Ekki gefa mér peninga! Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar 10. desember 2013 06:00 Í nóvember 2004 skokkaði ég niður í banka og tók 100% lán til þess að kaupa mína fyrstu íbúð. Ég setti íbúðina á sölu stuttu eftir hrun og seldi hana um áramótin 2008/2009. Á þessum fjórum árum fékk ég einhverja hundrað þúsund kalla í vaxtabætur og þegar ég seldi hana þá seldi ég hana með hagnaði, ekkert miklum, en aftur komu þarna einhverjir hundrað þúsund kallar. Þetta kallar ný ríkisstjórn forsendubrest og ætlar að bæta mér hann. Ég fæ kannski ekkert mikið en aftur, þetta verða einhverjir hundrað þúsund kallar. Í dag er ég skuldlaus og með fínar tekjur, ég er að fá þessa peninga gefins fyrir það eitt að hafa keypt mér íbúð sem ég græddi á. Ég er barnlaus og fæ því ekki barnabætur. Lækkun þeirra snertir mig ekki neitt, ég hef ekki keypt aðra íbúð síðan og fæ því ekki vaxtabætur og fékk ekki heldur sérstakar vaxtabætur þegar þær buðust – ég er því ónæm fyrir þeirri skerðingu líka. Ég borga skatt í skattþrepi tvö og boðuð skattalækkun mun færa mér auka tvö þúsund krónur á mánuði. Ég er greinilega í markhópi þessarar ríkisstjórnar og hún keppist við að gefa mér peninga. Ég er ungfrú forsendubrestur, ég er hópurinn sem „fær aldrei neitt“, ég er hluti af þeim hópi sem er búinn að vera „skattpíndur“. Ég er að fá leiðréttingu á því mikla óréttlæti sem ég varð fyrir. Vandamálið er bara að ég hef það fínt peningalega en mér líður illa þegar ég hugsa til þeirra sem fjármagna þessa fáránlegu peningagjöf til mín. Systir mín er sjálfstæð móðir með tvo stráka, hún er hjúkrunarfræðingur og starfar á Landspítalanum. Ríkið borgar henni ekki há laun, hún fékk fullar vaxtabætur og fullar barnabætur. Ekkert háar upphæðir, einhverja hundrað þúsund kalla – en það voru samt peningar sem borguðu sumarfrí fyrir hana og strákana og gerðu lífið þeirra aðeins auðveldara og skemmtilegra. Systir mín er eitt dæmi, í kringum mig er fullt af ungu barnafólki sem er að missa meðgjöf sem það þurfti á að halda til þess að ég geti upplifað réttlæti. Kæra ríkisstjórn, það er ekkert réttlæti í þessum aðgerðum – vinsamlegast hættið að gefa mér peninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Soffía Jónsdóttir Mest lesið Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í nóvember 2004 skokkaði ég niður í banka og tók 100% lán til þess að kaupa mína fyrstu íbúð. Ég setti íbúðina á sölu stuttu eftir hrun og seldi hana um áramótin 2008/2009. Á þessum fjórum árum fékk ég einhverja hundrað þúsund kalla í vaxtabætur og þegar ég seldi hana þá seldi ég hana með hagnaði, ekkert miklum, en aftur komu þarna einhverjir hundrað þúsund kallar. Þetta kallar ný ríkisstjórn forsendubrest og ætlar að bæta mér hann. Ég fæ kannski ekkert mikið en aftur, þetta verða einhverjir hundrað þúsund kallar. Í dag er ég skuldlaus og með fínar tekjur, ég er að fá þessa peninga gefins fyrir það eitt að hafa keypt mér íbúð sem ég græddi á. Ég er barnlaus og fæ því ekki barnabætur. Lækkun þeirra snertir mig ekki neitt, ég hef ekki keypt aðra íbúð síðan og fæ því ekki vaxtabætur og fékk ekki heldur sérstakar vaxtabætur þegar þær buðust – ég er því ónæm fyrir þeirri skerðingu líka. Ég borga skatt í skattþrepi tvö og boðuð skattalækkun mun færa mér auka tvö þúsund krónur á mánuði. Ég er greinilega í markhópi þessarar ríkisstjórnar og hún keppist við að gefa mér peninga. Ég er ungfrú forsendubrestur, ég er hópurinn sem „fær aldrei neitt“, ég er hluti af þeim hópi sem er búinn að vera „skattpíndur“. Ég er að fá leiðréttingu á því mikla óréttlæti sem ég varð fyrir. Vandamálið er bara að ég hef það fínt peningalega en mér líður illa þegar ég hugsa til þeirra sem fjármagna þessa fáránlegu peningagjöf til mín. Systir mín er sjálfstæð móðir með tvo stráka, hún er hjúkrunarfræðingur og starfar á Landspítalanum. Ríkið borgar henni ekki há laun, hún fékk fullar vaxtabætur og fullar barnabætur. Ekkert háar upphæðir, einhverja hundrað þúsund kalla – en það voru samt peningar sem borguðu sumarfrí fyrir hana og strákana og gerðu lífið þeirra aðeins auðveldara og skemmtilegra. Systir mín er eitt dæmi, í kringum mig er fullt af ungu barnafólki sem er að missa meðgjöf sem það þurfti á að halda til þess að ég geti upplifað réttlæti. Kæra ríkisstjórn, það er ekkert réttlæti í þessum aðgerðum – vinsamlegast hættið að gefa mér peninga.
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar