Verjum Ríkisútvarpið Katrín Jakobsdóttir skrifar 28. nóvember 2013 06:00 Dapurlegar fregnir berast okkur nú frá Ríkisútvarpinu, almannaútvarpinu okkar. Ljóst er að Ríkisútvarpið hefur búið við skertan kost undanfarin ár eins og aðrar stofnanir hins opinbera eftir hrun. Um leið hefur flestum orðið ljósari þörfin á öflugum almannaþjónustumiðli í samfélaginu sem hefur gríðarmiklu hlutverki að gegna við að tryggja upplýsta og lýðræðislega umræðu, sinna menningu og mannlífi og veita upplýsingar þegar óvæntir atburðir verða. Síðastliðið vor samþykkti Alþingi Íslendinga ný lög um Ríkisútvarpið. Þau voru afrakstur mikillar vinnu þar sem leitast var við að skilgreina almannaþjónustuhlutverk útvarpsins. Ætlunin var ennfremur að breyta stjórnarfyrirkomulagi stofnunarinnar þannig að valnefnd, tilnefnd af Alþingi, samtökum listamanna og háskólasamfélaginu, gerði tillögu til ráðherra að stjórn sem fengi skýrara en um leið víðtækara hlutverk en áður. Síðast en ekki síst voru lagðar til ákveðnar takmarkanir á þátttöku Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði en á móti var lagt til að útvarpsgjaldið, sem allir greiða, ætti að renna óskert til útvarpsins. Nú er það hins vegar svo að meðal fyrstu verka nýrrar ríkisstjórnar var að bakka í gamalt fyrirkomulag í stjórnarskipun þar sem flokkarnir á Alþingi tilnefna í stjórn. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014 er gert ráð fyrir að ákvæðinu um að útvarpsgjaldið renni óskert til RÚV verði frestað til 2016 en það verði um leið lækkað þannig að tekjur RÚV aukist ekki að sama skapi. Og síðasta útspil ríkisstjórnarinnar er að boða tillögur um að teknar verði til baka að hluta þær takmarkanir sem settar voru á öflun auglýsingatekna. Í stuttu máli hefur staða Ríkisútvarpsins verið veikt stórlega á tíma þar sem hefði átt að vera svigrúm til að bæta hana. Afleiðingarnar eru fjöldauppsagnir á starfsmönnum Ríkisútvarpsins og dapurleg framtíðarsýn þar sem búast má við minni getu til að sinna því mikilvæga hlutverki sem stofnunin hefur að gegna í nútímalegu lýðræðissamfélagi. Við hljótum að gera kröfu um skýra forgangsröðun stjórnenda RÚV í þágu þess hlutverks og skýran vilja stjórnvalda til að sinna því. Fyrirætlunum um skerðingu útvarpsgjalds er hægt að breyta við afgreiðslu fjárlaga ef þingmönnum er annt um hér verði áfram rekinn öflugur almannaþjónustumiðill og vilja tryggja framtíð hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Dapurlegar fregnir berast okkur nú frá Ríkisútvarpinu, almannaútvarpinu okkar. Ljóst er að Ríkisútvarpið hefur búið við skertan kost undanfarin ár eins og aðrar stofnanir hins opinbera eftir hrun. Um leið hefur flestum orðið ljósari þörfin á öflugum almannaþjónustumiðli í samfélaginu sem hefur gríðarmiklu hlutverki að gegna við að tryggja upplýsta og lýðræðislega umræðu, sinna menningu og mannlífi og veita upplýsingar þegar óvæntir atburðir verða. Síðastliðið vor samþykkti Alþingi Íslendinga ný lög um Ríkisútvarpið. Þau voru afrakstur mikillar vinnu þar sem leitast var við að skilgreina almannaþjónustuhlutverk útvarpsins. Ætlunin var ennfremur að breyta stjórnarfyrirkomulagi stofnunarinnar þannig að valnefnd, tilnefnd af Alþingi, samtökum listamanna og háskólasamfélaginu, gerði tillögu til ráðherra að stjórn sem fengi skýrara en um leið víðtækara hlutverk en áður. Síðast en ekki síst voru lagðar til ákveðnar takmarkanir á þátttöku Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði en á móti var lagt til að útvarpsgjaldið, sem allir greiða, ætti að renna óskert til útvarpsins. Nú er það hins vegar svo að meðal fyrstu verka nýrrar ríkisstjórnar var að bakka í gamalt fyrirkomulag í stjórnarskipun þar sem flokkarnir á Alþingi tilnefna í stjórn. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014 er gert ráð fyrir að ákvæðinu um að útvarpsgjaldið renni óskert til RÚV verði frestað til 2016 en það verði um leið lækkað þannig að tekjur RÚV aukist ekki að sama skapi. Og síðasta útspil ríkisstjórnarinnar er að boða tillögur um að teknar verði til baka að hluta þær takmarkanir sem settar voru á öflun auglýsingatekna. Í stuttu máli hefur staða Ríkisútvarpsins verið veikt stórlega á tíma þar sem hefði átt að vera svigrúm til að bæta hana. Afleiðingarnar eru fjöldauppsagnir á starfsmönnum Ríkisútvarpsins og dapurleg framtíðarsýn þar sem búast má við minni getu til að sinna því mikilvæga hlutverki sem stofnunin hefur að gegna í nútímalegu lýðræðissamfélagi. Við hljótum að gera kröfu um skýra forgangsröðun stjórnenda RÚV í þágu þess hlutverks og skýran vilja stjórnvalda til að sinna því. Fyrirætlunum um skerðingu útvarpsgjalds er hægt að breyta við afgreiðslu fjárlaga ef þingmönnum er annt um hér verði áfram rekinn öflugur almannaþjónustumiðill og vilja tryggja framtíð hans.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun