Eygló Ósk skráði nafn sitt í sögubækurnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2013 06:00 Eygló Ósk Gústafsdóttir. Mynd/Valli Eygló Ósk Gústafsdóttir skráði sig í sögubækurnar í gær er hún varð fyrsta íslenska sundkonan til þess að keppa í úrslitum á Evrópumeistaramóti í 25 metra laug. Eygló hafnaði í áttunda sæti af tíu keppendum í úrslitum á tímanum 59,39 sekúndum. Aðeins Ragnheiður Runólfsdóttir hafði áður keppt í úrslitum á stórmóti. 22 ár eru liðin síðan Skagakonan keppti í úrslitum í 100 metra bringusundi á EM í Aþenu árið 1991. Ragnheiður var valin íþróttamaður ársins það ár. „Ég er mjög ánægð með árangurinn. Ég ætlaði mér að komast í úrslit en bjóst ekki við því að enda svona ofarlega,“ segir Eygló sem var með fjórtánda besta tíma allra keppenda í greininni. Eygló bætti Íslandsmet sitt í greininni á fimmtudag þegar hún synti á 59,26 sekúndum. „Ég var minna stressuð þá og það gæti hafa spilað inn í,“ segir sundmærin átján ára úr Ægi. Hún segir hafa verið afar gaman að keppa í úrslitum og reynslan muni nýtast henni vel. Stemningin var gríðarlega góð í sundhöllinni í Herning á Jótlandi þegar Eygló stakk sér til sunds í úrslitum. Heimakonan Mie Nielsen þótti líklega til afreka og sú sautján ára stóð undir væntingum. Nielsen kom fyrst í mark á 55,99 sekúndum við mikinn fögnuð áhorfenda sem voru á fjórða þúsund. „Frá árinu 1986 hef ég verið á mörgum Evrópumeistara- og heimsmeistaramótum auk þrennra Ólympíuleika. Ég hef ekki upplifað svona stemningu ef frá eru taldir Ólympíuleikar,“ segir fararstjórinn Magnús Tryggvason. Magnús, sem þjálfar hjá Hamri í Hveragerði, var afar ánægður með frammistöðu Eyglóar í gær. Eygló keppir í 50 metra baksundi í dag og ætlar að njóta þess að synda afslöppuð enda er um aukagrein að ræða hjá henni. Stóra stundin verður á morgun þegar hún stingur sér til sunds í 200 metra baksundi. „Ég ætla að synda hratt,“ segir Eygló og markmiðið er klárt. Að komast í úrslit. Hún á tíunda besta tíma keppenda í greininni og því er sæti í úrslitum vel mögulegt. Eygló bætti Íslandsmet sitt í greininni á Íslandsmótinu á dögunum þegar hún kom í mark á 2:06,59 mínútum. Fróðlegt verður að sjá hvort Ægiskonunni takist að bæta enn einni skrautfjöðrinni í hattinn á árinu. Sund Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir skráði sig í sögubækurnar í gær er hún varð fyrsta íslenska sundkonan til þess að keppa í úrslitum á Evrópumeistaramóti í 25 metra laug. Eygló hafnaði í áttunda sæti af tíu keppendum í úrslitum á tímanum 59,39 sekúndum. Aðeins Ragnheiður Runólfsdóttir hafði áður keppt í úrslitum á stórmóti. 22 ár eru liðin síðan Skagakonan keppti í úrslitum í 100 metra bringusundi á EM í Aþenu árið 1991. Ragnheiður var valin íþróttamaður ársins það ár. „Ég er mjög ánægð með árangurinn. Ég ætlaði mér að komast í úrslit en bjóst ekki við því að enda svona ofarlega,“ segir Eygló sem var með fjórtánda besta tíma allra keppenda í greininni. Eygló bætti Íslandsmet sitt í greininni á fimmtudag þegar hún synti á 59,26 sekúndum. „Ég var minna stressuð þá og það gæti hafa spilað inn í,“ segir sundmærin átján ára úr Ægi. Hún segir hafa verið afar gaman að keppa í úrslitum og reynslan muni nýtast henni vel. Stemningin var gríðarlega góð í sundhöllinni í Herning á Jótlandi þegar Eygló stakk sér til sunds í úrslitum. Heimakonan Mie Nielsen þótti líklega til afreka og sú sautján ára stóð undir væntingum. Nielsen kom fyrst í mark á 55,99 sekúndum við mikinn fögnuð áhorfenda sem voru á fjórða þúsund. „Frá árinu 1986 hef ég verið á mörgum Evrópumeistara- og heimsmeistaramótum auk þrennra Ólympíuleika. Ég hef ekki upplifað svona stemningu ef frá eru taldir Ólympíuleikar,“ segir fararstjórinn Magnús Tryggvason. Magnús, sem þjálfar hjá Hamri í Hveragerði, var afar ánægður með frammistöðu Eyglóar í gær. Eygló keppir í 50 metra baksundi í dag og ætlar að njóta þess að synda afslöppuð enda er um aukagrein að ræða hjá henni. Stóra stundin verður á morgun þegar hún stingur sér til sunds í 200 metra baksundi. „Ég ætla að synda hratt,“ segir Eygló og markmiðið er klárt. Að komast í úrslit. Hún á tíunda besta tíma keppenda í greininni og því er sæti í úrslitum vel mögulegt. Eygló bætti Íslandsmet sitt í greininni á Íslandsmótinu á dögunum þegar hún kom í mark á 2:06,59 mínútum. Fróðlegt verður að sjá hvort Ægiskonunni takist að bæta enn einni skrautfjöðrinni í hattinn á árinu.
Sund Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira