir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögu um skipan sérstakrar rannsóknarnefndar. Athuga á störf ráðherra og embættismanna sem komu að samningaviðræðum við bresk og hollensk stjórnvöld vegna Icesave. Hér er augljóslega verið að hefna Landsdómsréttarhaldanna yfir Geir Haarde og spjótunum beint að Steingrími J. Sigfússyni og Svavari Gestssyni. Íslensk stjórnmál setja verulega ofan við þennan tillöguflutning og var ekki á það bætandi eftir þær pólitísku ofsóknir sem landsmenn máttu fylgjast með í sölum Alþingis á síðasta kjörtímabili. Þessi hefndarleiðangur mun ekki skila neinum gagni en mörgum ógagni, helst Alþingi sjálfu. Sérhver ráðherra og embættismaður sem komið hefur að viðræðum og samningum vegna Icesave-málsins frá upphafi hefur unnið sitt verk samkvæmt bestu vitund og með almannahag að leiðarljósi. Það er ómaklegt að halda öðru fram. Það er skiljanlegt að eftir stóráföll eins og fall bankakerfisins verði menn nokkuð ráðvilltir á stjórnmálasviðinu. En það fráleitasta var að alþingismenn stæðu sjálfir í hlutverki ákæruvaldsins og beittu því gegn pólitískum samherjum og andstæðingum. Eðlilegt framhald af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, sem taldi að þrír ráðherrar hefðu sýnt af sér vanrækslu í störfum sínum, var að fela óvilhöllum aðilum rannsókn og eftir atvikum ákæruvald. Það var ekki gert og illt var gert verra með tillögu um ákæru á hendur Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra og oddvita Samfylkingarinnar. Þar var gengið gegn áliti rannsóknarnefndarinnar sem hafði komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til þess fjalla um hennar störf, þar sem utanríkisráðuneytið fór ekki með nein þau mál sem snertu efnahagsmál. Hún gæti ekki sem utanríkisráðherra hafa brotið eða vanrækt nein lagaákvæði. Benti rannsóknarnefndin á að þáttur hennar einskorðaðist við stöðu hennar sem pólitískur oddviti Samfylkingarinnar (7. bindi, bls 291).Uppgjör á pólitískum vettvangi Pólitískt hlutverk er án nokkurrar lagalegrar stöðu og uppgjör við þau störf fara aðeins fram á pólitískum vettvangi, svo sem innan flokks og í almennum þingkosningum. Ráðherrar fara almennt einir með vald yfir sínum málaflokkum og heyra ekki undir aðra ráðherra, hvað þá oddvita stjórnmálaflokka. Hins vegar hafa formenn stjórnarflokka hverju sinni lengi haft tilhneigingu til þess að halda sem flestum þráðum í sinni hendi og hafa viljað stjórna öðrum ráðherrum. Slík þróun nær því aðeins fram að ganga að ráðherrarnir og þingmenn samþykki og framkvæmi í störfum sínum annarra vilja. En þeirra verður alltaf lagalega ábyrgðin að lokum, en ekki pólitísku oddvitanna. Stjórnskipan landsins er skynsamleg og skýr og engin ástæða til þess að breyta henni. Vandinn liggur í undirgefnum þingmönnum sem afhenda formönnum í stjórnmálaflokkunum meiri áhrif en stjórnarskráin mælir fyrir um. Aðförin að Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur er einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu. Þrátt fyrir að hún axlaði strax pólitíska ábyrgð og steig af stjórnmálasviðinu var reynt að draga hana fyrir Landsdóm sem átti að breytast í pólitískan Hæstarétt og úrskurða um störf formanns Samfylkingarinnar. Ákærur á hendur öðrum fyrrverandi ráðherrum beindust að vanrækslu á störfum þeirra sem ráðherra og meint brot á lagalegum skyldum, en ekki að pólitísku hlutverki þeirra. Of margir þingmenn í of mörgum flokkum reyndust ekki valda ábyrgð sinni og blönduðu saman pólitísku hlutverki og opinberum skyldum ráðherra. Eflaust voru ástæður þeirra margvíslegar og sumar jafnvel settar fram í góðri trú. En það sama má segja um galdrabrennur 17. aldarinnar. Hver svo sem rökin hafa verið þá verður niðurstaðan alltaf sú sama, að fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar sætti grófum pólitískum ofsóknum. Sjálfstæðismenn stóðu þá gegn skrípaleik pólitískra réttarhalda og tillagan var að lokum felld. Þeir munu gera sjálfum sér og íslenskum stjórnmálum mest gagn með því að forðast sömu mistök og fyrrverandi stjórnarflokkar bera ábyrgð á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Landsdómur Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Það er miður að enn skuli vera efnt til pólitískra ofsókna á Alþingi. Allmargir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögu um skipan sérstakrar rannsóknarnefndar. Athuga á störf ráðherra og embættismanna sem komu að samningaviðræðum við bresk og hollensk stjórnvöld vegna Icesave. Hér er augljóslega verið að hefna Landsdómsréttarhaldanna yfir Geir Haarde og spjótunum beint að Steingrími J. Sigfússyni og Svavari Gestssyni. Íslensk stjórnmál setja verulega ofan við þennan tillöguflutning og var ekki á það bætandi eftir þær pólitísku ofsóknir sem landsmenn máttu fylgjast með í sölum Alþingis á síðasta kjörtímabili. Þessi hefndarleiðangur mun ekki skila neinum gagni en mörgum ógagni, helst Alþingi sjálfu. Sérhver ráðherra og embættismaður sem komið hefur að viðræðum og samningum vegna Icesave-málsins frá upphafi hefur unnið sitt verk samkvæmt bestu vitund og með almannahag að leiðarljósi. Það er ómaklegt að halda öðru fram. Það er skiljanlegt að eftir stóráföll eins og fall bankakerfisins verði menn nokkuð ráðvilltir á stjórnmálasviðinu. En það fráleitasta var að alþingismenn stæðu sjálfir í hlutverki ákæruvaldsins og beittu því gegn pólitískum samherjum og andstæðingum. Eðlilegt framhald af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, sem taldi að þrír ráðherrar hefðu sýnt af sér vanrækslu í störfum sínum, var að fela óvilhöllum aðilum rannsókn og eftir atvikum ákæruvald. Það var ekki gert og illt var gert verra með tillögu um ákæru á hendur Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra og oddvita Samfylkingarinnar. Þar var gengið gegn áliti rannsóknarnefndarinnar sem hafði komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til þess fjalla um hennar störf, þar sem utanríkisráðuneytið fór ekki með nein þau mál sem snertu efnahagsmál. Hún gæti ekki sem utanríkisráðherra hafa brotið eða vanrækt nein lagaákvæði. Benti rannsóknarnefndin á að þáttur hennar einskorðaðist við stöðu hennar sem pólitískur oddviti Samfylkingarinnar (7. bindi, bls 291).Uppgjör á pólitískum vettvangi Pólitískt hlutverk er án nokkurrar lagalegrar stöðu og uppgjör við þau störf fara aðeins fram á pólitískum vettvangi, svo sem innan flokks og í almennum þingkosningum. Ráðherrar fara almennt einir með vald yfir sínum málaflokkum og heyra ekki undir aðra ráðherra, hvað þá oddvita stjórnmálaflokka. Hins vegar hafa formenn stjórnarflokka hverju sinni lengi haft tilhneigingu til þess að halda sem flestum þráðum í sinni hendi og hafa viljað stjórna öðrum ráðherrum. Slík þróun nær því aðeins fram að ganga að ráðherrarnir og þingmenn samþykki og framkvæmi í störfum sínum annarra vilja. En þeirra verður alltaf lagalega ábyrgðin að lokum, en ekki pólitísku oddvitanna. Stjórnskipan landsins er skynsamleg og skýr og engin ástæða til þess að breyta henni. Vandinn liggur í undirgefnum þingmönnum sem afhenda formönnum í stjórnmálaflokkunum meiri áhrif en stjórnarskráin mælir fyrir um. Aðförin að Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur er einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu. Þrátt fyrir að hún axlaði strax pólitíska ábyrgð og steig af stjórnmálasviðinu var reynt að draga hana fyrir Landsdóm sem átti að breytast í pólitískan Hæstarétt og úrskurða um störf formanns Samfylkingarinnar. Ákærur á hendur öðrum fyrrverandi ráðherrum beindust að vanrækslu á störfum þeirra sem ráðherra og meint brot á lagalegum skyldum, en ekki að pólitísku hlutverki þeirra. Of margir þingmenn í of mörgum flokkum reyndust ekki valda ábyrgð sinni og blönduðu saman pólitísku hlutverki og opinberum skyldum ráðherra. Eflaust voru ástæður þeirra margvíslegar og sumar jafnvel settar fram í góðri trú. En það sama má segja um galdrabrennur 17. aldarinnar. Hver svo sem rökin hafa verið þá verður niðurstaðan alltaf sú sama, að fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar sætti grófum pólitískum ofsóknum. Sjálfstæðismenn stóðu þá gegn skrípaleik pólitískra réttarhalda og tillagan var að lokum felld. Þeir munu gera sjálfum sér og íslenskum stjórnmálum mest gagn með því að forðast sömu mistök og fyrrverandi stjórnarflokkar bera ábyrgð á.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun