Tómur þingsalur – hvar eru allir? Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 12. desember 2013 06:00 Sú mynd sem margir hafa af störfum Alþingis er hálftómur þingsalur eða þingsalur þar sem menn skiptast á að vera með skæting og jafnvel rífast. Fyrirsagnir í blöðum undirstrika oft þetta ósætti og togstreitu sem á sér stað á Alþingi. Þó er það langt frá raunveruleikanum.Lýðræðisleg vinnubrögð Sannleikurinn er hins vegar sá að starfið á Alþingi er yfirleitt unnið með sátt. Þingmenn tala saman og reyna að finna sameiginlegar lausnir á málum sem tekin eru fyrir í nefndum. Samvinnan er góð. Þetta virkar þannig að mál eru kynnt til sögunnar í þingsal og stundum er skipst á skoðunum. Því næst tekur nefnd við málinu þar sem allir flokkar eiga fulltrúa. Nefndir boða síðan á sinn fund hagsmunaaðila og sérfræðinga sem tengjast máli og fá þannig heildstæða mynd. Nefndir skila yfirleitt einni niðurstöðu en stundum næst ekki full sátt í hópnum og þá skila nefndarmenn séráliti. Þaðan fer málið í þingsal, svo aftur í nefndina ef einhver óskar eftir því. Að lokinni þriðju umræðu í þingsal er kosið um þau. Ótal aðilar koma að vinnslunni og almenningur er einnig hvattur til að skila inn áliti. Þannig að raunveruleg vinnsla mála fer fram í nefndum þingsins en umræða meðal allra þingmanna um þau fer fram í þingsal. Vinnubrögð og ferli mála eru því eins fagleg og lýðræðisleg og á verður kosið.Nauðsynlegur undirbúningur Þingfundir og nefndarfundir eru aldrei á sama tíma. En hvers vegna eru þingmenn þá ekki alltaf allir í þingsal? Eru þeir ekki að vinna vinnuna sína? Jú, þeir eru í flestum tilfellum að gera það. Vinnan fer nefnilega ekki öll fram í þingsal, og eiginlega að mestu leyti utan hans. Þingmenn þurfa að lesa heilmikið um mál sem eru til umfjöllunar í þeim nefndum sem þeir sitja í. Þess fyrir utan þurfa þingmenn að reyna að vera í góðu sambandi við sína flokksmenn og kjósendur, það er algert grundvallaratriði. Menn þurfa að mæta á ýmsa viðburði sem tengjast kjördæminu og málum sem þeir vinna að, skrifa greinar og fylgjast vel með fréttum af þjóðfélagsmálum. Meðan þingmenn undirbúa nefndarvinnunna fylgjast þeir oft með umræðum í þinginu rétt eins og almenningur af sjónvarpsskjáum hvort sem það er í þingflokksherbergjum eða á skrifstofunum. Dagurinn endar því þannig eins og við upplifum flest, að þessar 24 stundir duga skammt. Maður vill yfirleitt komast yfir meira en mögulegt er.Gerum gott samfélag betra Þingmenn vinna mikið saman þvert á flokka. Þannig að þessi margumtalaða flokkapólitík er ekki jafnöflug og af er látið. Fólk sameinast um ýmis þingmál óháð flokki, spjallar saman á kaffistofunni í mesta bróðerni, eins og á öðrum góðum vinnustöðum. Þingmenn eru bara venjulegt fólk. Fólk sem á sér alls konar bakgrunn og líf en á það þó sameiginlegt að vilja breyta samfélaginu til hins betra. (Þessi grein er framhald greinar: „Hvað gerir þú á daginn?“) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Sú mynd sem margir hafa af störfum Alþingis er hálftómur þingsalur eða þingsalur þar sem menn skiptast á að vera með skæting og jafnvel rífast. Fyrirsagnir í blöðum undirstrika oft þetta ósætti og togstreitu sem á sér stað á Alþingi. Þó er það langt frá raunveruleikanum.Lýðræðisleg vinnubrögð Sannleikurinn er hins vegar sá að starfið á Alþingi er yfirleitt unnið með sátt. Þingmenn tala saman og reyna að finna sameiginlegar lausnir á málum sem tekin eru fyrir í nefndum. Samvinnan er góð. Þetta virkar þannig að mál eru kynnt til sögunnar í þingsal og stundum er skipst á skoðunum. Því næst tekur nefnd við málinu þar sem allir flokkar eiga fulltrúa. Nefndir boða síðan á sinn fund hagsmunaaðila og sérfræðinga sem tengjast máli og fá þannig heildstæða mynd. Nefndir skila yfirleitt einni niðurstöðu en stundum næst ekki full sátt í hópnum og þá skila nefndarmenn séráliti. Þaðan fer málið í þingsal, svo aftur í nefndina ef einhver óskar eftir því. Að lokinni þriðju umræðu í þingsal er kosið um þau. Ótal aðilar koma að vinnslunni og almenningur er einnig hvattur til að skila inn áliti. Þannig að raunveruleg vinnsla mála fer fram í nefndum þingsins en umræða meðal allra þingmanna um þau fer fram í þingsal. Vinnubrögð og ferli mála eru því eins fagleg og lýðræðisleg og á verður kosið.Nauðsynlegur undirbúningur Þingfundir og nefndarfundir eru aldrei á sama tíma. En hvers vegna eru þingmenn þá ekki alltaf allir í þingsal? Eru þeir ekki að vinna vinnuna sína? Jú, þeir eru í flestum tilfellum að gera það. Vinnan fer nefnilega ekki öll fram í þingsal, og eiginlega að mestu leyti utan hans. Þingmenn þurfa að lesa heilmikið um mál sem eru til umfjöllunar í þeim nefndum sem þeir sitja í. Þess fyrir utan þurfa þingmenn að reyna að vera í góðu sambandi við sína flokksmenn og kjósendur, það er algert grundvallaratriði. Menn þurfa að mæta á ýmsa viðburði sem tengjast kjördæminu og málum sem þeir vinna að, skrifa greinar og fylgjast vel með fréttum af þjóðfélagsmálum. Meðan þingmenn undirbúa nefndarvinnunna fylgjast þeir oft með umræðum í þinginu rétt eins og almenningur af sjónvarpsskjáum hvort sem það er í þingflokksherbergjum eða á skrifstofunum. Dagurinn endar því þannig eins og við upplifum flest, að þessar 24 stundir duga skammt. Maður vill yfirleitt komast yfir meira en mögulegt er.Gerum gott samfélag betra Þingmenn vinna mikið saman þvert á flokka. Þannig að þessi margumtalaða flokkapólitík er ekki jafnöflug og af er látið. Fólk sameinast um ýmis þingmál óháð flokki, spjallar saman á kaffistofunni í mesta bróðerni, eins og á öðrum góðum vinnustöðum. Þingmenn eru bara venjulegt fólk. Fólk sem á sér alls konar bakgrunn og líf en á það þó sameiginlegt að vilja breyta samfélaginu til hins betra. (Þessi grein er framhald greinar: „Hvað gerir þú á daginn?“)
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun