Betur má ef duga skal! Sigríður Hagalín Björnsdóttir og Anna Sigríður Þráinsdóttir skrifar 11. desember 2013 06:00 Rannveig Magnúsdóttir sendi Ríkisútvarpinu þarfa brýningu í Fréttablaðinu 6. desember sl. og krafði okkur svara við því hvers vegna ekki væru fleiri dagskrárliðir en raun ber vitni sendir út með texta á 888-síðu textavarpsins. Því er fyrst til að svara að nær allir þættir Ríkisútvarpsins, sem teknir eru upp fyrirfram, eru sendir út með 888-texta, þ.m.t. Kiljan. RÚV átti frumkvæði að því að hefja samtímatextun sjónvarpsfrétta, og fjárfesti í hugbúnaði, þjálfun og starfskröftum til þess á síðasta ári. Samtímatextunin hófst 13. mars sl., sama dag og ný lög um RÚV voru samþykkt á Alþingi, þar sem kveðið er á um slíka textun. Markmiðið var ekki síst að allir umræðuþættir og fréttaskýringar í aðdraganda síðustu alþingiskosninga yrðu send út með samtímatextun, og það tókst. Eftir standa aðrir dagskrárliðir sem sendir eru út í beinni útsendingu, eins og Kastljós, Útsvar og Sunnudagsmorgunn. Þar hittir gagnrýni Rannveigar beint í mark – því enn hefur ekki tekist að finna leiðir til að senda þá út með samtímatextun í beinni útsendingu. Þeir eru hins vegar textaðir í endursýningu. Ólíkt fréttunum eru þættirnir ekki sendir út eftir tilbúnum handritum, og því getur textunarbúnaðurinn sem notaður er í fréttunum ekki lesið handritstexta þáttanna og breytt honum í 888-texta. Tvö ljón í veginum Ljónin í vegi samtímatextunar í beinni útsendingu eru fyrst og fremst tvö: Til að texta þætti þar sem viðtöl eru tekin í beinni útsendingu þarf annað hvort marga rittúlka, sem geta skrifað jafnóðum niður það sem sagt er í þættinum, eða máltæknibúnað sem getur breytt töluðu máli í texta á skjá. Rittúlkar eru enn allt of fáir á Íslandi, og aðeins einn hefur fengist til að sinna samtímatextun fyrir RÚV, í hjáverkum. Starfshópur RÚV um samtímatextun hefur fundað með fulltrúum Máltækniseturs um þróun talgreiningarkerfis, sem gæti breytt töluðu máli á íslensku í ritað mál. Slík tækni opnaði möguleika til að samtímatexta allt innlent sjónvarpsefni RÚV með hagkvæmum hætti. Þetta merkilega verkefni Máltækniseturs strandar hins vegar á fjárskorti, og verður að teljast óraunhæft að það nýtist áhorfendum RÚV í náinni framtíð. Við fögnum því að fá tækifæri til að benda á þörfina fyrir fleiri rittúlka og aukna athygli að talgreiningarverkefni Máltækniseturs. Sjálf þökkum við hvatninguna og höldum ótrauð áfram að vinna að því að áhorfendur okkar geti nálgast vandað, textað sjónvarpsefni á RÚV – líka í beinni útsendingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Hagalín Björnsdóttir Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Rannveig Magnúsdóttir sendi Ríkisútvarpinu þarfa brýningu í Fréttablaðinu 6. desember sl. og krafði okkur svara við því hvers vegna ekki væru fleiri dagskrárliðir en raun ber vitni sendir út með texta á 888-síðu textavarpsins. Því er fyrst til að svara að nær allir þættir Ríkisútvarpsins, sem teknir eru upp fyrirfram, eru sendir út með 888-texta, þ.m.t. Kiljan. RÚV átti frumkvæði að því að hefja samtímatextun sjónvarpsfrétta, og fjárfesti í hugbúnaði, þjálfun og starfskröftum til þess á síðasta ári. Samtímatextunin hófst 13. mars sl., sama dag og ný lög um RÚV voru samþykkt á Alþingi, þar sem kveðið er á um slíka textun. Markmiðið var ekki síst að allir umræðuþættir og fréttaskýringar í aðdraganda síðustu alþingiskosninga yrðu send út með samtímatextun, og það tókst. Eftir standa aðrir dagskrárliðir sem sendir eru út í beinni útsendingu, eins og Kastljós, Útsvar og Sunnudagsmorgunn. Þar hittir gagnrýni Rannveigar beint í mark – því enn hefur ekki tekist að finna leiðir til að senda þá út með samtímatextun í beinni útsendingu. Þeir eru hins vegar textaðir í endursýningu. Ólíkt fréttunum eru þættirnir ekki sendir út eftir tilbúnum handritum, og því getur textunarbúnaðurinn sem notaður er í fréttunum ekki lesið handritstexta þáttanna og breytt honum í 888-texta. Tvö ljón í veginum Ljónin í vegi samtímatextunar í beinni útsendingu eru fyrst og fremst tvö: Til að texta þætti þar sem viðtöl eru tekin í beinni útsendingu þarf annað hvort marga rittúlka, sem geta skrifað jafnóðum niður það sem sagt er í þættinum, eða máltæknibúnað sem getur breytt töluðu máli í texta á skjá. Rittúlkar eru enn allt of fáir á Íslandi, og aðeins einn hefur fengist til að sinna samtímatextun fyrir RÚV, í hjáverkum. Starfshópur RÚV um samtímatextun hefur fundað með fulltrúum Máltækniseturs um þróun talgreiningarkerfis, sem gæti breytt töluðu máli á íslensku í ritað mál. Slík tækni opnaði möguleika til að samtímatexta allt innlent sjónvarpsefni RÚV með hagkvæmum hætti. Þetta merkilega verkefni Máltækniseturs strandar hins vegar á fjárskorti, og verður að teljast óraunhæft að það nýtist áhorfendum RÚV í náinni framtíð. Við fögnum því að fá tækifæri til að benda á þörfina fyrir fleiri rittúlka og aukna athygli að talgreiningarverkefni Máltækniseturs. Sjálf þökkum við hvatninguna og höldum ótrauð áfram að vinna að því að áhorfendur okkar geti nálgast vandað, textað sjónvarpsefni á RÚV – líka í beinni útsendingu.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun